Fálkinn - 22.11.1961, Blaðsíða 22
— Nú, fenguð þér símskeytið frá
mér?
— Já, ég fékk það og hélt tafarlaust
hingað.
Everard Norman-Dyke einblíndi
lengi á hávaxna og sterklega manninn
sem kom á móti honum í forsalnum.
Andlit hans var rólegt og í skorðum
og það var eitthvað bjóðandi í fasi
hans, er hann sagði unga manninum
að ganga inn í bókastofuna
Norman-Dyke horfði forviða á hann.
— Voruð það þér, sem senduð sím-
skeytið?
— Já það var ég. Ég heiti Warde
og er fulltrúi í leynilögreglunni. Ég
bað yður að koma hingað hið bráðasta.
Því miður hef ég slæmar fréttir að
færa yður.
Everard Norman-Dyke rétti úr sér.
Það mátti sjá forvitni og eftirvæntingu
í djúpum og bláum augum hans.
— Fulltrúi í leynilögreglunni? Eruð
þér að gera að gamni yðar? Hvert er
erindi yðar hér í Manors House? Og
hvar er föðurbróðir minn? Þetta er
allt svo undarlegt? — Nú, segið þér
frá maður?
Wardle lygndi aftur augunum.
— Föðurbróðir yðar er dáinn, sagði
hann með hægð.
Norman-Dyke bældi niður í sér óp.
Wardle kinkaði kolli og andvarpaði:
— Myrtur, hélt hann svo áfram og
horfði hvasst á hann, þennan unga
mann, sem sat fyrir framan hann og
hafði krefta hnefana á borðinu.
— Mér þykir leitt að þurfa að segja
yður þessa óvæntu fregn, en hjá því
varð ekki komist.
Norman- Dyke reyndist erfitt að
koma upp orði. Loks muldraði hann
með kökk í hálsinum:
— Það skyldi þó aldrei vera.. Ó,
drottinn minn. Hann faldi andlitið í
höndum sér og sat lengi hljóður.
Lögreglumaðurinn einblíndi á löngu
og mjóu hendurnar. sem huldu andlit
Normans- Dyke.
— Lögreglunni var gert aðvart í
nótt, sagði hann að lokum. Brytinn
hringdi til okkar, viti sínu fjær af
geðshræringu og sagðist hafa fundið
sir Georg liggjandi dauðan fram á
skrifborð sitt.
—: Hvar er föðurbróðir minn? spurði
ungi maðurinn skyndilega. Ég vil sjá
hann. Þér munuð geta skilið, að þessi
frétt veldur mér mikillar hryggðar og
skelfingar. Þegar ég sá frænda minn
fyrir þremur dögum var hann glaður
og reifur.
— Það skil ég mjög vel, sagði Wardle
og kinkaði kolli. Þér eruð eini ætt-
inginn hans hr. Norman-Dyke og áður
en ég fer með yður inn til hans —
inn til föðurbróður yðar, ætla ég að
segja yður dálítið. Föðurbróðir yðar
var myrtur seint í gærkveldi. Hann
hlýtur að hafa dáið mjög snögglega.
Norman-Dyke horfði á lögreglu-
manninn og hnyklaði brýnnar.
— Hvernig hefur hann dáið?
— Með mjög einkennilegum hætti,
svaraði Wardle og horfði á skrifborðið.
— Engin blýkúla, enginn hnífur eða
barefli — aðeins eitt hnefahögg.
— Hnefahögg?
— Já, hnefahögg. utan á hálsinn.
Slíkt hnefahögg drepur hvern mann
ekki sízt, ef gamall maður á í hlut.
Veslings gamli maðurinn, dauði hans
var sorglegur en snöggur. Við höfum
tekið einn mann fastan.
— Hvern?
— Brytann.
Normann-Dyke starði forviða á lög-
reglumanninn.
— Golding? En var það ekki hann,
sem gerði lögreglunni aðvart?
Wardle yppti öxlum og hló: — Það
er gamalt bragð að reyna að gabba lög-
regluna með því að taka á sig sak-
leysishjúp. Fyrst í stað hélt ég að ein-
hver annar væri sá seki, — að einhver
annar hefði brotizt inn í húsið til að
ræna peningum.
Norman-Dyke hlustaði með athygli.
— Fyrst í stað sagði ég, mælti
Wardle. En maður má ekki alltaf
treysta því, sem manni dettur í hug
fyrst í stað. Allir gluggar voru vand-
lega krókaðir. Á húsinu eru aðeins
þrjár dyr, sem um gat verið að ræða.
Tvær þeirra, eldhusdyrnar og dyrnar
út að garðinum, voru aflæstar innan-
frá. Fyrir aðaldyrunum er smekklás.
Að honum eru aðeins tveir lyklar til.
Frændi yðar hafði annan.
— Og ég hafði hinn, sagði Norman-
Dyke rólega. En ég geri tæplega ráð
fyrir, að ég sé grunaður um að hafa
myrt föðurbróðir minn. Eða viljið þér
22 f'álkinn