Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1961, Blaðsíða 34

Fálkinn - 01.11.1961, Blaðsíða 34
verið. Þannig eru þær. Er hún þar? Auðvitað er hún þar. Hvar annars stað- ar ætti hún svo sem að vera?“ Sjómaðurinn pírði augun út í sólskin- ið. „Helvítis tíkarsynirnir“, hvæsti hann milli samanbitinna tannanna. „Hvers vegna geta þeir ekki látið mína stúlku í friði?“ Hann spratt á fætur, en heilagur Antóníó horfði á æstan sjómanninn af sömu óbifanlegu alvizkuróseminni: ,,Það er margt lífið, þótt lifað sé, heilagur Antóníó!“ Að fengnum illum grun rauk sjó- maðurinn á dyr, skellti á eftir sér hurð- inni og tautaði fyrir munni sé: „Fyrst og fremst að lifa — fyrst og fremst að lifa“. Á ganginum mætti hann gömlu norn- inni með augnpírurnar langt inni í haus. Hún mælti og var undrandi á svipinn: ,,Er maðurinn að fara? Stúlkan bað mig að skila til mannsins að bíða eftir sér“. „Þegiðu kerling“, hreytti Gunnar út úr sér. „Það skulu aðrir en ég bíða eftir að hún komi heim uppstoppuð sunnan frá selheimum". „Almáttugur!“ hrópaði kerlingin upp yfir sig. Hún hörfaði frá þessum útlend- ingi í dauðans ofboði, greip hendinni fyrir vit sér og sagði: „Maðurinn, sem alltaf var svo einstaklegt prúðmenni“. „Prúðmenni“, hvæsti Gunnar. „Djöf- ullinn hirði öll prúðmenni. Segðu heldur rola. kerling. hiú er bágt að vera gömul og skorpin og klóra sinn harða hákarls- skráp.“ „Almáttugur!“ hrópaði kerlingin aft- ur, hörfaði lengra inn í ganginn og greip um vit sér á ný. „Er hún ekki austur frá hjá mellu- mömmunni?“ spurði Gunnar. „Svaraðu mér, ksrling“ Su Gamla kinkaði lítillega kolli, beið síðan ekki boðanna, en hvarf inn í myrkrið í húsinu. Sjómaðurinn skálmaði út á götuna. „Hvíti maður, gef mér dal“, sagði hlfstálpaður unglingur og rétti fram lófa. „Éttu það sem úti frýs“, sagði sjó- maðurinn. Unglingurinn starði á þennan reiða hvíta mann. Gunnar gekk hröðum skrefum út götuna. Svipur hans var mjög ein- beittur. „Svona átti það að enda“, hugsaði hann. „Hann átti að gera svo vel og bíða rólegur eftir þessu —- þessu. Þeir fyrst og hann svo, allra náðarsamlegast. Nei takk, Lena litla“. Hann var gerður' úr dálítið öðru efni. Rauði kötturinn — þessi Rauði köttur — hann skildi muna það nafn. Það var ágætt að muna það einmitt vegna þess að kettir eru aldrei rauðir. Hann rak sig á fólk og baðst ekki afsökunar — hann lét umferðina taka fullt tillit til sín. Hann var svo sem sanngjarn að eðlisfari, og þar lá hund- urinn einmitt grafinn. Það var verið að teygja þessa sanngirni hans lengra en hún náði. Hún talaði eins og aðrir sætu á svikráðum við hana — en hvar var svo heiðarleiki hennar sjálfrar! Var hann ekki þeim megin sem peninga er mest von? Það var lafhægt að stunda ólifnað og ásaka aðra, sem gerðu hið sama. Sjómaðurinn skálmaði inn á öld- urhús. Ellihrumur blendingur stóð innan við barborðið — hvítar hærur hans risu upp af höfðinu eins og ferhyrndur frostköggull. Sjómaðurinn heimtaði romm. „Kúba libre“. Blendingurinn rétti honum glas, sem hann tæmdi í einum teyg og skellti á borðið, svo það hrökk í ótal mola. Hann skar sig í fingur og heimtaði ann- að glas. Síðan drakk hann og blóð úr fingursárinu rann saman við rommið. „Eitt enn“, sagði sjómaðurinn. Gamli maðurinn horfði á útlending- inn með heimspekilegri ró. „Hvað kostar það?“ sagði sjómaður- inn. „Ekkert“ sagði gamli maðurinn og bandaði frá sér hendinni. „Heýrðu mig, gamli skröggur", sagði sjómaðurinn. Þegar ég spyr, hvað kostar það, þá vil ég fá því svarað Þið verðið öll í djöfuls nafni að lifa — er manni sagt“. Blendingurin leit á sjómanninn af sömu róseminni og áður og nefndi upp- hæð, sem sá síðarnefndi tíndi fram á borðið. Blendingurinn hellti í glas hans og sagði: „Þetta býð ég þér upp á“. Hann náði í annað glas og þeir stóðu þarna andspænis hvor öðrum við borðið og drukku hvor öðrum til. „Láttu mig binda um fingurinn", sagði blendingurinn. „Þetta er ekkert“ sagði sjómaðurinn. „Það ''læðir drjúgt“, sagði blend- ingurinn. „Það má blæða“, sagði sjómaðurinn. „Ég hef of mikið blóð hvort eð er“. „Þú ert ungur“, sagði öldungurinn og kímdi góðlátlega. Þessi gaml maður hafði góð áhrif á sjómanninn. Hann var orðinn rólegur og ljúfur sem lamb. Hann var mjög ná- lægt einhverri æðri opinberun eða sannleika — aðeins í seilingarfjarlægð. En í hvert sinn sem hann teygði sig, smaug þessi sannleikur ur greip hans. Samt þótti honum sem lausn ráðgát- unnar væri þarna, aðeins í seilingar- fjarlægð. Ef til vill var vínið tekið að svífa á hann. Hann veifaði leigubíl.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.