Fálkinn - 14.06.1961, Qupperneq 9
*■
9 dagAÍHA ÖHH
BLÚM í
Berndsen í Blómum og Ávöxtum fékk
mig til að kaupa tvo fræpoka um dag-
inn. Ég varð líka undrandi á því, hve
ódýrir þeir voru. Ég lagði ekki í að
telja frækornin, sem ég fékk fyrir þess-
ar fáu krónur, en ég hafði fyrir satt
frá blómfróðum manni, að stórt og fag-
urt blóm gæti komið upp af hverju
fræi, ef þau væru rétt meðhöndluð.
Ég fékk því strax mikinn áhuga á því
að koma þessum fræjum til blóms.
Ég var ekki fyrr kominn heim en
ég byrjaði að leita að heppilegum kassa.
Eftir nokkra leit fann ég ágætis rúsínu-
kassa, sem ég fyllti mold. Hófst ég svo
handa um að sá. Er ég var rétt byrj-
aður sáðmannsstarfið, sá ég, að ég mátti
hafa fræin ansi þétt, ef ég átti að koma
þar öllu innihaldi pokanna tveggja. Þeg-
ar þessum garðyrkjustörfum var lokið,
rétti ég úr mínu lúna baki og leit yfir
verk mitt og var þá harla ánægður.
Er ég gaf konu minni skýrslu um af-
rekið, sagði hún strax af sinni alkunnu
speki, að ég hlyti að vera alveg galinn,
að hella úr tveim heilum rándýrum fræ-
pokum í einn örlítinn rúsínukassa. Það
væri allt of þétt, og mundu blómin
lítið vaxa í þeirri kös. Auðvitað særði
hún mitt garðyrkjustolt, svo ég brást
hinn versti við, og sagði að hún skyldi
nú bara sjá til.
Ég hafði kassann úti í bakgarðinum
og fann mér ofurlitla rúðu til að leggja
yfir meðan fyrstu angarnir voru að
gægjast upp úr moldinni. Þess mátti
ég þó bíða í nokkra daga. Og þegar
það kom, þá leizt mér alls ekki á blik-
una og hugsaði til orða konu minnar.
Á sjötta degi sást nefnilega alls ekki
í moldina fyrir örsmáum morgunfrúm
og levkojum, sem skutu upp örsmáum
kollunum og voru eins og mjúk, græn
breiða í kassanum mínum. Og ef ég
ýtti til hliðar einni jurtinni, þá sá ég
aðrar enn smærri þar undir.
Nú voru góð ráð dýr, ef ég átti að
geta varið garðyrkjusóma minn. En
umfram allt varð ég að leyna konu
mína ósigrinum. Ég var óþreytandi að
bjóðast til að fara með ruslið fyrir hana
út i tunnu, sem stóð í bakgarðinum
og gerði allt, sem ég gat til að forða
því, að hún gæti gert sér erindi út í
bakgarðinn. Ég útvegaði mér síðan rús-
ínukassa og tíndi með fimum fingrum
stærstu blómin úr þeim þéttbýla og
plantaði í kassa númer tvö. En það var
sama, hve mikið ég tók úr fyrri kass-
KASSA
anum, alltaf komu upp fleiri og fleiri
blóm.
Að lokum komst konan að ósigri mín-
um, enda var orðið erfitt að fela hann,
því von bráðar voru kassarnir mínir
orðnir fjórir og þegar næturfrostið kom,
mátti ég rogast með þá alla inn í þvotta-
hús. En ég var svo óheppinn að gleyma
að láta þá út morguninn eftir, áður
en ég fór í vinnuna. Og þá ætlaði ein-
mitt kerlingin í kjallaranum að þvo
þvott. Þannig varð heilmikið uppistand
í húsinu.
Það var ekki svo lítil vinna hjá mér
að vökva og líta eftir gróðrarstöðinni,
því það var fólkið í húsinu farið að
kalla bakgarðinn, þegar kassarnir voru
um tíu að tölu, og voru þá ekki talin
með önnur ílát eins og dósir og gamli
koppurinn hennar dóttur minnar. Flest
kvöld hékk ég svo úti í glugga til þess
að fæla frá mér stráka, sem reyndu
að pissa í blómakoppinn og ketti, sem
mjög sóttu í að gera sín stærri stykki
í kassana. Krakkarnir í götunni kölluðu
mig kallinn með kassana.
En Það er eins og fólkið segir um
börnin: Það er ekki fyrr en þau eru
fullorðin, að áhyggjurnar af þeim byrja.
Hvað átti ég nú að gera við allar lev-
kojurnar og morgunfrúrnar mínar?
Blóm úr einum kassa nægðu til að
planta út í garðholunni fyrir framan
húsið, og svo vildu konurnar í húsinu
hafa fleiri tegundir en bara levkojur
og morgunfrúr. Ég held bara, að þær
hafi verið orðnar leiðar á blómunum
mínum. Þær sögðu, að það væri alltaf
moldarslóðinn inn um allt hús eftir mig.
Ekki gátu blessuð blómin mín verið í
kössunum allt sumarið. Þau myndu líka
sprengja þá utan af sér.
Það getur hreinlega haldið fyrir
manni vöku, ef maður hefur miklar
áhyggjur af börnunum eða blómunum
sínum. Ef þið skylduð því, kæru les-
endur, sjá auglýsingu á næstunni í blöð-
unum um ódýrar morgunfrúr og lev-
kojur til sölu, þá getið þið bókað, að
það er hjá honum Degi Anns.
Dagur Anns.