Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1961, Blaðsíða 18

Fálkinn - 01.11.1961, Blaðsíða 18
Gamansaga eftir Doiiglas Pantoii Erföashráin Snemma í morgun dó Elsa í svefni af hjartaslagi. Það var kyrrt yfir láti hennar. í dag er þriðjudagur, -— hvers vegna þurfti hún að deyja á þriðjudegi? Á þriðjudags- og föstudagskvöldum borð- uðum við alltaf saman. Það voru mín kvöld með henni. Ég hafði alltaf hlakkað til þessara kvölda. Þau voru kyrrlát og friðsæl, og við snæddum góðan mat og renndum ljúfum veigum niður með matnum, — aldrei hraut okkur styggðaryrði af vör- um. Og nú var Elsa dáin. Og hún sem hafði verið svo ung, aðeins 45 ára. „Hún heldur sér vel,“ það vorum við félag- arnir allir sammála um. Við höfðum allir verið meira og minna hrifnir af Elsu, ég, Allan Stacey og Sam Lewis. Alan var bankabókari að atvinnu og hafði verið bezti vinur minn í fjölda mörg ár, en Sam var forríkur ullar- frakkaframleiðandi. I dag var þriðjudagur og ég hringdi í þá og bauð þeim í kvöldverð. Þeir höfðu þá þegar fengið fréttirnar. Agatha þjónustustúlka Elsu, hafði hringt í okk- ur alla þrjá, þegar hún var búin að hringja upp lækninn, og sagt okkur fréttirnar. Þeir voru eins sorgbitnir og ég. Hvað yrði um okkur, þegar fram liðu stundir? Alan hafði verið með henni á miðvikudags- og laugardagskvöldum, Sam á mánudags- og fimmtudagskvöld- um. Hvað mig snerti, hafði ég verið með henni á þriðjudags- og föstudags- kvöldum. Hin kvöldin hafði ég haldið mig í klúbbnum, síðan Betty sálaðist. Aldrei hafði lát einnar konu valdið því- líkri sorg. Elsa hafði verið okkar eina huggun í nálega tuttugu ár. Hver okk- ar hafði verið með henni tvö kvöld í viku. Og við borguðum hluta af húsa- leigu hennar og veittum henni hver 500 punda styrk til framfæris á ári. Allir voru ánægðir. En nú var Elsa dáin. Nú sátum við þrír yfir kaffibollun- um og sötruðum i okkur rótsterkt kaff- ið. Við sátum þarna, þrír einmana karlmenn. Við vorum svo sem ekkert gamlir enn þá. Yfir sextugt vorum við samt. Sam þjáðist af of háum blóðþrýst- ingi. Alan hafði andarteppu og ég var hjartveikur. Skyndilega sagði Sam upp úr eins manns hljóði: — Hún hlýtur að hafa látið eitthvað eftir sig. Hún hafði 500 punda styrk frá hverjum okk- ar í 12 ár samfleytt, auk þess borguð- um við mestan hluta húsaleigunnar. Mér þætti gaman að vita, hvað hún hefur skilið eftir. — Já, sagði Alan, og hver á að erfa það? Ríkisstjórnin? — Við skulum spyrja Burford, sagði ég. Hún var vön að leita ráða hjá þeim lögfræðingi. Það getur verið, að hann viti það. Við hringdum því í Burford mála- færslumann og hann sagði okkur, að auðvitað væri hann harmi sleginn yfir fráfalli frú Lamberts. Jú, hún hafði gert erfðaskrá. Nei, ekki gæti hann sagt okkur neitt um hana, fyrr en eftir jarð- arförina. Hins vegar vildi hann tala við okkur næstkomandi fimmtudag, klukkan þrjú. Svo að Elsa hafði gert erfðaskrá. Ef til vill hafði hún skipt eignum sínum jafnt niður á okkur þrjá. Alan var alltaf svo bjartsýnn: — Elsa var prýðisstúlka, svo var hún líka örlát. Sjáið þið bara til, sagði hann. Sam var nokkuð varkár og hygginn: — Maður getur aldrei reiknað út kon- ur, sagði hann. Það getur vel verið að hún hafi fleygt þessu öllu í hundskjaft. Ég lét ekkert álit í Ijós. ég áræddi það ekki, enda vissi ég alls ekki neitt um þetta mál. Elsa hafði leikið svo stórt hlutverk í lífi mínu, að mér datt aldrei í hug, að hún mundi deyja bráð- lega. Nú er komið fram á mánudag og enn er ég ekki búinn að jafna mig eftir þetta áfall. Þetta var ógurlegt fyrir mig. Hvernig gat slíkt komið fyrir? Á fimmtudag fórum við allir til herra Burford. Rödd hans var næstum því eins rám og hás og hljóð í ryksugu. Hann var ekkert nema kurteisin við okkur. — Hvers vegna hafið þið áhuga á erfðaskrá frú Lamberts? spurði hann. Já, hvers vegna hafið þér áhuga á henni? Við skýrðum frá því að við hefðum verið vinir hennar í mörg ár. En svo virtist, að Burford efaðist um það. Hann hafði greinilega aldrei heyrt á okkur minnzt. Þrátt fyrir allt gladdist ég í hjarta mínu yfir þessu. Elsa hafði alltaf verið svo dul. Að lokum lyktaði mál- unum þannig, að hann las erfðaskrána upp fyrir okkur. Einhvern veginn fannst mér það á honum, að hann væri feginn því, að ekki væri á neinn okkar minnzt í skjali þessu og þess vegna læsi hann það upp fyrir okkur. Og svo sátum við þarna, meðan hann las upp með vél- rænni röddu skjalið. Elsa hafði látið eftir sig 27105 sterlingspund, 6 shillinga og 9 pens í góðum veðskuldabréfum, auk þess hafði hún átt tvö hús í Balham. (Þetta var í fyrsta skipti sem við heyrðum nokkuð um, að hún hefði átt fasteignir). Fyrir utan þetta hafði hún líftryggt sig fyrir fimm þúsund pund, átti góð húsgögn og ýmsa eigulega muni, þar á með- al verðmæta skartgripi, gimsteina, gull- og silfur- muni. Reyndar voru það allt saman gjafir, sem við höfðum skenkt henni ein- hvern tíma. — Allar þessar eignir voru ánafn- aðar Giuseppe Aldini, Frh. bls. 22. 18 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.