Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1961, Side 10

Fálkinn - 01.11.1961, Side 10
John Chester hefði aldrei átt að verða stjórnmálamaður. Ég er sannfærður um, að hann hefði orðið ágætur skáldsagna- höfundur og sögurnar hans hefðu áreið- anlega runnið út. En í stað þess að gera það, hafði hann nú setið á þingi í tvö ár. John Chester var hermannlegur í framgöngu. Hann líktist marskálki með hvíta yfirskeggið og beina bakið. Hann þekkir alla, er alls staðar og á fleiri kunningja en flestir aðrir. Hann er þann- ig, að jafnvel dulustu menn gera hann að trúnaðarmanni sínum. Fyrir viku snæddi ég miðdegisverð með honum í einu fínasta veitingahúsi borgarinnar. Kunnur fyrrverandi for- sætisráðherra sat við næsta borð. Ches- ter hafði verið óvenjulega þögull, og ég fór að halda, að hann væri í slæmu skapi. En þegar ráðherrann stóð upp og fór, brosti Chester og sagði: — Þarna fór merkilegasti maðurinn á öllu Englandi. — Já, ég veit það. — Það er sérstök gáfa hjá honum að geta ráðið gátur, sem enginn annar botnar í. Það var hann, sem réð Farring- ham-gátuna. Og samt .... Chester þagnaði og horfði á mig, eins og ég væri að trufla hann. — Af og til, hélt hann áfram fast og bítandi og sneri skeggið, — er ég að velta því fyrir mér, hvort hann viti ekki meira um það mál, en hann vera lætur. Sem forsætisráðherra ætti hann að gera það. Hann var nefnilega for- sætisráðherra, þegar það gerðist. — Þér gerið mig forvitinn, sagði ég. Chester tæmdi glasið. — Þér hafið þá aldrei 'heyrt um Far- ringham-málið? Nei, það er ekki að furða. Það eru um þrjátíu ár síðan. Ég kveikti mér í vindli og bjó mig undir að heyra eina af mörgum kyn- legum sögum, sem Chester var meist- ari í að segja. — Frú Farringham var falleg ekkja, hóf hann máls. Hún var sólgin í að ferðast. Hún var rík og ferðaðist úr einu landinu í annað, eins og aðrir fara milii klúbba. Hún hafði aldrei vinnustúlku með sér, en dóttir hennar, sem ávallt var með henni, gerði allt til að vera henni til aðstoðar. Ég hitti þær einu sinni í Firenze. Dóttirin mun hafa verið um tvítugt, en frú Farringham um fert- ugt, þó að 'hún væri ekki stórum elli- legri en dóttirin. Hún var með ítölsk- um prinsi, sem annað 'hvort mun hafa átt að verða maðurinn hennar eða tengdasonur. Ég botnaði ekki í hvernig því var varið og vildi auðvitað ekki spyrja um það. Hún bauð mér að koma heim til sín, þegar hún kæmi til London. Ég hafði hugsað mér að þiggja þetta boð, þegar ég kæmi heim, en nú skul- uð þér heyra, hvers vegna ég fékk ekki tækifæri til þess. Þetta gerðist árið, sem sýningin var í París, 1900. Farringhams- mæðgurnar höfðu verið á ferðalagi um Rússland og Tyrkland. Þær höfðu dval- izt viku í Istambul og ætluðu sér það- 10 FÁLKINN an til Asíu, en það fór allt út um þúf- ur, því að frú Farringham fékk allt í einu þá flugu í höfuðið, að fara heim og kaupa nýja gólfdúka í stofurnar sín- ar í London. Mæðgurnar fóru til Thomas Cook, sem skýrði fyrir þeim, hvernig þær ættu að komast heim á þægilegastan og fljót- astan hátt. Hann ráðlagði þeim að staldra við tvo daga í París. Sýningin hafði sem sagt verið nýlega opnuð. Ég held, að frú Farringham hafi ekki kært sig neitt um þessa sýningu, en dóttir hennar var hrifin af ráðleggingunni og það varð úr, að þær skyldu dveljast einn sólarhring í París. Þremur dögum síðar óku þær inn á járnbrautarstöðina í París. Klukkan var átta að kvöldi. Þær höfðu snætt mið- degisverð í lestinni. Þær fengu sér bíl og bílstjórinn náði í flutninginn, þrjú koffort og græna handtösku, sem hann setti ofan á bílinn. En áður en hann ók af stað, tók hann grænu töskuna ofan af aftur og setti hana fram í við hliðina á sér. Hann mun hafa verið hræddur um að hún dytti af á leiðinni. Þegar þær komu á eitt af stóru gisti- húsunum, — ég man ekki lengur hvað það hét — báðu þær um tvö samliggj- andi herbergi. Hótelstjórinn hristi höfuðið. — París er full af sýningargestum, sagði hann. — Mér er ómögulegt að útvega tvö herbergi saman. En ef fruin vill gera sér að góðu herbergi á fjórðu hæð og ungfrúin annað á fimmtu, þá skulum við láta fara eins vel um yður og unnt er. Öll framkoma hans lýsti þvít að vegna þess hve frúin var lagleg vildi hann gera allt, sem í hans valdi stóð til að þóknast henni. Mæðgurnar gengu að þessu og rituðu nöfn sín í gestabókina. Hótelþjónn annaðist um koffortin og stúlka fylgdi mæðgunum til herbergjanna. Herbergi frú Farring- ham var ekki stórt, en þægilegt og vist- legt. Herbergi dótturinnar var beint uppi yfir. Hótelþjónninn flutti tvö koffortin upp á herbergi dótturinnar, en setti eitt stóra koffortið og grænu töskuna inn í her- bergi frú Farringham, eins og hann hafði verið beðinn um. Hann fékk þjór- fé sitt og fór. Stúlkan fór líka út og mæðgurnar sátu einar eftir. Ungfrú Farringham sat um stund hjá móður sinni og hjálpaði henni að taka upp úr koffortinu. En hún var þreytt og hafði orð á því að fara að hátta. — Svona snemma? sagði móður henn- ar. — Klukkan er ekki orðin níu! — Jæja, sagði stúlkan. — Ég ætla þá að leggja mig svo sem hálftíma og svo kem ég niður til þín aftur. Og svo fór hún upp í herbergi sitt á fimmtu hæð. Hún var ósköp syfjuð. Maður hlýtur að vera syfjaður eftir að hafa ferðazt tvo sólarhringa viðstöðulaust án þess að hvílast. Hún lagðist í rúmið í öllum fötunum og var steinsofnuð eftir tvær mínútur. Chester tók sér málhvíld og hellti í glasið sitt. — Ósköp venjuleg saga, finnst yður ekki? sagði hann. Ég brosti. — Ef ég þekki yður rétt, þá fer hún að verða spennandi, svaraði ég. — Klukkuna vantaði tíu mínútur í tólf, þegar unga stúlkan vaknaði aftur, hélt hann áfram. Hún fór niður á fjórðu hæð og drap á dyrnar hjá móður sinni. En það kom ekkert svar. Hún opnaði hurðina og fór inn. Það var dimmt í herberginu og hún kveikti. Rúmið var ósnert og leit út fyrir að herbergið hefði verið búið undir að nýr gestur kæmi þangað. Hún hélt fyrst, að hún hefði farið inn í skakkt herbergi og fór fram á ganginn. En öðrum megin við dyr tóma herbergisins var baðklefi, en við dyrnar hinum megin stóðu karl- mannsstígvel. Hún þóttist líka viss um, að hún hefði munað númerið rétt. Hún hringdi á stúlkuna. — Ég hef víst villzt, sagði hún. — Ég hélt að þetta væri herbergi móður minnar. Þetta er fjórða hæð, er ekki svo? Stúlkan horfði undrandi á hana. — Jú, þetta er fjórða hæð, en hvað eigið þér við? Það var enginn með yð- ur, þegar þér komuð á hótelið. Þér vor- uð alein! John Chester horfði á mig yfir borðið

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.