Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1961, Blaðsíða 26

Fálkinn - 01.11.1961, Blaðsíða 26
FRAMHALDSSAGA EFTIR MARK TWAIN NIÓSNARINN Ég sagði undirforingjanum, að ég myndi taka málið til at- hugunar. Um kvöldið læddist ég inn til hljóðfæraleikaranna og hlustaði. Undirforinginn hafði ekki ýkt neitt. En ég heyrði innilegar fyrirbænirnar í myrkrinu; ég heyrði bölbænir sár- þjáðra mannanna; ég heyrði stígvélunum rigna niður á og umhverfis stóru trumbuna. Ég komst við af þessu, en hafði líka gaman af því. Og svo, eftir ískyggilega þögn, hófst söng- urinn. Drottinn minn, hvílík áhrif, hvílíkir töfrar! Ekkert í veröldinni gat verið eins blítt, unaðslegt, heilagt eða gengið mér til hjarta. Ég beið ekki boðanna, og tilfinningar voru farnar að bærast með mér, sem alls ekki voru samboðnar yfirmanni virkis. Daginn eftir gaf ég út tilskipun, sem gerði enda á söng og bænagerð. Svo liðu þrír, fjórir dagar, og þá kemur Ray- burn undirforingi einn morgun og segir: ,,Þessi nýi drengur hegðar sér afar undarlega.“ „Hvernig þá?“ „Ja, hann er alltaf að skrifa.“ „Skrifa? Hvað skrifar hann — bréf?“ „Ég veit það ekki, en alltaf, þegar hann á frí, er hann á sífelldu snuðri um virkið, aleinn — svei mér, ef það er nokk- urt skúmaskot til í því, sem hann hefur ekki rekið nefið inn í — og alltaf öðru hvoru tekur hann upp blað og blýant og hripar eitthvað niður.“ Þetta kom afar illa við mig. Mig langaði til að hundsa það, en nú voru ekki tímar til að hundsa neitt, sem gat virzt í minnsta máta grunsamlegt. Það gerðust sífellt atburðir meðal okkar Norðanmanna, sem minntu okkur á að vera vel á verði, og gruna allt og alla um græsku. Ég minntist þess, að dreng- urinn var frá Suðurríkjunum, Louisiana, og það var ekki efnilegt, eins og á stóð. En samt sem áður tók ég nærri mér að gefa þá skipun, sem ég nú varð að gefa Rayburn. Mér leið likt og föður, sem gerir samsæri til að afhjúpa son sinn, og valda honum smán og sársauka. Ég sagði Rayburn, að fara og ná fyrir mig í eitthvað af þessum skrifum drengsins, án þess að hann yrði þess var. Og ég varaði Bayburn við að aðhafast nokkuð sem gæti orðið til að dreginn grunaði, að gætur væru hafðar á honum. Næstu dagana heyrði ég nokkrum sinnum frá Rayburn. Enginn árangur. Drengurinn var enn sískrifandi, en hann stakk bréfunum ætíð í vasann, með kæruleysissvip, í hvert sinn, er Rayburn nálgaðist. Hann hafði tvisvar farið inn í gamalt eyði-hesthús í borginni, verið í eina eða tvær mín- útur og komið síðan út aftur. Þetta var ekki látið afskipta- laust. Það leit ískyggilega út. Ég varð að játa fyrir sjálfum mér, að ég tók að gerast órólegur. Ég fór inn í einkaskrif- stofu mína og sendi eftir foringjanum, sem mér gekk næstur. Það var greindur og gætinn maður, Webb að nafni. Hann varð undrandi og áhyggjufullur. Við ræddum málið lengi og komumst að þeirri niðurstöðu, að bezt mundi að gera vand- lega leit, leynilega. Ég ætlaði sjálfur að sjá um framkvæmd hennar. Ég lét vekja mig klukkan tvö um nóttina, og skömmu seinna var ég kominn inn til hljóðfæraleikaranna og skreið á maganum eftir gólfinu milli hrjótandi mannanna. Að lok- um komst ég að hvílu drengstaulans og tók með mér föt hans og bakpoka. Þegar ég kom inn til mín, beið Webb þar fullur eftirvæntingar. Við byrjuðum strax að leita. Á fötunum var ekkert að græða. í vösunum fundum við óskrifuð blöð og blýant, vasahníf og fleira smávegis, sem drengir á þessum aldri sanka að sér. Við snerum okkur vongóðir að bakpok- 26 FÁLKINN anum, en þar var ekkert, nema áminning til okkar! Það var lítil biblía og skrifað á saurblaðið: „Ókunni maður, vertu góður við drenginn, vegna móður hans.“ Ég leit á Webb — hann leit niður; hann leit á mig — ég leit niður. Hvorugur sagði neitt. Ég setti biblíuna hóg- værlega aftur á sama stað. Svo stóð Webb upp og fór. Eftir stundarkorn herti ég mig upp til að skila þýfinu aftur á sinn stað, skríðandi á maganum eins og fyrr. Ég var sannarlega feginn, þegar þessu var lokið. Um hádegi næsta dag kom Rayburn eins og venjulega til að gefa mér skýrslu. Ég greip hranalega fram í fyrir honum og sagði: „Hættum þessari vitleysu. Við erum að gera syndasel úr vesölum strákhvolpi, sem ekki gerir kvikindi mein.“ Undirforinginn varð undrandi og sagði: „Jæja, en þér gáfuð skipanirnar, og ég hef náð í skrif frá honum. „Og hvernig er það, og hvernig náðuð þér í það?“ „Ég gægðist gegnum skráargatið og sá hann vera að skrifa. Svo, þegar ég hélt hann væri um það bil búinn, ræskti ég mig og sá hann vöðla því saman og fleygja því í eldinn og gá í kringum sig, hvort nokkur væri að koma. Svo settist hann aftur, rólegur eins og ekkert væri um að vera. Ég fór inn, rabbaði um stund við hann og sendi hann svo burt í erindum fyrir mig. Hann lét ekkert á sér sjá, en fór strax. Eldurinn var nýkveiktur, og bréfið hafði lent bak við kola- mola, það sér naumast á því, eins og þér sjáið.“ Ég leit á bréfið. Svo lét ég undirforingjanna fara og sagði honum að senda Webb til mín. Hér er bréfið: Fort Trumbull, þann 8. OFURSTI. Mér skjátlaðist um hlaupvídd jallbyssanna þriggja, sem skýrsla mín endaði á. Þœr eru 18-pundar- ar, öll hin vopninu eru eins og ég skýrði frá. Setuliðið er það sama og áður getur, að því undanskildu, að létt- vopnuðu riddaraliðsflokkarnir tveir, sem senda átti til vígstöðvanna, verða hér kyrrir um sinn — get ekki kom- izt að því nú hve lengi, en geri það bráðlega. Við erum þeirrar skoðunar, að bezt sé að fresta aðgerðum þang- að til--------- Hér endaði það — þegar Rayburn ræskti sig og truflaði piltinn. Öll samúð mín með drengnum, öll meðaumkun með einstæðingsskap hans, hvarf þegar í stað við afhjúpun þess- ara svívirðilegu svika. En ekki meira um það. Hér var mál, sem krafðist skjótra og fastra taka. Við Webb veltum málinu fyrir okkur á allar hliðar. Hann sagði: „Slæmt, að hann skyldi verða truflaður! Ein’hverju á að fresta þar til — 'hvenær? Og hvað er þetta eitthvað? Senni- lega hefði hann minnzt á það, þessi litli, guðhræddi eitur- snákur!“ „Já,“ sagði ég, „við höfum misst af því. Og hverjir eru „við“ í bréfinu?Eru það samsærismenn innan virkisins, eða utan þess?“ Þetta „við“ var ískyggilegt. En ágizkanir stoðuðu lítið, svo við ákváðum að taka til raun'hæfari aðgerða. í fyrsta lagi að tvöfalda tölu varðmanna og herða allt eftirlit, svo sem hægt væri. Næst datt okkur í hug að kalla Wicklow fyrir og láta hann leysa frá skjóðunni, en það þótti okkur samt ekki ráðlegt, fyrr en búið væri að reyna aðrar aðferðir til

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.