Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1961, Blaðsíða 9

Fálkinn - 22.11.1961, Blaðsíða 9
Þessi ungi maður var ættað- ur vestan úr Breiðafirði og var þroskaður maður, þegar hann komst inn í skólann eða 24 ára. Piltur þessi var þjóðskáldið Matthías Joch- umsson. Varla er hægt að segja annað en hans biðu varmar móttökur af hálfu skólapilta. Segir hann svo sjálfur frá, að piltar hafi staðið í fylkingu fyrir framan dyrnar úti og æpt að honum: „Þarna kemur hákarlaformað urinn af Breiðafirði. Hver vill heilsa honum með hnykk eða hryggspennu?“ Hrópuðu pilt- ar hitt og þetta að honum og hvöttu einn úr sínum hópi að hjóla í hann. Tókust síðan slagsmál og lauk þeim þann- ig, að Matthías hafði pilt þennan einu sinni undir, og pilturinn öðru sinni hann. Urðu þeir síðan vinir og fékk skáldið þannig inntöku í skól- ann og bar jafnan mikið á honum meðal pilta. Árið 1861 bjó Matthías í sama húsi og Sigurður mál- ari. Þar var og Jón Árnason bókavörður. Báðir voru þeir uppfullir af þjóðlegum fróð- leik og er ekki að efa, að þeir hafi haft mikil áhrif á Matth- ías. í jólaleyfi þessa árs sem- ur Matthías svo leikinn Úti- legumennina Efni leiksins er æði þjóðsagnakennt, leikurinn gerist á 17. öld og fjallar um, eins og nafn hans gefur til kynna, útilegumenn og annað efni úr þjóðtrúnni. Matthías vefur þarna inn í hugljúfu ástarævintýri. enn fremur kemur leikurinn inn á drauga- og galdratrú. Leikurinn ger- ist ýmist í byggð eða til fjalla, annaðhvort meðal úti- legumanna eða á grasafjalli. Yfir öllum leiknum er blær ævintýrsins og auðvitað end- ar hann vel. Matthías telur sjálfur að hann hafi átt hug- myndina svona yfirleitt, en vafalítið mun Sigurður mál- ari Guðmundsson hafa haft mikil áhrif á hann. Leikurinn var fyrst sýndur á þorra 1862 í húsi því. sem nefnt var Gildaskálinn Var hann sýnd- ur þar fjórum sinnum við mikla hrifningu. En Gilda- skáli þessi stóð þar sem Her- inn fékk bækistöð sína seinna meir. Það, sem einna mesta aðdáun hlaut, voru leiktjöld- in. Þau voru máluð af Sigurði málara en hann hafði eink- um kynnt sér söguleg mál- verk á námsferli sínum og var vel heima í búningum manna á ýmsum öldum, sérstaklega íslenzkum. Þar voru í leik- tjöldunum, þverhníptir hamr- ar með einstig og klettagjót- um og aðalhelli þar sem Skugga-Sveinn og þeir félag- ar höfðu bæli sitt og aðsetur, en fagrir jöklar sáust í fjar- lægðinni, þeir, er sól roðaði að morgni. Leikritið er svo prentað 1864. Á fyrstu sýningunni lék Matthías sjálfur Sig- urð í Dal. Þorsteinn Egilsson lék Grasa-Guddu og lék hana ekki skakka, að frásögn sjón- arvotts. Aðalbragðið, sem hann notaði, var það, að hann setti lítinn disk undir botn- inn á krakkanum, sem búinn var til úr tuskum og við það small eitthvað í, þegar hann hampaði krakkanum í lófa sér. Lék hann og Galdra-Héð- in. Jón A. Hjaltalín lék sjálf- an Skugga-Svein með ógur- legri röddu, sem flestir leik- arar Skugga-Sveins hafa síð- an tekið upp. Sigurður Sæ- mundsson lék Ketil skræk og var afar mjóróma og veimil- títulegur í rómnum. Skapaði hann þarna algera andstöðu við sjálfan höfuðpaurinn. Það þótti sjónarvotti þessum einna merkilegast við sýningu þessa, að honum fannst Matthías hneigja sig miklu meir en aðrir leikendurnir og þótt það vottur um, að hann tileinkaði sér áhorfendur fremur öðrum. Árið 1873 eru svo Útilegumennirnir enn leiknir og þá breyttir að mun. Sr. Matthías breytti seinna leikritinu, stytti eintöl og steypti margt með nýju móti, þannig að þáttaskipun varð með öðrum hætti en áður og birtist leikritið síðan í þessu nýja formi 1898 undir nafn- inu Skugga-Sveinn, en það nafn hafði það fyrir löngu hlotið með alþýðunni. Fyrir aldamótin er leikurinn alloft sýndur en litlar heimildir eru til um þær sýningar. Árið 1908 tekur svo Leikfélag Reykjavíkur verkið til sýn- ingar. Lék þá Jens B. Waage Skugga-Svein, en af öðrum Framh. á bls. 29. Efri mynd: Klemens Jónsson sem Ketill skrækur í Skugga-Sveini 1952. Klemens er leikstjóri við afmælis- uppfærslu Þjóðleikhússins á þessu vinsæla leikriti. Neðri mynd.-Lárus Ingólfsson sem Hróbjartur. (Ljósm.Yignir).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.