Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1961, Blaðsíða 6

Fálkinn - 22.11.1961, Blaðsíða 6
Viö hinar erfiðustu aðstæður er enginn líkur LAND-ROVER Hvar sem er um víða veröld, í hverskonar landslagi og við allra erfiðustu aðstæður er óhætt að treysta LAND-ROVER. Ef þér þurfið á öruggum, aflmiklum og traustum bíl að halda, sem hefur drif á öllum hjólum, þá ættuð þér að líta á LAND-ROVER og kynnast kostum hans. Áætlað verð á 7 manna LAND-ROVER (220 cm. milli hjóla,) með benzín- hreyfli, málmhúsi og hliðargluggum: Kr. 115.550,00 Aftursæti — 1.990,00 Miðstöð og rúðublásara: — 1.890,00 LAND^ ^ROVER ★ Áætlað verð á 7 manna LAND-ROVER (220 cm. milli hjóla): með diselhreyfli, málmhúsi og hliðargluggum: Kr. 132.100,00 Aftursæti — 1.990,00 Miðstöð og rúðublásari: — 1.890.00 BEIMZÍIM EÐA DIE8EL Allar nánari uppl. hjá einkaumboðsmönnum: THE ROVER COMPANY LTD. HEILDVERZLUNIN HEKLA H.F. Hverfisgata 103. — Sími: 11275. 6 FÁLKINN Kjarnorka. . .. Ógurlegir glæpamenn eru þessir Rússar. Ætla þeir að eyðileggja allt mannkyn með þessum andskotans kjarnasprengjum? Og svo eru þessi litlu kríli hér, sem kalla sig kommúnista, að sleikja sig upp við Rússana. Mér finnst, að banna ætti kommúnista- flokkinn á íslandi án tafar, því að satt að segja eru þeir varla annað en ótíndir bófar þessir Rússa-andskotar . . . Y. Krúsi er bara bezti karl. . . . Loksins fengu þessir kapítalistar á baukinn svo um munaði, þetta er rétta leiðin til þess að sýna heiminum, hve Rússar eru máttugir. Mér finnst, að kapítalistar ættu nú að sjá sig um hönd og viður- kenna sósíalismann sem sögu- lega staðreynd. En eitt þykist ég vita, að Krúsi sé bezti karl. Það er áreiðanlegt, að hann fer ekki út í kjarnorkustyrj- öld, nema hann verði neydd- ur til þess .. . H. FriSur. . . . Eftir að Rússar sprengdu þessa 50 megatonna sprengju, hef ég sagt mig úr Friðarsam- tökum kvenna, því að mér finnst það gjörsamlega óverj- andi að vera í friðarsamtök- um, þegar svo stendur á. B. V erðlaunagetraun. Til Fálkans. — Hvernig er með þessar verðlaunagetraun? Á mynd nr. 2 er alls ekki hægt að finna fimm atriði, það hafa t. d. margir komið til mín og sagt, að það væri ó- mögulegt að finna fimmta at- riðið. Voru ekki nema fjögur atriði, sem finna átti á þess- ari mynd. Halli. Svar: Nei, upphaflega voru þau fimm, en vegna lélegrar prent- unar ákváðum vi'ð að láta nægja fjögur atriði á öðrum hluta keppninnar. En gœtið þess, að senda bara alla hlut- ana saman í umslagi vendi- lega merktu: Fálkinn, póst-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.