Fálkinn - 14.06.1961, Qupperneq 28
Tími sumarleyfanna er að
hefjast, og að líkindum eru
margir að velta vöngum yfir
því um þessar mundir, hvern-
ig þeir geti bezt og skemmti-
legast varið sínu langþráða
fríi. Sumir eru vafalaust í óða-
önn að gera áætlanir og undir-
búa, og þeir óþolinmóðustu ef
til vill þegar farnir að spóka
sig léttklæddir á erlendri
grund.
Ferðaskrifstofum hefur far-
ið mjög fjölgandi hér á síð-
ustu árum. Þær munu nú vera
sex starfandi hér í bæ, og
kappkosta allar að skipuleggja
sem ódýrastar og þægilegast-
Karlsbad í Tékkóslovakíu
ar ferðir, bæði utanlands sem
innan, og greiða götu ferða-
fólks á sem beztan máta.
Ein með nýjustu skrifstof-
unum er Landsýn, og hefur
hún þá sérstöðu meðal ferða-
Seglbátar á kínverska fljót-
inu Hsiang
skrifstofa hér á landi, að hún
leggur mesta áherzlu á að opna
nýjar leiðir og skipuleggja
ferðir um slóðir, sem lítt hef-
ur verið farið um áður.
FÁLKINN hitti að máli for-
stjóra þessarar nýju skrifstofu,
Guðmund Magnússon, og innti
hann frétta af hinu helzta, sem
Landsýn verður með á prjón-
unum í sumar.
— Hvaða ferðir eru helztar
hjá ykkur í sumar?
-— Við höfum auglýst fjór-
ar ferðir og fleiri munu fylgja
í kjölfarið, seinna í sumar. Það
er þá fyrst 20 daga sumar-
leyfisferð um Austur-Þýzka-
land, Tékkóslóvakíu og Pól-
land 7.—27. júlí, og verður
flogið til og frá Berlín. í öðru
lagi er ferð á alþjóðlegt æsku-
lýðsmót við Eystrasalt 7,—17.
júlí. Á móti þessu verður fjöl-
breytt dagskrá og þátttaka frá
mörgum löndum. Flogið verð-
ur til Berlínar o_g heim frá
Kaupmannahöfn. í þriðja lagi
er ferð til Júgóslavíu 7.—27.
júlí, og er hún dálítið sérstæð.
Ferðin er tiltölulega mjög ó-
dýr og ætluð ungu fólki, sem
mun vinna við vegagerð í
Serbíu og Makedóníu, ásamt
sjálfboðaliðum frá mörgum
öðrum löndum. Einnig verður
ferðazt nokkuð um landið.
Flogið verður til og frá Berlín
og farið með lest til Belgrad.
— Verður þetta erfið
vinna?
— Nei, hún verður engan
veginn erfið, og þátttakendur
fá greidda ofurlitla vasapen-
inga auk ókeypis fæðis og hús-
næðis. Það eru sem sagt ein-
göngu ferðirnar, sem þátttak-
endur þurfa að borga. Það hef-
ur verið mikil aðsókn að þess-
ari ferð nú þegar, svo að að-
eins örfáum þátttakendum
verður bætt við.
— Og svo er það Kínaferð-
in?
— Jú, síðast en ekki sízt
höfum við auglýst ferð til
Kína 22. ágúst til 10. septem-
ber. Flogið verður til Helsinki,
en farið þaðan með lest til
Moskvu, síðan flogið þaðan til
Peking og dvalizt þar í einn
dag, farið þaðan með lest til
Wuhan og dvalizt þar í einn
dag. Síðan verður farið með
fljótaskipi eftir Jangtze-fljóti.
Einn dag verður dvalizt í Nan-
king, en farið þaðan með lest
til Shanghai og dvalizt þar
einn dag. Þaðan verður enn
farið með lest til Hangchow
og dvalizt þar einn dag við
Vesturvatn. Loks með lest til
Peking og flogið þaðan aftur
til Moskva.
28
FALKINN