Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1961, Blaðsíða 17

Fálkinn - 01.11.1961, Blaðsíða 17
inMM mmm^ jíy.S; Síi:-y /SV. :*s.v».sm-v.;*v.v»,-.. • W'M um þvei'götum, þegar honum óx svo kjarkur, að hann dirfðist að gera eina tilraun enn til að freista gæfunnar. Ung stúlka, skrambi löguleg og aðlaðandi að sjá, stóð fyrir framan búðarglugga og horfði með aðdáun á bolla og blekbyttur og fáeina metra frá stóð blóðþyrstur lög- regluþjónn. Stúlkan bar það með sér, að hún væri í tölu heldra fólks og þetta í sambandi við árvekni og skyldurækni lögregluþjónsins gaf Soayp beztu vonir um, að brátt tæki hinn þráði og þægi- legi armur laganna hann undir arminn og myndi tryggja honum tugthúsábúð þar til færi að vora. Soapy lagaði slifsið, sem heimatrú- boðsstúlkan hafði gefið honum, dró krumpaðar mansétturnar fram í dags- ljósið, setti hattinn á skakk og vatt sér að stúlkunni. Hann sendi henni augna- got, sagði humm, humm, ræskti sig, hóst- aði, sletti í góminn, blístraði og gleymdi yfirleitt engu af hinum óæðri viðkynn- ingarformála, sem strætaflagarar nota. Unga stúlkan flutti sig um ei.tt skref, en hélt svo áfram að skoða raksápubolla í glugganum. Soapy tók eftir að lögreglu- þjónninn gaf honum auga svo lítið bar á. Svo færði hann sig alveg að stúlkunni, tók í ’hattinn og sagði: — Góða kveldið, fröken. Langar yður ekki til að koma og leika við mig? Lögregluþjónninn horfði enn á þau. Unga stúlkan þurfti ekki annað en benda honum með litla fingrinum, og þá hefði Soapy verið kominn á rétta leið í höfn. Hann var farinn að finna ylinn í fanga- klefanum. En unga stúlkan sneri sér að honum, rétti út höndina og tók i jakkaerminu á Soapy. — Víst vil ég það, sagði hún bros- andi, — ef þú getur náð í flösku. Ég hefði verið búinn að tala við þig fyrir löngu, ef lögreglusnuðrarinn hefði ekki staðið þarna. Og með stelpuna hangandi utan í sér, labbaði Soapy burt, fram hjá lögreglu- þjóninum, yfirbugaður af harmi og þung- lyndi. Hann virtist vera dæmdur til þess að fara ekki í tugthúsið. Á næsta götuhorni hristi hann af sér stúlkuna og flýði eins og fætur toguðu. Hann staðnæmdist í þeim bæjarhluta, sem mest hefur að bjóða af léttúðugum götum, hjörtum, loforðum og vísum. Konur í loðkápum og karlar með upp- brettá frakkakraga stikuðu fram hjá og töluðu glaðlega saman í vetrarloftinu. Soapy datt allt einu í hug, að það væri ekki einleikið þetta með óhöppin, og hvort það hefði verið lagt á hann, að hann væri ónæmur fyrir fangelsum. Hann hrökk við, þegar hann gerði þessa uppgötvun, en nú sá hann þungbúinn lögregluþjón ganga fram hjá niður upp- lýsta götuna fyrir framan eitt leikhúsið, og datt nú í hug að reyna að gera upp- þot á götunni — það var eins konar þrautalending. Hann fór að hrópa og æpa, eins hátt og ryðguð raddböndin leyfðu og tala tóma dellu við sjálfan sig. Hann dansaði, vældi og truflaði á ann- an hátt umferðina. Lögregluþjónn sneri baki við Soapy og sagði við mann, sem gekk samhliða honum: — Þetta er víst einn af þessum Yale- stúdentum, sem eru að fagna sigrinum yfir Hartford College. Dálítið hávær, en meinlaus. Við höfum skipun um að blaka ekki við þeim. Soapy varð með sárum vonbrigðum að hætta þessum árangurslausu heræf- ingum sínum. Mundi lögregluþjónn aldr- ei taka í öxlina á honum framar? Fang- elsið var honum nú eins og lokað ævin- týraland. Hann hneppti að sér þunnum jakkanum, því að kuldinn var napur. Inni í vindlabúð einni sá hann mann vera að kveikja sér í vindli á rafkveikj- aranum. Hann hafði sett regnhlífina frá sér í skotið við dyrnar. Soapy fór inn í búðina, tók regnhlífina og læddist út, en flýtti sér ekkert. Maðurinn með vindilinn kom fljótlega á eftir honum. Frh. á bls. 32 FALKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.