Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1961, Blaðsíða 33

Fálkinn - 22.11.1961, Blaðsíða 33
Kuldaúlpur á börn og fullorðna. Drengjajakkar úr rafsoðnu plasti, þola frost og regn. Telpnabuxur úr ullarefm. Stærðir 4—14. Stakar drengjabuxur, allar stærðir. Drengrablússur, Drengjahúfur. Drengjaskyrtur í mörgum litum. STAKKUR Laugavegi 99, gengið inn frá Snorrabraut. Sími: 24975. I\leð Borgfirðingum Frh. af bis. 21 hann búinn að vera þar lengi og var kennari og skólastjóri í 46 ár fyrst á Akranesi, þar sem hann byrjaði 1912 og síð- ar í Borgarnesi þar sem hann var skólastjóri í 38 ár. Þrátt fyrir stöðuga aðsókn að langborðinu með kaffi- brauðinu sást þar ekki lát á kökum, brauði og öðru góð- gæti. í eldhúsinu var líka mikið um að vera, en eldhúsið í Sjómannaskólanum er rúm- gott og það amaðist enginn við okkur þótt við litum inn. Sú sem stjórnaði hernaðarað- gerðum í eldhúsinu var frú Lára Jóhannsdóttir frá Sveinatungu, systir Eyjólfs heitins. forstjóra Mjólkurfél- ags Reykjavíkur. Lára hefir staðið fyrir veitingum öll þau skipti, sem Borgfirðingum yf- ir sextugt hefir verið boðið til slíks fagnaðar og hún hefir einvalaliði á að skipa, eða svo sagði hún sjálf. Lára sagðist eiga dásamlegar bernskuminningar úr heima- byggð sinni ,enda þótt hún hefði farið þaðan ung. Tvær frammistöðustúlkur komu í þessu með tertur á fötum, þær Sigríður Þórðar- dóttir og Ragnheiður Magn- úsdóttir sem ekki er Borg- firðingur, heldur Skaftfell- ingur, ættuð frá Prestsbakka á Síðu, systir séra Björns. Hún var fjögur ár á Borg og á þeim tíma kynntist hún eig- inmanninum Hermanni Há- konarsyni frá Hafþórsstöðum í Norðurárdal. Það voru fleiri en við sem lögðum leið okkar í eldhúsið því að í þessu kom Magnús Þórðarson frá Högnastöðum í Þverárhlíð, núverandi skrif- stofumaður hjá Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna. Hann leit terturnar girnarauga og hið sama gerði Þórai'inn Magnús- son, sem eins og fyrr greinir, er framámaður í þessum fé- lagsskap og hefir sennilega viljað vita hvað olli manna- ferð hinni miklu í eldhúsið. Fólkið var almennt staðið. • upp frá borðum er við kom-: um aftur fram í salinn og' hafði blandast. Jóhannes' Benjamínsson, sá er kvæðin kvað fyrr á samkomunni, tók upp dragspil. Hann er har- mónikkuleikari ágætur og brátt hljómuðu „polkar og rælar og valsar“. Á leið til dyra sáum við Jón ívafsson forsjóra ásamt eiginkonu og þar var líka Davíð Björnsson frá Þverfelli. Guðmundur 111- ugason stóð í dyrum og tók í nefið. Guðmundur var ánægð- ur og mátti vera það því þetta var góð skemmtun þar sem fólk ástundaði þær fornu dyggðir; ættrækni og átt- hagatryggð. BG 2 nýjar L. P. 12“ hljómplötur, CPMA. 5 — CPMA 6, með orgel-Ieik Dr. Páls ísólfssonar nú komnar á markaðinn. Á plötum þessum túlkar Dr. Páll orgel-tónverk eftir viðurkennda evrópska meistara, svo og nokkuð af eigin tónsmíðum. Þessar plötur eru vissulega fengur fyrir alla þá, er unna orgel-tónlist. Fást einnig í öðrum hljóðfæraverzlunum bæjarins. FÁLKIIMIM H.F. (hljómplötudeild) FÁLKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.