Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1961, Blaðsíða 4

Fálkinn - 01.11.1961, Blaðsíða 4
,,DÁINN, horfinn, harmafregn“. þessi orð skáldsins komu mér í hug, þegar ég frétti lát sveitunga míns Jóhanns B. Lúðvíkssonar. Það bókstaflega þyrmdi yfir mig. Ég man ekki, hvenær það var, sem ég kynntist fyrst Jóhanni heitnum eða Jóa eins og hann var almennt kallaður af sveitarlimum Árbæjar- hrepps. Að öllum líkindum hefur það verið á fylleríi, því að skrifað stendur: „Það er ótrúlegt, hvað menn kynnast vel, þegar þeir eru á því.“ Við Jói störfuðum síðan saman í sóknarnefnd og fræðslu- ráði Árbæjarhrepps. Það var til að mynda Jói, sem stóð fyrir því að torfkirkjan úr Kolbeinsey var flutt í hreppinn og hann átti fyrsta barnið, sem skírt var í kirkjunni, eftir að hún var komin upp. Ég harma mjög lát míns ástkæra vin- ar, við vorum bræður í Bakkusi og Kristi og dýrkuðum báða, þó svo að hvorugur yrði afbrýðissam- ur. Fleira áttum við og sameigin- legt, við vorum báðir af fínu fólki og höfðum komið í þennan hrepp til þess að betrumbæta sveitarlim- ina. Þarna voru nefnilega allir á sveit, þegar við komum. Við vor- um það nú reyndar líka í fyrstu, en kunnum að bjarga okkur. Við fórum að selja sprútt og við vor- um bræður í Bakkusi í raun og veru. Jóhann átti til mjög góðra að telja og fer ég ekki að rekja það hér, enda er öllum íbúum Árbæj- arhrepps vel kunnugt um hverra manna hann var, enda lét hann óspart í það skína, að hann væri sjötti ættliður frá Ólafi Kárasyni. Hagmæltur var Jói og lét hann það stundum í ljós, að hann væri skáldmæltur vel. Kastaði hann þá fram vísu í góðum fagnaði að sið norðlenzkra alþingismanna. Jói hefði átt að vera alþingismaður. Til þess hafði hann margt til brunns að bera, hann var kjaftfor og óprúttinn, gat auk þess slegið út peninga hvar sem var, hvort sem það voru dollarar eða rúblur. En Jói hafði aldrei í skóla komið og aldrei lært annað en það, sem ástrík amma hans hafði kennt hon- um. Það sýnir því hvílíkt traust sveitarmenn Árbæjarhrepps höfðu á honum, þegar þeir kusu hann í sóknarnefnd, hreppsnefnd og fræðsluráð, enda vissu þeir, að hann mundi ekki ofkeyra börnum þeirra með of miklum lærdómi á fánýtar kennslubækur, sem gefnar væru út til þess að græða á fá- tækum börnum og þó aðallega for- eldrum þeirra. Blessuð veri minn- ing Jóa. Það er undarlegt, hvað manns- lát ber brátt að höndum og ég var tæplega búinn að átta mig á dauða þessa merkismanns. Ég votta því ekkjum hans innilega samúð mína og vona, að ég geti komið og hugg- að þær innan tíðar. Römm er sú taug sem rekka dregur föðurtúna til. segir í Hávamálum. Hr. Jóhann B. Lúðvíksson lézt í Hafnarstræti, 34 september 1976, tæplega fertugur að aldri. Banamein hans var b- vítamínskortur. Minning hans lif- ir meðan uppi er þjóðarsálin, því að eins og Jónas Hallgrímsson segir: Deyr fé deyja frændur deyr sjálfur því sama. En orðstír deyr aldregi hveim sér góðan getur. Því mun lengi skarð fyrir skildi í Árbæjarhrepp. VENTUS. HIN 45 ára gamla Rosalind Russel virðist þrátt fyrir allt geta annað sínum húsverkum og séð sómasamlega um eigin- mann sinn og son, en hún á 18 ára gamlan strák. Rosalind hefur nú í ár leikið í þremur stórmyndum, auk þess sem hún hefur tekið að sér smá stykki á Broadway. Þar hefur hún verið ó- krýnd drottning um margra ára skeið. Auð- vitað hafa blaðamenn ekki linnt látum, fyrr en hún svaraði þeim einhverju um það, hvern- ig hún færi að því að anna öllum þessum verk. um. Rosalind svaraði: „Þetta er hvorki leynd- armál né nokkuð undarlegt, því að ég fer bara hálftíma fyrr á fætur en ég þarf nauð- synlega. Svefn er satt að segja ekkert annað Menn hafa það nú í flimt- ingum, að Montgomery sé orðinn ástfanginn í Rauða Kína. í fyrra heimsótti hann landið, og nú er hann lagð- ur af stað í nýja reisu sem gestur Maos Tse-Tungs. „Mér hefur alltaf geðjast vel að því að ferðast til fjar- lægra landa, sagði Montgomery við brottför- ina, bæði til þess að kynnast nýjum viðhorf- um og sjónarmiðum í þessum löndum. En nú er ég sérlega veikur fyrir Kína, því það er land, sem maður verður sjaldan fyrir von- brigðum með og sérhver maður hlýtur að finna, að Kína er land framtíðarinnar og ein- hvern tíma kemur að því, að þjóðin leiki mjög stórt hlutverk í þessari veröld.“ Ef nokkur hefur leyfi iil þess að láta skoðun sína í ljós um ellina, er það brezka skáldið W. Somerset Maug- ham. Leggið því eyrun við orðum hans: ',,Á mínum yngri árum var ég agndofa yfir ummælum Plutarchs um Cato hinn gamla, að hann hefði byrjað að læra grísku á áttræðisaldri. En nú er ég ekkert undrandi yfir þessum ummælum, því að ellin tekur sér einmitt það fyrir hendur, sem æskunni finnst vera tímasóun og taki of langan tíma.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.