Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1961, Blaðsíða 36

Fálkinn - 01.11.1961, Blaðsíða 36
vegna þess að faðir hans haíði ákveðið, að hann hefði ekki nægilega hæfileika á öðrum sviðum. Nú stóð hann á tvítugu, höfuð ættarinnar. Hvað bar framtíðin í skauti sér? Lífið var nú framundan hjá unga manninum — það yrði enginn dans á rósum því að faðir hans hafði ekki látið eítir sig neitt fé. En Jennie örv- aði hann og hvatti á alla lund. ,,Ég var nú minn gæfu smiður,“ skrifaði Churchill í My Early Days. „Móðir mín var alltaf tilbúin að hjálpa mér og ráðleggja, en ég var kominn á mitt tuttugasta og fyrsta ár og hún reyndi aldr- ei að ráða yfir mér, þótt hún væri móðir mín. í rauninni varð hún ákafur bandamaður minn, sem hvatti mig til dáða og gætti hagsmuna minna með áhrifum sínum og ó- þreytandi lífsorku. Hún var nú orðin 40 ára, ennþá fögur og hrífandi. Við unnum sam- an sem systkin fremur en sem móðir og sonur. Að minnsta kosti virtist mér það svo. Og þannig varð það.“ Frh. ! SPORTPEYSA Frh. af bls. 25. um megin við merkinguna, þar til 68(74)78 1 eru á og því næst í 4 hverri umf., þar til 72(80)88 eru á. Þegar ermin er 30(35)40 cm, er mynzturbekkur 4 prjónaður, því næst 1 umf. ljósgrá br. 4 umf. sl. Fellt af. Hin erm- in prjonuð eins. Kraginn: Fitjið upp 72 (76)80 1. með ljósgráu garni á prj. nr. 3 og prjónið 11 (11)12 cm brugðningu (1 sl., 1 br.). Fellt af með brugðn- ingu). Frágangur: Allt pressað á röngunni nema brugðningar. Merkið ermavíddina á bol- inn og saumið 2 stungur hlið við hlið. Klippið niður í bol- inn milli stunganna og saum- ið ermarnar í við brugðnu umf., notið 4 sl. umf., sem innafbrot. Saumið axla- saumana, gerið ráð fyrir hálsmáli. Varpið hringinn um hin tvöföldu hnappagöt. Saumið kragann við bakið, látið 2 cm ganga fram af hvoru megin og saumið þá við framstykkið. Saumið hnappana í kragann, þannig að þeir standist á við hnappa- götin. Pressið saumana. 36 FÁLKiNN KREDDIJR Framh. af bls. 23 að það sé örðugi’a nokkuð í Yorkshire, þar sem aldrei fest- ir fönn á sumrin. En kvöð er skylda og hana verður að fram- kvæma, hvað sem það kostar. Ekki er vitað, hvernig léns- maðurinn fer að inna þessa kvöð af hendi. Af öðrum kyndugum venj- um má nefna landskuld léns- mannsins í Sussex, en hann verður að gjalda drottning- unni eitt pund af svörtum pip- ar og eitt hundrað síldir. Þetta verður hann að borga fyrir sveitasetur sitt í Sussex, og fyrir lénið að bænum Yar- mouth. Ennfremur hafa menn goldið í landsskuld nagla í skip hennar hátignar, þrjú korn af hvítum pipar eða einn lauk, auk þess tekur lands- drottinn við allskonar vopn- um. Tvær þær kynlegustu land- skuldarvenjur, sem menn vita deili á, fara fram í október- mánuði í Lundúnum. Athöfnin gerist í bæjarþingi Lundúna. Við aðrá þeirra mætir borgar- lögmaður með fjalhögg og öxi eina mikla ásamt tveimur faðmaskíðum, sem hann klýf- ur í tvenna. Viðstaddur er fé- hirðir drottningar. En féhirð- irinn ávarpar þessa athöfn með orðunum: „Good Ser- vice“, og síðan tekur hann við vopnunum. Vopn þessi eru hinn góði hnífur og hinn illi, sem eru álitnir vera greiðsla fyrir eyðiland eitt, „The Moors“ í Shropshire. Hin erfðavenjan hefur verið haldin frá árinu 1235. Telur þá borg- arlögmaðurinn fram sex skeif- ur ásamt 31 skeifunagla, allar aldagamlar og réttir þær fé- hirði hennar hátignar sem gjald fyrir gamla eign í Lund- únaborg, sem áður fyrr hét „The Forge“ eða Smiðjan. Fé- hirðirinn tekur við greiðslunni og segir: „Good Number", eða það stendur heima. Þessi smiðja er ekki lengur til, en menn hafa þótzt vita, að hún hafi staðið á The Strand, þar sem nú er Tustralia House. Þess má að lokum geta, að skeifur þær, sem borgarlög- maðurinn réttir féhirðinum og naglarnir hafa verið varðveitt- ir í féhirzlu drottningar í fimm aldir og ætíð eru það sömu skeifurnar og náglarnir, sem notaðir eru við þessa há- tíðlegu athöfn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.