Fálkinn - 01.11.1961, Blaðsíða 21
kraninn er þungur, 'hvenær hann var
byggður og hvaða verkfræðingur teikn-
aði hann og reisti?“
„Nei, ekki veit ég hvað þungur hann
er í tonnum. Maður er ekkert að spekú-
lera í því. Annars held ég, að hann hafi
verið reistur árið 1927 og Titanfélagð
reisti hann. Maður er bara með hugann
við starfið, reynir að halda réttri línu
og stöðva kranann á réttu augnabliki,
svo að hann renni ekki út af og í höfn-
ina.“
„Ertu stundum hræddur um það?“
„Nei, nei, ég segi bara svona. Það er
sáralítil hætta á að slíkt komi fyrir,
því að fremst á rennibrautinni eru járn-
bitar, sem eiga að stöðva kranann.“
Allt í einu stöðvast kraninn við pall-
inn, og út úr stígur Reynir Kratsch,
en hann hefur verið kranastjóri þarna
síðan 1940.
„Viljið þið ekki fara með okkur eina
ferð, svo að þið getið lýst öllu sem rétt-
ast, sem fyrir augun ber. En það fer
ekki nema einn í einu.“
Svo stigum við inn. Þetta er fremur
lítill klefi. Og inn í honum eru tvö
voldug spil, sem snúa upp á togvírinn
og slaka á, þegar þörf krefur. Auk þessa
er fjöldinn allur af járnstöngum, sem við
kunnum engin skil á. Og nú fer kraninn
af stað með ógurlegum hávaða. Það ískr-
ar í hverju hjóli, togvírinn slaknar og
líður hægt niður í lest skipsins við bakk-
ann. Maður horfir þarna beint niður,
niður í lest skipsins og mennirnir eru ör-
smáir og rotinpúrulegir svona langt
niðri. Maður nokkur veifar hendi til að
láta Martein sjá að allt sé til. Og svo
er híft. ,
Síðan svífum við þarna í lausu lofti,
ef svo má að orði kveða. Það hvín ó-
hugnanlega í togvírunum, sem vindast
upp á spilin. Marteinn hleypir svo hlass-
inu niður, tekur í stöng eina mikla og
við rennum til baka á fljúgandi ferð.
„Þetta er allt í þessu fina segir hann,
bara að halda sér fast.“ Allt í einu stöðv-
ar hann ferðina og við stígum út á pall-
inn eins og sjóveikir. Kraninn er aftur
farinn af stað og allt leikur á reiðiskjálfi
og í þessum hristingi tökum við Reyni
Kratsch tali.
„Eg byrjaði á þessu starfi, við skul-
um nú sjá. Hvenær kom Bretinn hing-
að? Já, 10. maí 1940. Ég fór að vinna
við kranann í júní sama ár. Það var
geysilega mikið að gera, sífelldur kola-
mokstur allan daginn. Bretinn er svo
mikið fyrir kol og kolaryk eins og þið
sjálfsagt vitið. Þetta var þrældómur, að
hristast svona allan guðslangan daginn í
krananum, það var bókstaflega aldrei
stopp. Nei, aldrei komið fyrir slys, þeg-
ar ég hef verið með hann. En fyrir mína
tíð á krananum varð einu sinni dauða-
slys. Á tímabili komu kolin hingað í
svo stórum molum, að það þurfti að
hafa sérstaka menn í lestunum til þess
að hrinda þeim niður í skófluna, því að
það myndaðist stallur í lestunum, sem
skóflan vann ekki á. Ég geri ráð fyrir,
að maðurinn hafi dottið niður með grjót-
MARTEINN OG REYNIR KRATSCH
inu og þess vegna hafi kranamaðurinn
ekki séð hann. Lítið þið bara á skófluna
þarna niðri, það þarf ekki nema hún
rétt komi við manninn, þá klippir hún
hann þegar í sundur.“
„Hefur kraninn nokkurn tíma stanz-
að á miðri leið, þannig að þú hafir orð-
ið fastur á miðri leið og ekki mátt þig
hreyfa?“
„Nei, ekki hefur það komið fyrir
ennþá, enda höfum við hérna varastöð,
ef rafmagnið fer. Henni var komið upp
á stríðsárunum, þegar kraninn stoppað-
ist alltaf vegna rafmagnsleysis milli tíu
og tólf. Kerlingarnar voru að elda mat-
inn og spennan rétt hafði við að koma
suðunni upp á grautnum. Nei, ég hef
aldrei lofthræddur verið. En þið hefð-
uð átt að sjá strákaumingjana frá Héðni,
þeir komu hingað til að gera við. Þeir
gerðu nú reyndar ekki annað fyrsta dag-
inn en að verjast falli og gæta þess
að halda sér. Þið hefðuð átt að sjá stráka-
greyin. Þeir voru alveg að farast úr
lofthræðslu og svo spurðu þeir okkur
hvort við fengjum ekki ákveðna áhættu-
— lofthræðslan hvarf fljótlega.
þóknun fyrir hvern metra eins og mál-
ararnir.”
„Einhver var að hvísla því að okkur,
að læti mikil hefðu orðið út af bygg-
ingu kolakranans. Er það satt?“
„Blessaðir verið þið, það eru alltaf
læti út af einhverju nýju. Þeir héldu
nefnilega, aumingja karlarnir, að þeir
misstu vinnuna, þegar kolakraninn
kæmi og tæki til starfa. Þannig var
það líka, þegar höfnin kom, þá héldu
karlarnir að þeir misstu vinnuna, en
allt kom fyrir ekki. Og vinnan gekk
sinn vanagang.“
„Og það er alltaf jafn notalegt, að
vera svona hátt uppi?“
„Já, að minnsta kosti er það ekkert
óþægilegt, þegar maður fer að venjast
því, en tækin eru gömul og nokkuð
erfitt að eiga við þau, sérstaklega að
vetrinum, þegar járnstengurnar eru
kaldar og votar. En spyrjið bara vöru-
bílstjóra, hvernig þeim þætti, að vera
á gamla Ford frá árinu 1927 og þurfa
að skipta „high and low“.
Frh. á bls. 37.
FALKINN
21