Fálkinn - 14.06.1961, Qupperneq 29
4É Járnbrautarstöðin í Peking.ípuBoiBJj So bjjáu ;seuioj[
Skrautlýsing byggingarinn-
ar speglast í regninu.
— Búizt þið við mikilli þátt-
töku í þessari ferð?
— Nei, þetta er dýr ferð,
svo að við getum ekki gert
ráð fyrir mörgum. Hins vegar
er eitt af markmiðum okkar
að velja nýjar leiðir, svo að
við lögðum áherzlu á að opna
þessa leið.
— Standið þið í sambandi
við margar erlendar ferða-
skrifstofur?
— Enn sem komið er höf-
um við mest samband við
æskulýðsferðaskrifstofur, og
fyrir þeirra tilstilli getum við
gefið ungu fólki kost á ódýr-
um ferðum, til dæmis vinnu-
ferðum, sem hafa farið mjög
í vöxt hin síðari ár, bæði í
Austur- og Vestur-Evrópu, t. d.
í Frakklandi. Annars höfum
við samband við ferðaskrif-
stofur víða erlendis, bæði fyrir
austan tjald og vestan. Kína-
förin er til dæmis í sambandi
við finnska ferðaskrifstofu.
— Eruð þið ekki vongóðir
um, að þessar nýju leiðir
verði vinsælar.
— Jú, ég reikna fastlega
með því. Erlendis hafa ferðir
til þessara landa aukizt mikið
undanfarin ár, t. d. til Balkan-
landanna. Það er nú svo kom-
ið, að fólk, sem ferðast eitt-
hvað að ráði, er þegar búið að
fara til þessara helztu staða,
eins og Frakklands, Ítalíu,
Spánar, Þýzkalands o. fl., og
þykir þess vegna veigur í að
staða. Oll fyrirgreiðsla ferða-
manna í löndunum fyrir aust-
an tjald hefur farið mjög batn-
andi, svo að ef ferð hefur á
annað borð verið skipulögð, þá
stendur allt, sem hefur verið
ákveðið, og engin hætta á
neinni röskun.
— Finnst þér ekki mörgu
ábótavant í ferðamálum okk-
ar?
-— Jú, það er bágborin að-
staða hér til að taka á móti
erlendum ferðamönnum. En
vissulega verður að taka tillit
til hvers konar ferðafólk er
lögð áherzla á að fá hingað.
í sambandi við þá, sem vilja
ferðast ódýrt, til dæmis ungt
fólk, þá vantar hér tilfinnan-
lega gistiheimili. Hins vegar
er svo ferðafólk, sem er vant
fyrsta flokks þægindum og
fyrirgreiðslu á öllum sviðum,
og fyrir þetta fólk getum við
sáralítið gert enn sem komið
er. Það er til dæmis ótækt
að bjóða fólki upp á að ferð-
ast um landið og gista í tjöld-
um! En þetta verða útlending-
ar sætta sig við, ef þeir vilja
kynnast landinu, því að ekki
er um annað að ræða. Sælu-
húsin bæta raunar aðeins úr
á hálendinu, en hrökkva
skammt.
— Eru ferðaskrifstofurnar
nokkuð orðnar of margar?
— Þær eru raunar orðnar
nokkuð margar. Og mér finnst
að þær gætu frekar skipt með
sér verkum og unnið saman,
heldur en að keppa ákaft hver
Framh. á bls. 32.
Áætlunarbílar í Dubrovnik í Júgóslavíu
Við Vesturvatn í Kína.
Shanghai, stærsta borg í Kína.