Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1961, Blaðsíða 5

Fálkinn - 01.11.1961, Blaðsíða 5
eóóarl víkiA Árið 1793 neyddist þingið í París að setja hámarksverð á allar nauðsynjavörur pg setja strangar refsingar við því að menn geymdu vöruna og hækkuðu á þeim tímum, þeg- ar hún steig mest í verði. — Þetta hafði nefnilega haft óg- urlega ókyrrð í för með sér. Þess vegna hafði byltingarfor- inginn Marat staðið fyrir þess- ari tilskipan, enda hafði það ætíð verið hans skoðun, að al- múganum liði sem bezt og hann þyldi ekki hungur. ★ Árið 1894 ruddist prússneski hershöfðinginn, Wrangel inn í Berlín ásamt hersveitum sín- um. Lét hann þegar út ganga, að borgin væri umsetin af her- mönnum hans. Enn fremur hindraði hann, að þingið kæmi saman. Með þessum aðgjörð- um var lokið þeirri byltingu, sem frjálslynd öfl höfðu stað- ið fyrir. Nú voru það höfð- ingjarnir og herinn, sem hafði völdin. Flutti því þingið til Brandenborgar um skeið, en leystist síðan algerlega upp. ★ Ætluðu erfingjar hans svo að skipta reitunum að honum lif- andi. Ziem kærði til yfirvald- anna og var honum sagt þar, að það tæki of langan tíma að sanna, að ’hann væri á lífi, en hann skyldi bara búa til nýja erfðaskrá honum sjálf- um í hag. Þannig erfði Ziem sjálfan sig og lifði góðu lífi, þau þrjú ár, sem hann átti eftir ólifað. ★ Skjaldarmerki borgarinnar Túbingen í Þýzkalandi á merkilega sögu. Það er minn- ismerki um gamalt réttar- morð. Árið 1492 var fátækur bakarasveinn, sem flakkaði um, tekinn fastur og ákærður fyrir morð á félaga sínum. Enda þótt fanginn héldi fast fram sakleysi sínu, var 'hann dæmdur til dauða. Var hann síðan tekinn af lífi á ‘hjólinu, hinu illræmda píningar- og líf- látstæki miðaldanna. Skömmu seinna birtist hinn myrti ljós- lifandi og var óttasleginn yfir réttarfari borgarinnar og tilkynnti keisaranum Maxmill- an I. þetta. En hann hafði skjótar hendur þar á, refsaði dómurunum fyrir fljótfærni og fyrirskipaði, að gert yrði merki úr bronsi af hinum fá- tæka bakarasveini- á píningar- hjólinu og yrði það síðan skjaldarmerki borgarinnar, sem það og hefur verið. ★ Felix Ziem, sem uppi var a árunum 1821 til 1911, var kunnur málari á sinni tíð. — Hann bjó í Feneyjum á báti nokkrum, þar sem hann hafði vinnustofu sína. Hann varð brátt frægur fyrir myndir sín- ar, hinar fíngerðu landslags- myndir frá Feneyjum og ná- grenni. Hann fluttist til París- ar á efri árum og bjó þar líkt og einsetumaður. En þegar hann var 87 ára gamall, var hann tilkynntur dauður og dánarvottorð hans lagt fram. Sveinbjörn Beinteinsson heitir skáld eitt. Er hann sér- fræðingur í rímuðum kveð- skap og yrkir í hefðbundnum stíl. Sveinbjörn gaf út, 1957 ljóðabókina Vandkvæði. Og leyfum við okkur að birta hér nokkrar vísur úr þeirri bók. Orðið. í upphafi var orðið og orðið var hjá þér; hvað af því hefur orðið er óljóst fyrir mér. Menn deila oft um það, hver sé heill heilsu andlega og hver sé ekki. Einhverju sinni átti að útskrifa sjúkling frá Kleppi, sem lengi hafði kvalizt af annarlegum sálarflækjum. Honum hafði farið vel fram um hríð og höfðu lœknar séð, að ekki var ástæða til þess að halda hon- um þar lengur. Gengu því einn tlœknirinn og þessi sjúklingur út í spítalagarðinn til reynslu. Sér sjúklingurinn, að dúfa kemur fljúgandi, hvít og yndisleg eins og dúfur Stalíns. Skríður hann þá undir bekk í garðinum. — Hvað er þetta, maður? segir læknirinn. •— Við vitum öll hér, að þú ert ekki ormur lengur. — Já, en heldurðu, að fuþlinn viti það, svar- aði sjúklingurinn. Þing. Fólkið málugt metur hér meira prjál en arðinn; reytt var kálið, arfinn er einn um sálargarðinn. Samlíf. Þótt ég færi vítt um veg var ég þér alltaf nærri; hvar sem þú ert þar er ég þó ég verði fjarri. Vísa. Það er lengi vegavon á villu- heiðum, meðan helgum árdagseiðum enn er fylgt á kvöldsins leiðum. Sumarljóð. Veðurbarinn á villuslóð vandkvæði mín ég yrki. Gaddur og hríð úr gildum gjóð greiða mér sína styrki. ★ \Jeí óafft Frakkland er gift þessari öld. De Gaulle. Þegar ég les bækur eftir höfunda eins og Tolstoy, verð- ur mér ljóst, hve lítilfjörlegur rithöfundur ég er sjálf. Francoise Sagan. Öryggið er fyrir öllu. Eitt sinn kom Englendingur inn í danska járnbrautarlest og ætl- aði hann að setjast niður í klefa nokkurn., þar sem ung og lagleg stúlka sat. Englend- ingurinn horfði á hana hvasst og spurði stuttaralega: „Vilj- ið þér giftast mér?“ ,,Nei,“ sagði stúlkan ákveð- ið. „Allright, þá getum við orð- ið samferða.“ DDNNI í Björgvin er öldur- hús, sem kal’að er krossgátuhúsið. Þar fara menn lóðréttir inn, en láréttir út. □E HEYRT 1« :

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.