Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1961, Blaðsíða 31

Fálkinn - 01.11.1961, Blaðsíða 31
Kæri Astró, Mig langar til að vita það helzta um framtíðina. Ég hef mikið verið með strák, sem fæddur er 1942, en nú er allf búið okkar á milli, heldurðu að nokkuð eigi eftir að verða áfram milil okkar? Hef verið með mörgum öðrum en fáum nokkuð að ráði. Hvenær giftist ég og eign- ast fyrsta barnið? Hef ekki unnið mikið utan heimilis. Hvernig er skapgerð mín? Vona að þetta birtist, sem fyrst. Vinsamlega sleppið öll- um fæðingardögum og ártöl- um. Heddý. Svar til Heddý. Þú fæddist þegar sólin var 28° 50’ í merki Hrútsins. Helztu einkenni þessa merk- is er framagirni þeirra sem þar eru fæddir. Þeir hafa hæfileika sem yfirmenn, verkstjórar og leiðandi menn í þeirri starfs- grein, sem hæfileikar þeirra kunna að njóta sín bezt í. Þeir eru ávallt reiðubúnir til atlögu við hvað sem er og eru afar kjarkmiklir, því andi barátt- unnar er yfirgnæfandi í þeim. Þess vegna er Hrútsmerkið mjög áberandi í stjörnukort- um atvinnuhermanna og hers- höfðingja. í slíkum tilfellum tekur þessi mikla drif- og leið- togaorka á sig mynd eyði- leggjandans í stað þess að beina orkunni inn á skapandi og uppbyggjandi brautir. í þínu tilfelli lendir sólin í sjötta húsi, sem er hús heilsu- farsins og starfsins. Það verð- ur því nokkuð áberandi hjá þér að þú hafir mikinn metn- að til mikila afkasta og villt gera mikið, einnig hefurðu óþarfa áhyggjur út af heilsu- farinu, þráft fyrir að allt slíkt sé í fínasta lagi. Þú hefur einnig mikinn áhuga á öllu sem að lækningum lýtur og lest flest sem þú nærð í þar að lútandi. Einnig hefurðu mikla samúð með hinum vinnandi stéttum. Athyglis- vert er einnig í korti þínu staða Mánans í þriðja húsi í merki Fiskanna, sem merkir að þér þyki mjög gaman að fara í stuttar sjóferðir og lesa ævintýri um sjóinn og það sem gerist á sjónum. Það er einnig mjög líklegt eftir þess- ari stöðu að þú hafir starfað meir eða minna við fisk- vinnslu. Hið nístandi merki er sporðdrekinn, sem gerir þig staðfasta og trygga þeim málsstað sem þú á annað borð aðhyllist. Þú lætur ekkert hálf gert annað hvort allt eða ekkert er sterkt einkenni þitt. Fólk með þín skapeinkenni vil ekkert hálfkák á hlutun- um. Ég læt hér staðar numið hvað skapgerðareinkenni þín áhrærir og vil að lokum drepa nokkuð á hið helzta í framtíðinni hjá þér. Ástamálin: Afstöðurnar sýna að þú átt ekki meira sameiginlegt með þessum pilti, sem þú ræddir um í bréfi þínu, en þegar þú ert nítján ára verðurðu í nánu sambandi við góðan pilt, en samt sem áður eigið þið ekki gæfu til að bera til að ná saman. enda held ég að það sé ekki ráðlegt, því hætt er við að upp úr því slitni tiltölu- lega fljótt. Hins vegar er 24. aldursár þitt mjög heppilegt hvað ástamálin áhrærir. Það ár verður þér heillaríkast til giftingar. Síðari hluti 30. ald- ursárs þíns og fyrri hluti þess 31. er undir nokkuð erfiðum áhrifum hvað ástamálin á- hrærir og efnahag einnig. Þú ættir því að fara varlega í þeim sökum það tímabil og fremur að gefa eftir þó það sé algjörlega andstætt eðli þínu heldur en að berjast til streitu, slíkt getur haft ófyr- irsjáanlega slæmar afleiðing- ar undir slíkum afstöðum. Heilsufarið er undir góðum áhrifum næstu árin, en þegar þú ert 36 ára verðurðu að fara varlega með þig og hætt er við ofþreytu og sjúkdóm- um út frá þvi. Þegar þú ert þrjátíu og fjögurra ára muntu fara í mjög langa sjóferð að öllum líkindum til útlanda og þegar þú ert nítján ára muntu hugsa mjög mikið um að fara í langt ferðalag með flugvél, en ég ráðlegg þér að gera það ekki því afleiðingarnar munu ekki verða þér til ánægju. Hvað börn áhrærir þá eru allar líkur til að þú verðir frjósöm hvað það snertir og að börnin láti ekki standa á sér þegar þú hefur gift þig. HERBERGI Frh. af bls. 11 an átta og þér voruð ein. Ég ók yður hingað og þér höfðuð tvö koffort með yður. — Munið þér ekki, þegar þér fluttuð grænu töskuna um leið og þér voruð að leggja af stað? Þér hafið víst haldið að hún mundi ekki tolla á þakinu. Þér settuð hana við hliðina á yður. Ó, þér hljótið að muna eftir þessu! En bílstjórinn mundi það alls ekki. — Það var engin græn taska, sagði hann. — Ég man vel, að flutningurinn var tvö koffort. Ég man líka, að ég þótt- ist vita að ungfrúin væri ensk eða am- erísk, fyrst hún ferðaðist ein. Ungfrú Farringham sat kyrr um stund og starði fram undan sér. Svo hné hún niður meðvitundarlaus. Hún var lögð upp í rúm og henni lofað að senda skeyti til Englands. Dag- inn eftir fór hún. Á Charing Cross stöð- inni tóku kunningjar hennar á móti henni og urðu jafn undrandi yfir tíð- indunum og hún sjálf hafði orðið. Og sama kvöldið varð hún hættulega veik. Heilabólga. — En móðirin? spurði ég. — Móðirin? Hún hefur ekki gert vart við sig síðan .... Nú var Chester kallaður í símann og ég varð að bíða eftir framhaldinu. Ég þóttist sannfærður um, að sögunni væri ekki lokið. — Ég kem eftir tíu mínútur, sagði Chester. — Nú getið þér reynt að ráða gátuna á meðan. Ráðherrann hafði ein- mitt tíu mínútur til að leysa hana. Auðvitað gat ég ekki ráðið neitt, og þegar Chester kom aftur, var ég fullur eftirvæntingar. Hann settist og kveikti sér í sígarettu. Loks hélt hann áfram. — Ég hef oft brotið heilann um, hvers vegna frú Farringham fór allt í einu að hugsa um að kaupa nýja gólfdúka í húsið sitt. Kannski hefur þetta bara verið fyrirsláttur. Kannski hefur hún hætt við Asíuferðalagið, af því að heilsa hennar hefur ekki verið eins góð og skyldi. Ég veit það ekki .... En eitt er víst, — í París gerast atburðir, sem geta hvergi gerzt annars staðar í ver- öldinni. Ég skal nú loks segja yður nákvæmlega hvað gerðist þetta kvöld fyrir þrjátíu árum. Eins og ég hef sagt yður áður, komu mæðgurnar báðar á gistihúsið. Frú Far- ringham fékk herbergi á fjórðu hæð, og um tólf leytið kom dóttir hennar að herberginu tómu. Ég skal taka fram, að það var ekkert merkilegt við þetta herbergi. Það var eins og herbergi ger- ast á stórum hótelum. En það skrítna var, að frú Farringham hafði verið þama klukkan hálf níu, en var horfin klukk- an tólf. Takið nú eftir: Nokkrum mínútum eftir að frú Farrtingham var orðin ein, hringdi hún á stúlkuna. Stúlkan kom og sér til mikillar skelfingar sá hún, að frú Farringham lá meðvitundarlaus á gólfinu. Hún hringdi á hótelþjóninn og hótelþjónninn náði í forstjórann. For- stjórinn náði í lækni, sem var gestur á hótelinu. Hann rannsakaði frú Far- ringham. Hún var dáin. — Dáin? endurtók ég. — Já, svaraði John Chester. — Dauðs- FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.