Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1961, Blaðsíða 32

Fálkinn - 01.11.1961, Blaðsíða 32
fall kemur sér afar illa á gisti- húsi, og þetta dauðsfall var þess eðlis, að í stað þess að hringja til lögreglunn- ar, hringdi læknirinn strax í stjórnar- ráðið og talaði þar við háttsettan em- bættismann. Á minna en klukkutíma komu tíu manns á gistihúsið. Sumir virt- ust vera gestir, aðrir verkamenn. Ef einhver hefði sett það á sig, hefði hann séð, að ýmsir innanstokksmunir voru fluttir burt. Dívan, rúm og nokkrir stól- ar var borið út á götu, og sett á vagn Ef maður hefði athugað herbergið vel, þá hefði sézt, að þar voru komin önnur húsgögn, sumir hefðu máske furðað sig á undarlegri lykt þarna inni, og ef mað- ur hefði spurt forstjórann, af hverju hún stafaði, mundi hann hafa svarað, að stúlkan hefði hellt niður lýsóli og það runnið niður á gólfdúkinn. Á einkaskrifstofu forstjórans mundi maður hafa hitt hann í ákafri viðræðu við hótelþjóninn, eina stúlku og bíl- stjóra, sem eftir mikla erfiðismuni hafði tekizt að ná í. Þau fengu öll álitlega fjárhæð fyrir að þegja. — Ég botna ekkert í þessu, sagði ég. — Þetta er allt saman ofar mínum skiln- ingi. — Jæja, sagði Chester, — þá skal ég skýra það fyrir yður með einu orði. -— Einu orði? — Já. Frú Farringham hafði verið á ferðalagi í Austurlöndum. Skiljið þér ekkert ennþá. — Þér eigið við ....? byrjaði ég. En hann greip fram í fyrir mér. — Svartidauði, sagði hann. — En ég skil ekki .... — Það er auðskilið. Haldið þér, að fólk muni hafa komið á heimssýninguna í París, ef það hefði frétzt, að svarti- dauði væri að stinga sér niður í borg- inni? Stjórninni var nauðugur einn kost- ur. Hún hélt því fram, að frú Farring- ham hefði alls ekki komið til Parísar. — Mér finnst þetta hræðilegt, taut- aði ég. — Mér finnst það líka. En við meg- um ekki gleyma, að það gerðist heims- sýningarárið .... SOAPY Frh. af bls. 17. — Þetta er regnhlíf in mín, sagði hann snúðugt. — Er það mögulegt, spurði Soapy og jók á syndabyrði sína með því að bæta við í kersknistón: — Af hverju hrópið þér þá ekki á lögregluna? Ég tók hana — regnhlífina yðar! Kallið á lögreglu- þjón! Þarna stendur einn uppi á horn- inu. Eigandi regnhlífarinnar hægði á sér. Soapy gerði eins, en það var eins og hann hefði það á tilfinningunni, að gæf- an mundi líka bregðast sér í þetta sinn. Lögregluþjónn horfði forvitnislega á þá báða. 32 FÁLKINN — Þér verðið að afsaka, sagði regn- hlífarmaðurinn, — þér vitið hvernig svona misgáningur getur komið fyrir .... ef þetta er regnhlífin yðar, þá vona ég að þér afsakið það .... ég fékk hana í misgripum fyrir mína á veitingahúsi í gærmorgun........ ef þér þekkið að þetta er yðar regnhlíf, þá .... — Auðvitað er það mín regnhlíf, sagði Soapy gramur. Regnhlífareigandinn fyrrverandi hypj- aði sig á braut. Lögregluþjónninn lenti í önnum við að hjálpa hárri og ljós- hærðri stúlku í samkvæmiskápu fram hjá sporvagninum og yfir þvera götuna, og þó var sporvagninn ekki nærri kom- inn til þeirra. Soapy reikaði austur næstu götu, sem var ófær af eintómum endurbótum. Hann þeytti í bræði sinni regnhlífinni ofan í eina gryfjuna í götunni. Hann hreytti ónotum í alla menn, sem voru með hjálma og kylfur. Nú þegar hann langaði til að ganga í greipar þeirra, virtust þeir álíta hann eins konar kóng, sem væri heilagur og friðhelgur. Loks barst Soapy út í eina götuna, þar sem ljósið og hávaðinn var ekki í eins góðu lagi og þar sem hann hafði verið. Síðan tók hann stefnuna á Madi- son Square, því að eðlisávísunin bendir alltaf heim á leið, jafnvel þó að heim- ilið sé ekki nema bekkur undir berum himni. En á sérstaklega hljóðu horni stað- næmdist Soapy. Þar stóð gömul kirkja, einkennileg og vansköpuð. í gegnum eina, fjólubláa rúðuna grillti í ljós, og undir því ljósi mundi eflaust organist- inn sitja og vera að æfa sig á lögun- um undir sunnudaginn, því að unaðs- legir ómar bárust til eyrna Soapys og negldu hann fastan, þarna sem hann stóð og hallaði sér upp að grindverkinu. Og tunglið bar yfir kirkjuþakið, bjart og lýsandi, — það var nálega engin hræða á götunni. Þrestirnir tístu syfjað- ir í greinunum og undir þakskegginu. Eins og á stóð, líktist umhverfið frem- ur kirkjustað uppi í sveit. Og lagið, sem organistinn lék, hélt Soapy tröllatökum, negldum við járngrindverkið, því að hann þekkti þetta lag svo vel frá þeim tímum, þegar hann átti foreldra og rósir og áhugamál og vini og hreinar hugs- anir og hreina flibba. Á einu andartaki varð Soapy gagntek- inn af þeirri hugsun, að leggja til at- lögu við núverandi örlög sín. Hann vildi komast upp úr skítnum og verða að manni aftur, hann ætlaði að sigra allt hið illa, sem hafði náð tökum á hon- um. Hann hafði tímann fyrir sér, hann var ungur enn. Hann ætlaði að vekja gamlan áhuga sinn af dvalanum aftur og keppa að takmarkinu án þess að hika. Þessir hátíðlegu og seiðandi orgel- tónar höfðu gert byltingu í sál hans. Á morgun skyldi hann fara niður í hafn- arhverfið og reyna að ná sér í vinnu. Skinnakaupmaður einn hafði einu sinni ekki alls fyrir löngu lofað að taka hann fyrir ökumann. Hann skyldi fara til hans á morgun og biðja hann um starfann. Hann skyldi þrátt fyrir allt, verða að manni áður en lyki. Hann skyldi .... Soapy fann hönd á öxlinni á sér. Hann snaraðist við og sá breiðleitt lögreglu- andlit fyrir framan sig. — Hvað eruð þér að gera hér? spurði lögregluþj ónninn. — Ekki neitt, sagði Soapy. — Þá er yður bezt að koma með mér, sagði lögregluþjónninn. ★ — Þriggja mánaða fangelsi, sagði full- trúinn í lögregluréttinum morguninn eftir .... Raiiði kötturinn Framh. af bls. 9. Stúlkan lá við hlið hans og þrýsti sér að honum. „Strjúktu yfir hárið á mér“, sagði hún. „Hvað var hann að segja?“ spurði hann. „Ekkert“ sagði hún, „ég spurði um fundinn í gær“. „Hvernig var með fundinn?“ spurði hann. „Það voru nokkrir teknir fastir“ sagði hún og talaði ofan í hold hans. Rödd hennar kom eins og úr fjarska. Hann sagði henni frá atvikinu þeg- ar Sigtryggur var tekinn fastur og að hann væri ókominn um borð. „Hann er útlendingur“ sagði hún úr fjarska. „Hvernig var með föður þinn?“ spurði hann. Hún svaraði ekki fyrr en hann hafði endurtekið spurninguna. „Þú sást hann“, sagði hún. „Vertu ekki að spyrja mig“. Hann bar saman litarháttinn á hör- undi þeirra. „Hver er Manúel?“ sagði hann. „Vertu ekki alltaf að spyrja mig“, sagði hún og augun skutu gneistum. Nú þekkti Gunnar stúlkuna aftur — hatr- ið blossaði fyrirvaralaust. „Ef ég lægi í sólbaði í nokkra daga, þá yrði ég eins og þú“, sagði hann. „Þið viljið endilega vera sólbrúnir — en fyrirlítið samt hörundsdökkt fólk“ sagði hún. „Við erum margslungnir", sagði hann. „Ef ég hefði svona augu, þá gæti ég gert allt sem mig langar til“ sagði hún. „Þú ættir að ferðast“, sagði hann. „Ef þú kæmir heim í mitt land þyrftir þú engu að kvíða. Ég sé það allt saman fyr ir mér — þeir mundu þjóta upp til handa og fóta“. „Ég þekki stúlku, sem hefur ferðazt svona“, sagði hún. „Hún segist hafa haft ágætt upp úr því. Hún talar ensku mjög vel“.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.