Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1961, Side 12

Fálkinn - 14.06.1961, Side 12
Uí OG SUDUR A AKUREYRI einn yngsti skipverji á honum. Er komið var vestur á Skagagrunn, tók sjór að ýfast og loftvog að falla, og leit út fyrir að óveður væri í aðsig'i. Fljótlega fór austanátt, sem á hafði verið, að aukast, og þegar skipin voru komin vest- ur á Húnaflóa, var komið vonzkuveður, frost og hríð. Um það leyti urðu skipin við- skila. Þegar Tjörvi var kominn undir Hornstrandir, gerði slíkt fárviðri, að gaffallinn á stór- siglunni brotaði og segl tóku að rifna. Leið ekki á löngu þar til öll segl skipsins voru flett í sundur og það rak stjórnlaust undan stórsjó og ofviðrinu og nálgaðist klett- ótta ströndina. Hver brotsjórinn eftir ann- an reið yfir skipið og skip- verjar stóðu hvíldarlaust við dælurnar og í austri. Á þessu gekk í nokkrar klukkustund- ir, þar til Tjörva hrakti upp í brimgarðinn á austanverðu Straumnesi. Skipið véltist um HALLDÓR ÁSGEIRSSON og EIÐUR BENEDIKTSSON — tolla ekki á filmu SIG. KRISTJÁNSSON — með astic í skektunni Meðan stórhríðar voru enn í norður-miðvíkjum Banda- ríkjanna og þeir í Róm urðu að láta sér nægja átta til tíu stiga hita, var sumarið kom- ið í höfuðborg Norðurlands, Akureyri. Þar var 17 stiga hiti dag eftir dag um hvíta- sunnuna, og fólkið sprangaði léttklætt um strætin. Við fórum í gönguferð um bæinn, laugardaginn fyrir hvítasunnu og á Ráðhústorg- inu hittum við ungan pilt, sem var að selja Fálkann. Hann kvað heita Ingólfur Ingólfsson og eiga heima i Strandgötu 33 og vera ellefu ára. Ingólfur var eins og blaðsalar gerast beztir; Kurteis og þokkalegur á hjólinu sínu. Hann sagði að það gengi vel að selja Fálkann, og þeir sem einu sinni keyptu, keyptu aftur. Svona átti það líka að vera, sagði hann. Ingólfur sagðist sjálfur lesa Fálkann og þykja gaman að honum. Strandgatan er ein bezta gatan á Akureyri, eða svo fannst okkur. Þar er bíla- stöðin. Þar hittum við líka guttana tvo á myndinni, en þeir voru ekkert upp á það komnir að láta birta nöfn sín: Þeir voru að sendast og máttu varla vera að þessu, en það er allt- af gaman að fá tekna mynd af sér, jafnvel þótt maður sæi hana aldrei. Sá í bláa vinnu- gallanum ætlaði í sveit í sum- ar. Var vanur, búinn að vera mörg sumur. Hinn, sem var i rauðum jakka, var ekki viss. Kannske færi hann líka, en það var ekki endanlega á- kveðið. Hvort þeir ætluðu að verða sjómenn? Þeir litu hvorir á annan og brostu. Það gæti ver- ið gaman að vera á varðskip- unum eða á togara. Eða þá á ,,Fellunum“ eða „Fossunum“. Svo skildu leiðir og þessir tveir ungu borgarar Akureyr- arkaupstaðar héldu áfram út Oddeyrina, en við fórum nið- ur í bæ. Rétt austan við Bifreiðastöð Oddeyrar stóðu tveir menn og ræddust við. Halldór Ásgeirs- son skrifstofumaður hjá KEA og Eiður Benediktsson skip- stjóri. Við vitum ekki hvað Halldór er gamall, en Eiður er áttatíu og þriggja ára og hefur margan brattann farið. Hann vann þá hetjudáð árið 1903, að bjarga skipshöfn segl- skipsins Tjörva, er það strand- aði í ofsaveðri á Straumnesi. Um þann atburð skrifaði Guð- mundur Jörundsson skipstjóri greinargóða frásögn 1 Sjó- mannadagsblaðið 1945. í frásögninni segir frá því, er þrjú handfæraskip sigldu út Eyjafjörð í marzmánuði 1903. Skipin voru Skjöldur, Ok og Tjörvi, en Eiður var

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.