Fálkinn - 11.04.1962, Page 14
ÍSLENZKIR FRAMKVÆMDAMENN
Á síðasa mannsaldri hafa breytingar
á högum þjóðar orðið hvað örastar og
stórstígastar hér á landi. Frá því að búa
í láreistum torfbæjum, þar sem knappt
var um flesta hluti, til hlýrra og góðra
húsa og gnægðar fanga.
Með þeirri þjóðemisvakningu, sem
fylgdi í kjölfar stjórnarskrárinnar 1874
má segja að nýr kapítuli hefjist. Menn
sáu hilla undir nýja og betri tíma, ung-
ir menn stigu á stokk og strengdu heit,
að vinna landi sínu það gagn er þeir
máttu.
Ungmennafélögin hvöttu til dáða;
þjálfunar huga og handar og markmið-
ið var „íslandi allt“.
Einn þeirra framkvæmdamanna, sem
vaxinn er upp á þessu vori íslenzks
þjóðlífs er Eiríkur Ormsson rafvirkja-
meistari í Reykjavík.
Fæddur er Eiríkur að Efri-Ey í Meðal-
landi hinn 6. júlí 1887. Foreldrar hans
voru hjónin Guðrún Ólafsdóttir og
Ormur Sverrisson, bæði komin af þekkt-
um skaftfellskum ættum og var Eiríkur
fimmta barn þeirra, sem komust á legg,
en alls urðu systkinin 10.
I föðurgarði var Eiríkur til tíu ára
aldurs en var þá lánaður sem vika-
drengur að Botnum í Meðallandi. í
Botnum var hann til tvítugs. Snemma
kom fram að pilturinn var handlaginn
í bezta lagi og gefinn fyrir tæknilega
hluti, enda þó ekki væri um margt slíkt
að ræða austur þar á þeim árum. Þótt
hann dragi ekki af sér við hin venju-
legu sveitastörf, stóð hugur hans til
annars en landbúnaðar og eftir tíu ára
veru í Botnum réðst Eiríkur til móður-
bróður síns Sveins Ólafssonar smiðs og
að Suður-Hraunum í Mýrdal og tók að
nema trésmíði.
Sveinn í Hvammi var annálaður
smiður, byggði hús og smíðaði allt sem
til féll, t. d rokka og önnur ullarvinnu-
tæki á vetrum.
Eiríkur var með Sveini við húsbygg-
ingar og aðrar smíðar næstu ár og varð
fullnuma í húsasmíði.
Enda þótt Eiríkur kynni betur tré-
smíðinni, en bústörfum stóð hugur hans
samt á þessum árum til tæknilegri
starfa og er Halldór rafmagnsfræðing-
ur Guðmundsson kom austur vorið 1913
til þess að setja upp rafstöð í Vík í
Mýrdal og aðra hjá Helga Þórarins-
syni í Þykkvabæ. réðst Eiríkur þangað,
fyrst í byggingavinnu við stöðvarhúsin
og stíflugerðir og síðar við niðursetn-
ingar á vélum og raflagnir í hús.
Einnig byrjaði Jón Ormsson rafmagns-
vinnu við þá stöð.
Þar með var Eiríkur kominn á rétta
hilli. Hér var starfssvið, sem hann hafði
lengi þráð og reynslan hefur sýnt að
hér átti hann heima. Eftir þetta vann
hann við raflagnir. Um það leyti er
Elliðaárvirkjunin komst í framkvæmd,
fjölgaði rafmagnstækjum í Reykjavík.
Sá var þó galli á gjöf Njarðar, að eng-
inn maður hérlendur kunni nokkuð til
viðgerða á rafmagnsvélum, hreyflum
og rafhlöðum.
Þessi vandamál urðu m. a. til þess,
að Eiríkur hélt utan laust eftir áramót-
in 1921 og fór til Odense á Fjóni.
Var í fyrstu hjá firma sem hét Elkr-
tomaskin A. S. við vindingar rafmótora
og einnig við rennismíði og samsetn-
ingar véla. Þá nokkurn tíma hjá T. B.
Thrige þar sem hann vann að vélavið-
gerðum og prófunum. Að þessu loknu
hélt Eiríkur til Kaupmannahafnar og
var hjá Laur. Knudsen A. S. í nokkra
mánuði við mælaviðgerðir og innstill-
ingar ýmissa tækja.
Eftir tæplega árs útivist kom hann
heim og tók til óspilltra málanna við
þau störf er hann hafði lært ytra.
Eiríkur hefur alla tíð verið víkingur
til vinnu. Var á orð haft hve vel honum
vannst hin vandasömustu verk, því
rafvélavirkjun krefst stakrar ná-
kvæmni ástundunarsemi dugnaðar og
samviskusemi. Áður en Eiríkur fór
utan, hafði nokkuð verið um það rætt,
að Halldór Guðmundsson stofnaði verk-
stæði, en úr því varð ekki. Stofnaði
Eiríkur sjálfur hinn 1. desember 1922
Viðgerðaverkstæði Eiríks Ormssonar.
Ári síðar gerðist Jón bróðir hans með-
eigandi og þá var nafni fyrirtækisins
breytt í núverandi mynd, Bræðurnir
Ormsson og þá jafnframt farið að vinna
að skipa- og húsalögnum. Rafvæðing
sveitanna var Eiríki hugstæð frá önd-
verðu. Að láta bæjarlækinn létta fólk-
inu störfin, lýsa híbýlin og stytta
skammdegið, hefur alla tíð verið hug-
sjón hans öðru fremur. Það kom því
kunnugum ekki á óvart, er Bræðurnir
Ormsson strax á fyrstu starfsárum
fluttu inn hluti í litlar rafstöðvar, sem
þeir síðan reistu við sveitabæi og kaup-
tún víðs vegar um landið. Ýmsa hluti
smíðuðu þeir á verkstæði sínu, svo
sem vatnstúrbínur o. fl. og í sumum
tilfellum rafalana sjálfa.
í öllu þessu var Eiríkur lífið og sálin.
Hann teiknaði það sem átti að smíðast
og reiknaði út vélar og afkastagetu.
Fyrirtækið stækkaði ört og þar komu
til starfa margir ágætir menn. Má þar
nefna þá Bjargmund Sveinsson raf-
virkja, Sivert Sætran, Hafliða Gísla-
son, Magnús Hannesson og fleiri.
Eins og að líkum lætur sóttust ungir
menn mjög eftir að njóta kennslu
Eiríks. Hlutur hans í menntun og upp-
byggingu rafvirkjastéttarinnar á íslandi
verður seint metinn að verðleikum.
Hann var strangur kennari á stundum,
og lét sér annt um nemendur sína, að
þeir lærðu svo mikið sem væri unnt,
því tvennt bar til: Hann vildi ekki að
hinir upprennandi rafvirkjar köfnuðu
undir nafni og í öðru lagi, að rafvirkja-
stéttin væri skipuð sem færustum
mönnum. Umhyggja Eiríks fyrir vel-
ferð og námi nemenda sinna er alla tíð
auðsæ og engan rafvirkjameistara veit
ég, sem tekið hefur nemendur sína í
rafmagnsfræðitíma umfram það sem
skylt var að læra í iðnskóla, nema
hann.
Kreppuárin þjörmuðu mjög að hinu
unga fyrirtæki þeirra bræðra og ofan
á það bættust svo aðgerðir hins opin-
bera, fyrst kreppulána-uppgjörið og
síðar tvenn önnur uppgjör vegna út-
gerðarinnar. Allt þetta tók ríflegan
skilding, sem fyrirtækið hafði ekki efni
á að tapa.
Um tíma var því útlitið dökkt.
Kreppan lamaði framkvæmdir og pen-
ingaleysi var almennt. Margir gáfust
upp en það datt Eiríki ekki í hug.
Skaftfellska seiglan sagði til sín. Árið
1931 skiptu þeir bræðúr með sér og
Jón stofnaði nýtt fyrirtæki en Eiríkur
varð einn eigandi fyrirtækisins Bræð-
urnir Ormsson og hefur rekið Það síðan,
lengst af á Vesturgötu 3.
Eins og áður er drepið á fékk Eiríkur
snemma umboð fyrir ýms þýzk fyrir-
14 FÁLKINN