Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1961, Blaðsíða 33

Fálkinn - 01.11.1961, Blaðsíða 33
„Það yrði áreiðanlega tekið vel á móti þér“, sagði hann. „Mundir þú taka á móti mér“, sagði hún. „Ef ég væri heima“, sagði hann. „Segðu mér frá landinu þínu“, sagði hún. „Það er ekkert að segja“, sagði hann. „Strönd og fjöll, gras og mold og grjót — bara land“. „Þú segir ekki vel frá“, sagði hún. ,,Ég veit ekki hvað þú ert. Kannski ertu ekki neitt — bara fallegur og hef- ur átt góða foreldra“. „Kannski“, sagði hann. „Ég segi ekki vel frá“, sagði hún, „svo tala ég ekki nógu vel ensku“. „Það er betra“ sagði hann. „Þú getur talað spönsku. Þú ert ekki komin til að tala ensku. Þú ert komin til að dansa haitískan dans. Þar býr hvítt fólk, sem mundi hampa þér, einmitt vegna þess að þú ert ekki hvít og talar spönsku en ekki ensku. Svona getur hvítt fólk verið margslungið“. „Ég þarf að vita, hvar landið þitt er“, sagði hún. „Ég skal sýna þér það næst þegar ég hitti þig“. „Hvenær ætlar þú að hitta mig?“ sagði hún. ,,Á morgun eftir hádegi“; sagði hann. „Ég á vakt frá hádegi í dag og þangað til“. „Við getum farið á baðströndina“, sagði hún og tók að naga hold hans. „Þú skalt koma hingað“ sagði hún. „Ekki á Rauða köttinn“. „Verður þú á Rauða kettinum“, sagði hann. „Ekki þegar þú kemur“, sagði hún. „Það er ánægjulegt að heyra“ sagði hann. „Þú skilur þetta ekki“, sagði hún. „Horfðu í kringum þig í Havana. Hvers vegna horfir þú ekki í kringum þig?“ Hún leit í augu hans og brosti að skiln- ingsleysi hans Eitthvað var að læðast að þeim. Nasa vængir hennar titruðu. Þannig titraði hún oft. Fyrst leit hún á hann stork- andi, svo tóku nasavængir hennar að titra og hvítar, reglulegar tennurnar komu í Ijós. Það glóði á þær eins og stál í sólskininu. Gluggahlerarnir voru fyrir gluggan- um á herbergi Lenu. Kaupmaðurinn hennar í búðarholunni á móti seildist bak við eyrað, tók stóra rauða blýantinn og fór að reikna með hátíðlegan alvöru- svip á andlitinu. Lena var ekki heima. Hann hratt upp gluggahlerunum og sett ist í kistuna, eins og hún hafði gert fyrsta morguninn, sem þau áttu saman. Hún hafði lofað að taka vel á móti hon- um í þetta sinn, en það leit út fyrir. að hann yrði að bíða eins og fyrri daginn. Skyndilega læddist að honum grænleit grunsemd. Honum varð litið á alvizku- lega ásjónu heilags Antóníós í skraut- lega glerrammanum. „Heilagur Antóníó — getur það verið? Auðvitað getur það NÝiUNG SEM GERIR AFRITUN AUÐYELDARI EN ÁÐUR ]/eri£sLX > AFRITARINN SPARAR TÍMA, VINNU OG PENINGA Verzlun Hans Petersen h.f. SlMI 13-2-13 Tvær tegundir fyrirliggjandi: Yerifax Bantam kr. 6.297.00 Verifax Signet — 9.913.00 ★ VERIFAX-tækið gefur afritað upp í 21,6X35,6 cm. VERIFAX-tækið skilar afritunum þurrum á auga- bragði, með sáralitlum kostnaði. ★ VERIFAX-tækið er búið til af KODAK, svo að ekki þarf að efast um gæði þess. ★ f hinu nýja VERIFAX-tæki getið þér afritað bréf og fleira í öllum venjulegum stærðum. FÁLKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.