Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1961, Blaðsíða 5

Fálkinn - 22.11.1961, Blaðsíða 5
Otrnílecjt en, óatt Er Abderrahman Ben Hiqu- em var tíu ára gamall prins, átti 31 maður á undan hon- um rétt til krúnunnar í Marokko. En prins þessi var uppi á árunum 1778—1859. Dag nokkurn hrasaði hestur hans undir honum og kast- aðist prinsinn út í mjög straumharða á, sem kölluð er Moghreb fljótið. Enginn af fylgdarmönnum hans þorði að kasta sér á eftir honum, og svo virtist sem prinsinn mundi drukkna þarna. En skyndilega birtist þarna smali nokkur og kastaði hann sér út í fljótið á eftir prinsinum án þess að hika nokkuð og dró hann prinsinn lifandi að landi. 35 árum seinna var svo komið, að prins þessi var næstur til ríkiserfða og varð hann síðan keisari í Marokko. Smalanum, sem eitt sinn hafði bjargað honum úr lífsháska barst þetta til eyrna og varð i glaður við. Enda þótt hann væri orðinn 55 ára gamall hélt hann á burt frá fæðing- arþorpi sínu og gekk áleiðís til höfuðborgarinnar í þeirri von, að honum mundi nú verða launaður þessi greiði. Þegar hann kom til hinnar keisaralegu hallar, var hann fljótt leiddur fyrir hans há- tign. Hann kraup grátandi á kné fyrir framan keisarann og beiddist launa fyrir að hafa bjargað lífi hans fyrir 35 árum. Abderrahman sat lengi þegjandi í þungum þönkum og sagði svo að lok- um mjög lágri röddu svo varla heyrðist: „Það sver ég við skegg spámannsins, að yður mun vissulega launað verða.“ En þegar smalinn leit upp vongóður, sneri keis- arinn sér að böðli sínum, sem þarna stóð nærri með brugð- ið sverð í hendi, og skipaði: „Ég mæli svo fyrir, að þessi maður verði líflátinn. Ég hef talað.“ „En ég bjargaði 1-ífi yðar“, sagði smalinn skelfingu lost- inn. „Verðskulda ég líflát fyrir það, að hafa bjargað yður frá drukknun.“ „Nei, það kann ef til vill svo að virðast, að ég sé grimmur og vanþakklátur, en munið, að ég er keisari yðar. Engin fjárupphæð get- ur komið í stað þess sem þér hafið gert, hversu stór sem hún er, enda mundi fólk telja, að yður væri ólaunað, ef ég gerði svo. Ég harma það mjög, en þér verðið að deyja.“ ★ Þórður á Strjúgi Magnús- son, var gott skáld á sínum tíma. Eftir hann eru margar vísur, sem enn eru landfleyg- ar. Einhverju sinni mislíkaði Þórði á Strjúgi við smalamann sinn og kvað: Fáðu skömm fyrir fíflslegt fúll og leiður glanni. [hjal, Héðan af aldrei happ þér skal hljótast af neinum manni. En strákur var skjótur til svars: Rækallinn, bið ég, reisi upp rétt sem ég nú greini. [tögl, Hafi hann af þér hár og nögl, hold og skinn með beini. ★ Allir gjalda eigum toll, öllum búin sjá má föll, allir forðist illra soll, öllum reynist lukkan höll. Brynjólfur Halldórsson prestur, Kirkjubœ. ★ Manni, sem var að kvæn- ast, var send þessi vísa: Borinn varstu af blindri hending brúðkaups upp í naust, eftir að hafa upp við lending erjað sleitulaust. ★ Rætur menntunarinnar eru beiskar, en ávextir hennar eru sætir. Aristoteles. ★ Þeir einir, sem menntaðir eru, eru frjálsir. Epictetus. ★ Öfund á sér aldrei hvíldar- dag. Francis Bacon. óem FÁIR gorta meira en olíukóngarnir í Texas. Hér er ein saga af slikum manni, sem skaraði langt fram úr stéttarbrœðrum sínum. „Vitið þér,“ sagði hann við barþjóninn, „hvað ég hef marga þjóna?“ „Nei.“ „24.“ „Og hvað hafið þér að gera með svo marga þjóna?“ „Til þess að þjóna pípunni minni hef ég til dœmis fjóra.“ „Fjóra fyrir eina pípu, það er ómögulegt.“ „Síður en svo, einn kemur með pípuna til mín og tóbakið. Annar treður því í hana og sá þriðji kveikir í henni.“ „En sá fjórði.“ „Já, hann reykir hana. Ég get ekki þolað píp ur.“ Hann heimsótti vin sinn skömmu eftir að 'hann gifti sig. Þegar ’hann hafði skoðað sig um í stofunni, spurði hann: „Hvað hefur eiginlega orðið af páfagauknum þínum dásam- lega?“ „Hann dó úr sorg skömmu eftir brúðkaup mitt.“ „Var hann máski afbrýði- samur?“ „Nei, hann komst aldrei að fyrir konunni.“ ★ Og svo er hér lík saga frá París. Hún gerist í réttarsaln- um. Dómarinn spyr: „Vilduð þér útskýra fyrir mér, hvers vegna þér hafið ekki talað orð við konu yðar í fimm ár? „Ég gat ekki verið þekktur fyrir að stoppa hana af.“ k „Ef embættismaður,“ sagði heimspekingurinn, „sýnir með- borgurunum einhvern áhuga, er það öruggt, að hann vinn- ur við Skattainnheimtu.“ ★ Tveir herramenn standa á brautarpallinum og bíða lest- arinnar. Þá segir annar heim- spekilega: „Hvernig ætli að standi á því að það verða miklu fleiri bifreiðarslys en j árnbrautarslys? “ „Það er ekki nema eðlilegt,“ svarar hinn stuttaralega, „af því að eimreiðarstjórinn hef- ur aldrei lyst á að kyssa kynd- arann.“ ★ DDNNI Vinur minn er rit- höfundur og- er hann að skrifa ævisögu sína. Hann er nú bú- inn að lýsa drengja-. árunum og' nú er hann að byrja að lýsa stúlkuárunum. DE HEYRT

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.