Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1961, Blaðsíða 27

Fálkinn - 01.11.1961, Blaðsíða 27
þrautar. Við urðum að ná í meira af bréfum, svo við lögð- um á ráð til þess. Og nú datt okkur nokkuð í hug: Wicklow fór aldrei í pósthúsið — ef til vill var gamla hesthúsið einka- pósthús hans. Við sendum eftir trúnaðarritara mínum — ungum Þjóðverja að nafni Stern, sem var fæddur spæjari — og skýrðum honum frá málinu, og sögðum honum að rann- saka það. Áður en klukkustund var liðin, barst okkur til- kynning um, að Wicklow væri aftur tekinn til við skriftir. Skömmu seinna barst okkur orð um, að hann hefði beðizt leyfis til að skreppa til borgarinnar. Hann var tafinn ofur- lítið, og á meðan flýtti Stern sér á undan honum og faldi sig í hesthúsinu. Brátt sá hann Wicklow koma inn, litast um og fela eitthvað undir skrani úti í horni, róla svo í hægðum sínum út. Stern náði í falda bréfið og færði okkur það. Á því var -hvorki yfir né undirskrift. í því var endurtekið það, sem við ’höfðum þegar lesið, síðan hélt það áfram: „Við álítum bezt að fresta aðgerðum, þar til liðs- flokkamir tveir eru farnir. Ég á við, þeir fjórir hér inni álita það; hef ekki haft samband við hina — óttast að vekja athygli. Ég segi fjórir, því við höfum misst tvo; þeir höfðu vart iátið skrá sig og komizt inn, þegar þeir voru sendir til vígðtöðvanna. Það verður alveg óhjákvœmilegt að fá tvo í þeirra stað. Þeir tveir, sem fóru, voru brœðumir frá Þjátíu- mílnahöfða. Ég hef afar mikilvœgar upplýsingar, en þori ekki að senda þær með þessari aðferð; mun reyna hana.“ „Þorparinn litli!“ sagði Webb, „hver hefði getað trúað því, að hann væri njósnari? Jæja, en sleppum því, látum okkur athuga hvernig málið stendur. í fyrsta lagi höfum við njósnara mitt á meðal okkar, og þekkjum hann; í öðru lagi höfum við aðra þrjá mitt á meðal okkar, og þekkjum þá ekki; í þriðja lagi, þessir njósnarar 'hafa komizt inn með því einfalda móti, að láta skrá sig í Sambandsherinn; í fjórða lagi eru aðstoðarnjósnarar ,,úti“ — tala óviss; í fimmta lagi, Wicklow hefur afar mikilvægar upplýsingar, sem hann þorir ekki að senda með „þessari aðferð“ — ætlar að reyna „hina“. Þannig stendur málið nú. Eigum við að taka Wicklow og láta hann játa? Eða eigum við að grípa þann, sem sækir bréfin í hesthúsið og láta hann tala? Eða eigum við að bíða og komast að meiru?“ Við ákváðum síðastnefndu aðferðina. Við sáum ekki brýna nauðsyn bera til að láta til skarar skríða, þar eð samsæris- mennirnir hugðust bíða, þar til þessir tveir riddaraliðsflokk- ar væru á burt. Við fólum Stern að gera sitt bezta til að komast að „hinni aðferð“ Wicklows. Við ákváðum að spila djarft og halda samsærismönnunum grunlausum eins lengi og mögulegt væri. Svo við skipuðum Stern að fara aftur i hesthúsið, og ef allt væri í lagi, fela bréfið þar aftur, svo samsærismenn gætu náð í það. Nóttin kom án þess fleira gerðist. Það var kalt og dimmt og hráslagalegt með stormi, en samt fór ég oft fram úr volgu rúminu og gekk hringferðir til að aðgæta sjálfur, hvort allt væri í lagi og hver varðmaður á sínum stað. Ég fann þá alla vel vakandi og aðgætna; bersýnilega 'hafði orðrómur komizt á kreik um yfirvofandi hættu, og tvöföldun varðanna hafði verið tekin sem staðfesting á þeim orðrómi. Eitt sinn, undir morgun, mætti ég Webb, sem barðist við storminn; hann hafði líka gengið nokkrar hringferðir um nóttina. Næsta dag gerðist ýmislegt. Wicklow skrifaði enn eitt bréf; Stern fór á undan honum í hesthúsið, sá hann fela bréfið, tók það jafnskjótt og hann var farinn, læddist svo út á eftir litla spæjararanum, í hæfilegri fjarlægð, ásamt borgara- klæddum leynilögreglumanni, því við álitum vissara að hafa lögin okkar megin. Wicklow labbaði til járnbrautarinnar og staldraði við, unz lestin kom frá New York, og virti andlit gestanna fyrir sér um leið, og þeir gengu út úr vögnunum. Brátt kom aldraður herramaður með græn gleraugu, haltr- andi við staf, stanzaði nálægt Wicklow og litaðist um, eins og hann ætti von á einhverjum. Eins og örskot þaut Wick- low til hans og þrýsti umslagi í lófa hans, hvarf síðan í mannþröngina. í næstu andrá hafði Stern hrifsað af honum bréfið, og um leið og hann flýtti sér fram hjá leynilögreglu- manninum, sagði hann: „Eltu gamla manninn, — misstu ekki sjónar á honum.“ Svo flýtti Stern sér til virkisins. Við sátum fyrir læstum dyrum og lögðum fyrir varðmann- inn, að leyfa engum að trufla okkur. Fyrst lásum við bréfið, sem fannst í hesthúsinu. Það var svona: Heilaga bandalagið, Fundið ívenjulegu byssunni, fœrir mœlir frá Meistaranum, skilin þar eftir síðastliðna nótt; þau viku til hliðar fyrirmælunum, sem áður hafa borizt frá undir- mönnum hans. Hef skilið eftir í byssunni bendingu um, að skipanimar hafi komizt í réttar hendur — Webb greip fram í: „Er ekki drengurinn undir stöðugu eftirliti nú?“ Ég sagði já; hann hafði verið undir ströngu eftirliti síðan fyrsta bréfið náðist. „Hvernig getur hann þá getað sett nokkuð inn í byssu- hlaup eða tekið nokkuð út úr því, án þess vart yrði við?“ „Ja,“ sagði ég, „mér lízt ekki rétt vel á það.“ „Mér ekki heldur,“ sagði Webb. „Það þýðir blátt áfram, að það eru samsærismenn meðal sjálfra varðmannanna. Án þeirra vitundar hefði það verið óframkvæmanlegt." Ég sendi eftir Rayburn og skipaði honum að rannsaka fall- byssurnar og tilkynna okkur, hvað hann fyndi. Síðan var lestri bréfsins haldið áfram: Nýju skipanimar eru skilyrðislausar og krefjast þess að MMMM verði FFFFF klukkan þrju nœsta morgun. Tvö hundruð munu koma, í smáhópum, með jámbraudum og á annan hátt, úr ýmsum áttum, og verða á ákvörðunarstað á réttum tíma. Ég œtla að útbýta merknu í dag. Allt virðist munu ganga að óskum, þó eitthvað hafi kvisazt, því varð- höld hafa verið tvöfölduð og foringjamir fóru eftirlitsferðir í nótt. W. W. kemur að sunnan í dag og fœr leynilega fyrir- skipanir — með hinni aðferðinni. Þið verðið allir sex að vera í 166 kl. nákvœmlega 2 f. h. Þið munuð finna B. B. þar, sem mun gefa ykkur nánari fyrirskipanir. Einkennisorð sama og síðast, aðeins umsnúið — fyrsta atkvœði síðast, og síðasta atkvœði fyrst. Munið xxx. Gleymið engu. Verið hugrakkir, áður en sól rís næst verðið þið hetjur, frœgð ykkar örugg. Þið munuð hafa aukið ódauðlegu blaði við söguna. AMEN. „Dauði og djöfull,“ sagði Webb, „nú fer að kárna gamanið, sýnist mér!“ Ég sagði, að enginn vafi léki á, að málið tæki að gerast ískyggilegt. Svo sagði ég: „Fífldjarft spil er í bígerð, það er augljóst. í nótt á slag- urinn að standa, — það er líka augljóst. Hvernig það á að ske — ég meina hvers eðlis það sé — er falið undir öllum þessum M-um og F-um og x-um, en markmiðið álít ég sé taka virkisins. Við verðum að grípa til skjótra og fastra að- gerða nú. Ég held við græðum ekkert á að hlífa Wicklow lengur. Við verðum að vita, eins fljótt og hægt er, hvax „166“ er, svo við getum gripið skálkana þar kl. 2 f. h., og án efa er fljótlegasta aðferðin til að komast að því sú, að neyða það upp úr piltinum. En fyrst af öllu, og áður en við höfumst nokkuð að, verðum við að leggja málið fyrir Her- málaráðuneytið og fara fram á óskorað vald.“ Dulmálssímskeyti var sent án tafar, (Framh.) „Ég gægðist gegnum skráar- gatið og sá hann vera að skrifa. Svo, þegar ég hélt hann um það bil búinn, ræskti ég mig og sá hann vöðla því saman og fleygja því í eldinn og gá í kringum sig.. FÁLKINN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.