Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1961, Blaðsíða 36

Fálkinn - 22.11.1961, Blaðsíða 36
bóna :\ ) bora Þessi borvél og tilheyrandi hjálparvél, eða sjálfstæðar vélar fyrir hvert verk. Umboðsmenn G. Þorsteinsson & Johnson h.f. Grjótagötu 7, sími 24250. — en ef það kemur ný frú í húsið, þá segi ég upp. Þá fer ég. Rödd hennar skalf af geðshræringu. Hún safnaði saman kaffibollunum og gekk að dyrunum. — Andartak, hrópaði Julian Brandt. Hann var náíöiur og augu hans skutu gneistum. — Ég hafði raunar búizt við því, að þið yrðuð ekki syngjandi kát og glöð, en að þið munduð strax taka fjandsamlega afstöðu gagnvart konu, sem þið hafið ekki einu sinni séð, það finnst mér einum of langt gengið. Hann leit á Minnu. — Af þér hafði ég að minnsta kosti búizt við ofurlítið meiri skilningi. Þú veizt þó það sem ekkert barnanna veit. Hann sló serviettunni í borðið. — Þið verðið að bíta í þetta súra epli. Þið vitið, að ég er ekki vanur að breyta ákvörðunum mínum. Þetta verð- ur í kvöld, eins og ég hef þegar sagt ykkur og samkvæmt því. Ég reikna með, að þú gerir þitt bezta, Minna. Og ég vona, að þið hagið ykkur öll, gagn- vart gesti okkar, eins og siðuðu fólki sæmir. Hann reis á fætur og gekk út úr dyr- unum. Klukkan var orðin hálf átta. Börnin þrjú sátu í dagstofunni ásamt Ceciliu frænku. Hún var skyld móður þeirra, hinni horfnu Bettinu. Báðir gluggarnir sem sneru að Neckar, voru opnir. Bátar sigldu hjá á ánni, það heyrðust glað- værar raddir og áraskvamp. Einhver söng gamansama vísu. Börnin höfðu gefið Ceciliu frænku uppnefnið „eitur- slangan“. Nafnið hæfði henni vel, því að öll Tiibingen var hrædd við hennar hvössu tungu. Nú sat hún þarna svart- klædd í þægilegum stól og með börnin þrjú gegnt sér. Hún starði á Doris: — Ef ég bara vissi, hverjum þú lík- ist tautaði hún. — Þessi dökku augu og þetta hökuskarð. Ég hef hugsað um þetta fyrr, en nú síðan þú komst heim frá Englandi .... Hún bandaði frá sér höndunum. — Nei, ég get ekki séð það. Nújæja, en hvað á að gerast hér í kvöld? Ég er vön að fá boð með nokk- urra daga fyrirvara. Hvað er svona á- ríðandi í kvöld? Til að byrja með þögðu börnin. Loks rauf Wolfang þögnina. — Það er eins gott að þú fáir að heyra það strax, Cecilia frænka. Pabbi ætlar að kynna okkur fyrir tilvonandi eiginkonu sinni í kvöld. Cecilia frænka starði á hann, rétt eins og hann væri ekki með fullu viti. — Eiginkonu? Julian! Og hann er bráðum orðinn fimmtugur! -—- Nákvæmlega fjörutíu og átta ára, skaut Doris inn í. I sama bili heyrðust raddir úr for- stofunni. Lyfsalinn sagði: — Má ég taka af þér kápuna, Gabriela. Þetta er nú forstofan hjá okkur. — En hvað þarna er dásamlegt gam- alt málverk, sagði dimm og hljómfögur rödd. Þetta voru fyrstu orðin, sem börnin heyrðu hinn ókunna gest segja. í stof- unni ríkti ólýsanlegur spenningur. Svo opnuðust dyrnar Julian Brandt lét til- vonandi eiginkonu sína ganga inn á undan sér. Andartak staðnæmdist hún á þröskuldinum. Síðan lagði Julian Brandt höndina um axlir henni og leiddi hana inn í stofuna. Báðir ungu mennirnir höfðu staðið ósjálfrátt á fætur og stóðu stífir fyrir framan stólana sína. Cecilia frænka brosti, en það bros var ískalt. Wolfgang hallaði undir flatt og virti brúðina fyrir sér af miklum áhuga. Fjandinn hafi það, þetta var fjári löguleg skvísa! Gabriela Holthuys var há og grönn. Ljóst hár hennar var gullið, hún var í einföldum, en smekklegum, stuttum kvöldkjól. Fætur hennar voru langar og fallegar. Ennið var hátt og bjart, augun blá, varir þykkar og málaðar. — Má ég kynna þig fyrir fjölskyldu minni sagði Julian Brandt. Allt gekk vel og Julian var ánægður með fram- komu fjölskyldunnar enn sem komið var. Hann tók til að mynda eftir því sér til ánægju, að Minna bar ekki svuntu utan yfir svarta kjólinn. — Hér er hinn góði andi hússins, hún Minna okkar allra. Þetta er sonur minn. Wolfgang, dóttir mín, Doris og ættingi okkar, fröken Eckert. En hvar var Albert? Enginn hafði veitt því eftirtekt, hver viðbrögð hans voru, þegar hann sá Gabrielu birtast í dyrunum. Enginn hafði séð hversu hverft honuro varð við, né heldur þeg- ar hann læddist að glugganum. Þar stóð hann. Það var undarlegur glampi í augum hans. Julian Brandt virti hann fyrir sér og ókyrrðist. Hann þekkti son sinn mjög vel. Einmitt þannig var hann vanur að standa, þegar hann var barn, og þegar hann þrjóskaðist við. Hann vissi, að þegar hann var í þessum ham, var illmögulegt að fá hann til að láta und- an. Gabriela gekk brosandi í áttina til hans í fylgd með Julian. En Albert breytti ekki um svip og hreyfði sig ekki. — Ætlarðu ekki að heilsa ungfrú Holthuys, sagði Julian og reyndi að hlæja. Og þá gerðist hið ótrúlega: Albert opnaði munninn og sagði eitt einasta orð: — Nei! Það varð grafarþögn í stofunni. AU- ir störðu á Albert. Faðirinn kreppti hnefana og gekk nær syni sínum. Þá sagði Albert: — Má ég tala við þig í einrúmi and- artak, pabbi? Julian Brandt átti erfitt með að stilla sig. Hann sneri sér að Gabrielu: — Viltu hafa mig afsakaðan augna- blik. Og við Albert: — Komdu! Þeir gengu inn í borðstofuna og drógu millihurðina fyrir, Þeir stóðu Frh. á bls. 38.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.