Fálkinn


Fálkinn - 11.04.1962, Síða 11

Fálkinn - 11.04.1962, Síða 11
skeri var ekki viðlit fyrir varðskipin að fara nær, því að þarna fyrir ofan er allt krökkt af skerjum og sjávar- dýpi mikið. En vélbátnum tókst að komast áfram gegn- um grynningar og hafrót með línubyssu og tvo menn frá varðskipinu Ægi. En þeir höfðu ekki erindi sem erfiði. Þegar kom að Hnokka var skipið sjálft horf- ið. Aðeins eitt af möstrum þess stóð enn upp úr. Skipbrotsmennina hafði i rekið í áttina til lands. Fór vélbáturinn nú að leita þeirra og síðan bættust við bátar úr landi í leitina. Þegar dagur var að kvöldi kominn, höfðu fundizt yfir tuttugu lík, flest á floti í björgunarbeltunum, en sum rekin á land. Meðal þeirra var lík dr. Charcot. . . ★ Dr. Jean Charcot var heims- frægur vísindamaður og varði allri ævi sinni og fémunum til hafrannsókna. Hann hét fullu nafni Jean Baptiste Etienne Auguste Charcot og var sonur hins heimsfræga taugalæknis og vísindamanns Jean M. Charcot og varð sjálf- ur taugalæknir og forstöðu- maður taugalæknisstofnunar- innar La Salpetriere í París. Hann var fæddur árið 1867. Árið 1900 varð hann aðstoðar- maður við Pasteurstofnunina. En 1902 fór hann í fyrsta vísindaleiðangur sinn, til Fær- eyja, íslands og Jan Mayen. Árið 1903—1905 fór hann í leiðangur til suðurhafa á skipinu Francais. Og 1908— 1910 fór hann fyrsta leiðangur sinn á Pourquoi Pas og fann þá nýtt land sem hann skírði eftir Loubet Frakklandsfor- seta. Síðustu ár ævi sinnar var hann á hverju sumri við rannsóknir í norðurhöfum og hafði jafnan með sér hóp ungra vísindamanna. Voru þeir sex með honum í þessari síðustu ferð og týndu allir líf- inu. Alls mun Charcot hafa komið fjórtán sinnum til ís- lands, og er hann dvaldist hér síðast hafði hann orð á því, að nú mundi hann senni- lega ekki koma hingað oftar. Engan mun hafa grunað þá, að þessi aldni vísindamaður ætti eftir að bera beinin hér við land ásamt nær allri skipshöfn sinni. ★ „Hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir, eða. hinn sem dó“, segir Steinn Steinarr í einu af ljóðum sínum. Þessar setningar eiga vel við um eina manninn, sem komst lífs af í þessu hrikalega slysi, Gonidec stýrimann. Hann gekk éinn á eftir félögum sínum, 39 að tölu, og það eru þyngstu spor sem hann hefur gengið um ævina. Gonidec hélt heimleiðis strax að minningarathöfninni lokinni. En hefur ekki gleymt íslendingum eftir þetta. Hann hefur að vísu ekki komið hingað til lands, og gat því miður ekki þegið boð um dvöl hér fyrir nokkrum árum. En hvenær sem hann kemur því við, býður hann á heimili sitt í Frakklandi íslendingahóp- um og gerir jafnan vel við þá. ★ Skipið Pourqoui Pas var smíðað árið 1908 eftir fyrir- sögn og teikningum dr. Char- cots sjálfs, sem þá var orðinn frægur fyrir leiðangra sína í suðurhöfum. Síðan var hann með skipinu í norðurleiðöngr- um um höfin milli Spitzberg- en og Grænlands og Græn- lands og íslands nær því á hverju ári nema stríðsárin. Skipið var talið afar sterkt og vandað, enda hafði það staðist ótal raunir í hafísnum, þótt ekki stæðist það skerin og brotsjóina við Mýrar . . . Efsta myndin á þessari síðu er af tveimur frönskum doktor- um, Gessain og Perez. Þeir voru á Grænlandi og ætluðu heim með Pourquoi Pas, en allt í einu og að ástæðulausu ákváðu þeir að bíða eftir danska skipinu Gertrud Rask, sem var væntanlegt nokkru síðar. Það bjargaði lífi þeirra. — Þar fyrir neðan eru fjórar myndir frá Straumfirði: Gonidec og sá, sem bjargaði honum á land, Kristján St. Þórólfsson, — land- gangurinn sem maðurinn bjargaðist á, — skrifborð dr. Charcot og loks Gonidec óg konurnar í Straumfirði. Neðstu myndirn- ar eru af víkinni við Straumnesfjörð og líkunum sem rak. Lík dr. Charcot er fremst á myndinni.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.