Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1961, Blaðsíða 35

Fálkinn - 01.11.1961, Blaðsíða 35
Jennie Jerome Framh. af bis. 13 helgaði hann sig eingöngu stjórnmálum. Er fjölskyldan sneri til London, sagði hún skilið við fyrri lífsvenjur og Jennie studdi mann sinn með ráðum og dáð. Er fjölskyldan stækk- aði — John, sonur hennar fæddist árið 1880 — flutti hún í stærra hús. Vesalings Winston var nú sendur í heimavistarskóla, sjö ára gamall, og seinna sagði hann, að sá tími er hann dvaldist í heimavistar- skólanum hafði verið ófrjór og leiðinlegur. Einhver kenn- ara hans sagði, að honum hefði fundist Winston vera allra óþekkasti strákurinn, sem hann hefði nokkru sinni komist í kynni við. Jennie aðstoðar Randolph. Er völd flokks Lord Rand- olphs jukust, en það voru rót- tækir íhaldsmenn. fór Jennie að hafa meiri og meiri á- hyggjur af heilsu eiginmanns síns. Hann hafði þá þegar einu sinni veikzt alvarlega og Jenne hjúkrað honum í fimm mánuði. Hún var mjög áhugasöm um stjórnmál og árið 1885 greip hún tækifærið, til að hjálpa manni sínum með á- kafa. Það voru aukakosning- ar í Woodstock og Randolph var svo önnum kafinn við stjórnarstörf að hann hafði engan tíma til þess að taka þátt í kosningabaráttunni. Jennie fór í staðinn fyrir hann. Systir Randolphs, Lady Curzon kom og Jennie fann, að bros þeirra og biðlanir til kjósenda voru fullt eins á- hrifaríkar og ræðurnar, sem hún hafði lært utan að. Endirinn var sá, að Jennie vann frægan sigur, og hún þakkaði stuðningsmönnum sínum af öllu hjarta. Enda þótt Jennie vildi á- köf hjálpa manni sínum, trúði hann henni ekki fyrir vandamálum þeim, er hann átti við að striða í stjórn- málabaráttunni. Jennie hafði ekki minnstu hugmynd um erfiðleika hans í ríkis- stjórninni er hann var fjár- málaráðherra. Komið á óvart — við morgunverðarborðið. Þannig var það, er Lord Randolph sagði af sér ári síð- ar. Jennie var þá önnum kaf- in við að undirbúa móttöku í utanríkisráðuneytinu. Morg- unn einn, er hún leit á for- síðuna á The Times, sá hún tilkynningu um úrsögn eig- inmanns síns úr ríkisstjórn- inni. Hún fór niður með blað- ið í hendinni og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Randolph sat við morgunverðarborðið rétt eins og venjulega. „Þetta kemur þér dálítið á óvart,“ sagði hann næstum glaðlega. Hann gaf henni engar skýringar, og eiginkona hans var of niðurbrotin til þess að spyrja nokkurs Enda þótt algjör þögn ríkti um þetta, vissi Winston vel, að eitthvað hræðilegt hafði komið fyrir og hann langaði til þess að hjálpa föð- ur sínum. En Lord Randolph hafði aldrei minnstu hug- mynd um, að sonur hans hefði áhuga á stjórnmálum. Um nokkurn tíma var Lord Randolph Churchill mjög gagnrýndur og illa séður í þinginu. Að lokum birti þó til. en allt þetta mál hafði tekið mjög á hann og hann var ekki lengur sá, er hann áður var. Jennie hafði ekki haft mik- ið samband við son sinn á bernskuárum hans. en nú, er hún fann, að maður hennar var farinn að kröftum, sneri hún sér meir að Churchill, sem var að verða fullorðinn maður. Fjölskyldan og vinir Lord Randolphs tóku nú eftir hræðilegum breytingum á bnnum. Hann var orðinn eitt- hvað svo órólegur og læknir hans var farinn að hafa mikl- ar áhyggjur af honum, veffna þess að allt benti til, að löm- un hefði orðið á heilanum. Hann neitaði þó að draga sig til baka frá stjórnmálavafstri og Churchill ritar: ,,Ég heyrði móður mína og gömlu her- togafrúna — sem svo oft voru ósammála —■ hvetja hann til þess að hvíla sig.“ Læknirinn leiðir sannleikann • liós. Stundum virtist sem hann væri að sturlazt vegna þess að alls konar ímyndanir sóttu að honum, m. a. fannst hon- um að hann hefði aldrei flutt CLOZONE er grófkornað þvottaefni, sem náð hefur miklum vinsældum hér sem erlendis. CLOZONE hefur hlotið viðurkenningu sem úrvals framleiðsla. CLOZONE er drjúgt og kraftmikið — sléttfull matskeið nægir í 4,5 lítra CLOZÖNE er þvottaefnið sem leysir vandann með ullarföt og viðkvæm efni. CLOZONE fer vel með hendur yðar. CLOZONE gerir þvott yð- ar hvítan sem mjöll. CLOZONE ER HVÍTAST. Heildsölubirgðir: vatns. EGGERT KRISTJÁNSSON & CO. H.F. betri ræður en nú. Sannleik- urinn var hins vegar sá. að hann gat alls ekki gert sig fyllilega skiljanlegan. Loks sagði læknirinn frú Jennie, að eiginmaður hennar ætti vart nema eitt ár eftir ó- lifað. Þeir ráðlögðu henni að fara með hann í langt ferða- lag, helzt í kringum hnöttinn. Hún tók þegar af skarið og bjóst til ferðar, og þau kvöddu sína beztu vini. Sir Winston ritar: „Morg- uninn eftir ókum við til stöðvarinnar — móðir mín, yngri bróðir minn og ég. Þrátt fyrir skeggið, sem faðir minn hafði safnað, sást, að hann var mjög tekinn í andliti og þjáður andlega. Hann klapp- aði mér á hnéð á þann hátt, að ég skildi fullkomlega hvað um var að vera. Þá lagði hann upp í langa ferð í kringum hnöttinn. Ég sá hann aldrei framar nema sem daufan skugga af því, sem hann áður var.“ Lord Randolph fékk áfall í Madras og Jennie kom heim með hann og hann dó í svefni, kyrrlátlega, 24. janúar 1895. Hann dó án þess nokkru sinni að skilja hvað bjó í syni hans, enda þótt Winston hefði gert ítrekaðar tilraunir tii þess að vinna föður sinn til fulls. Hann varð hermaður, FÁLKINN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.