Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1961, Blaðsíða 17

Fálkinn - 22.11.1961, Blaðsíða 17
árum síðan. Tengdamóðirin, hin þekkta læknisfrú Eckert, hafði ráðið Minnu, þegar minna var aðeins fjórtán ára gömul og smátt og smátt hafði Minna orðið lífið og sálin í þessu gamla húsi. Julian Brandt tók gleraugun sín úr hvíta sloppnum og fægði glerin með ermunum. Minna þekkti vel þessa hreyf- ingu. Hún vissi, að nú mátti hún fara. — Þetta skal gert, sagði hún þess vegna. — Ég skal gæta þess, að drengirnir komi á réttum tíma. Er nokkuð annað sem þér óskið? — Nei, ekkert annað. Þegar Minna gekk aftur upp stigann, var hún að furða sig á því, hvað nú hefði gerzt. Það var eitthvað sérstakt, sem til stóð, og Minnu geðjaðist aldrei að því, þegar brugðið var út af daglegum venjum. Hún var íhaldssöm, gamla konan, og reynslan hafði kennt henni, að þegar eitthvað var öðruvísi en venjulega, boðaði það slæm tíðindi. Hún bankaði á dyrnar á herbergi Alberts. Ekkert svar. Doris var heldur ekki í herbergi sínu. En Minna hafði hvorki áhyggjur af Albert eða Doris, því að þau voru alltaf stund- vís. Wolfgang var aftur á móti svarinn andstæðingur stund- vísinnar. Þegar hún bankaði á dyrnar hjá honum, heyrði hún dimmt uml. Hún opnaði dyrnar. Wolfgang sat alls ekki yfir bókunum sínum^ eins og maður skyldi ætla. Hann hafði hins vegar sett gamla ruggustólinn við gluggann og þar sat hann með lappirnar í gluggakistunni og lafandi sígarettu í öðru munnvikinu og virti fyrir sér útsýnið. — Hæ, Minna! Gamla hross! sagði hann. Hann var alltaf í góðu skapi, það vantaði ekki. — Hvað kemur til, að þú sýnir mér þann heiður að koma í opinbera heimsókn, bætti hann við. Minna lokaði dyrunum á eftir sér. — Wolfgang! Taktu strax lappirnar niður úr glugganum. Kistan er ný máluð. Wolfgang hlýddi og reis á fætur. — Hvers vegna ertu alltaf að skamma mig, Minna mín, sagði hann glottandi og tók utan um kerlu. — Við erum nú ekki gift ennþá! Minna sleit sig lausa. — Asnakjáninn þinn, sagði hún. — Sjáðu hvernig þú hefur krumpað svuntuna mína. En þetta var aðeins fyrirsláttur hjá henni. í raun og veru þótti henni mjög gaman að ólátunum í stráknum, og það vissi Wolfgang jafn vel og hún. — Hlustaðu nú á það, sem ég segi, sagði hún og reyndi að vera ströng í málrómi. — Faðir þinn heimtar að allir mæti til hádegisverðar og það stundvíslega. Wolfgang blístraði. — Hvað stendur nú til? Minna hafði rekið augun í sígarettustubb, sem lá á gólf- inu. Með erfiðismunum beygði hún sig niður, tók hann upp og lagði hann með fyrirlitningarsvip í öskubakkann. — Honum föður þínum liggur auðsjáanlega eitthvað mjög mikið á hjarta, sagði hún. — Ég veit ekki hvað það er, því að hann hafði ekki svo mikið við að segja mér það. Wolfgang fitjaði upp á nefið. Skyldi það vera sagan um gluggalamirnar sem hurfu? Eða sagan um Barböru? Wolf- gang hafði næstum aldrei hreina samvizku. — Það er auðvitað ég, sem hef gert eitthvað af mér, sagði hann. — Hvers vegna getur karlinn ekki talað við mig undir fjögur augu? Hvers vegna þarf hann endilega að stilla mér upp fyrir framan alla fjölskylduna? — Af því að það er ekki þetta með gluggalamirnar að þessu sinni, svaraði Minna hin rólegasta. Wolfgang leit spyrjandi á hana. — Jæja; svo að þú hefur njósnað um mig? Minna reyndi að hlæja hæðnislega, en það tókst ekki. — Heldurðu( að ég hafi ekki heyrt, þegar þú komst heim í fyrrinótt. Klukkan var tíu mínútur yfir fimm. Næst þegar þú kemur svona seint heim, þá ætla ég að biðja þig að fara úr skónum. En nóg um það! Aðalatriðið er ,að Sjá næstu blaðsíðu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.