Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1961, Síða 14

Fálkinn - 14.06.1961, Síða 14
TVEIR UNGIR AKUREYRINGAR — væri gaman að fara á varðskip — Ætli Það ekki, eins og annarsstaðar, svaraði Jón. — Við ætlum að taka mynd a£ þér, Jón. — Það kemur ekki til mála. — Þú kemst ekki upp með moðreyk. Myndin verður tekin. — Jæja, ég ætla þá að taka a£ mér húfuna. Og svo tók Jón af sér húf- una og henti henni upp á vörustafla, og við sögðum Jóni að hann væri bara helvíti virðulegur, svona gráhærður, og Jón sagði okkur að vera fljótir að þessum fjanda, hann mætti ekki vera að svona stussi. Og svo var hann þotinn að næsta bíl, sem var að bakka aö Esjunni, og það var eitt- hvað óklárt og hávaði í körl- unum. Hinum megin við bryggjuna lágu fiskiskipin Garðar og' Gylfi og utar nýtt skip: Ólaf- ur Magnússon, öll eign Valtýs Þorsteinssonar útgerðarmanns. Þeir voru með fleka, karl- arnir á Garðari, milli skips og bryggju, og voru að mála ut- anborðs. Sumir voru um borð og ræddu við Hreiðar Valtýs- son. Þeir, sem voru að mála á flekanum, voru Hörður Her- mannsson og Kristján Larsen. — Hvers vegna málið þið ekki með rúllu? spurðum við. — Iss, svoleiðis málning dugar ekkert, svöruðu þeir. Þeir mála með rúllu í Drátt- arbrautinni og það fýkur af á fyrstu vikunni. ■—- Þið væruð samt fljótari með rúllunni. — Það er ekkert spursmál um þetta, það tollir betur á að klína því svona. — Haldið þið, að það verði síld í sumar? — Þeir urga eitthvað upp með leitartækjunum. -—- Eruð þið með leitartæki á Garðari? — Já, það eru tveir dýptar- mælar, annar með leitartæki, og svo á að setja það þriðja í hann núna. Næst fyrir utan Garðar, var Ólafur Magnússon, nýkominn af vertíð. Þetta er glæsilegt skip og vel búið og fiskaði frá áramótum 550 lestir af þorski og 10 þús. tunnur af síld. Karlarnir sögðu, að há- setahlutur úr þessum afla yrði eitthvað um 70 þús. krónur. Yztur við innanverða bryggjuna var lítill en mjög fallegur bátur, sem var ný- kominn til hafnar af hand- færaveiðum. Haukur Sigurðsson spókaði sig á þilfarinu, og við héldum að hann væri einn skipverja. Svo reyndist þó ekki vera. Hins vegar áttu tveir synir hans bátinn, ásamt fleirum, og annar þeirra var formaður á 'honum. — Það er enginn fiskur í firðinum í sumar. Loðnan hef- ur alveg svikið okkur, og þá er ekki að sökum að spyrja. Ekki nokkur uggi. Við spurð- um Hauk, hvort hann stund- JÓN NÍELSSON í Kjarna HÖRÐUR og KRISTJÁN — penslun betri aði sjóinn ennþá. Hann sagðist eiga trillu, einn af hundrað trillueigendum á Akureyri. Haukur sagðist halda, að það væri of heitt fyrir loðnuna í Eyjafirðinum. Sjávarhitinn væri með mesta móti. Svo sagði hann frá afiabrögðum fyrr og síðar, í Bakkaál og fyrir utan Gásir hinar fornu, en þar er oft gnægð silungs. Við spurðum Hauk, hve lengi hann hefði stundað sjóinn frá Akureyri, og hann sagði það eitthvað um 40 ár. Það var hreyfing inni í króknum og tvær trillur komnar í gang. Við spurðum í fáfræði okkar, hvort þessir væru að fara á skak, en þetta voru þá bátar frá niðursuðu- 4 verksmiðjunni, sem eru með „nótabrúk“. Hvað er nú það? „Jú, það er nokkurs konar hringnót, sagði einhver á « bryggjunni, og þarna fer sjálf- ur nótabassinn í litla bátn- um.“ Það kom sem sé í ljós, að í litla bátnum voru leitartæki til þess að finna síldina, og nótabassinn, Sigurður Kristj- ánsson, leiðbeindi mönnum sínum við köstin eftir því sem Astic-tækin sögðu til. Við smelltum mynd af Sigurði og trillunni um leið og hún sveigði fyrir bryggjusporðinn og tók stefnu út á Pollinn á eftir hinum bátnum. Sv. S. ★

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.