Fálkinn - 11.04.1962, Qupperneq 16
£k licrrubil
i itxiiicx'diiiiii
.
m i
Snemma fá ungir piltar bíladellu, þeir byrja að vísu smátt
og flestir hefjast handa um smíði á kassabíl. Oftast eru það
hjólin, sem mestu vandræðum valda; hvar er hægt að ná i
ódýr kerruhjól eða vagnhjól. Þegar þau eru fengin, er allt
orðið klárt fyrir smíðina. Og brátt er bíllinn tilbúinn. Svo
er ýtt af stað og strákarnir skiptast á um að ýta, því að
oftast nær verður að ýta þeim áfram, því að hagleikurinn
er sjaldnast svo mikill, að hinir ungu piltar kunni svo mikið
fyrir sér, að þeir geti komið bíl sínum áfram með að stíga
hann eða þá knýja hann áfram með vélarafli. ^
Fljótt vaxa strákarnir upp úr kassabílaaldrinum. Taka þá
reiðhjólin eða eitthvað annað við. En strax og komið er á
skellinöðrualdurinn, fara margir strákar að grúska í vélum.
Og mæður þessara drengja mega búast við því, að þeir komi
dag éftir dag skítugir upp fyrir haus, allir útataðir í smurn-
ingsolíu. og öðrum vélaskít. Við þessu er aðeins eitt ráð.
Foreldrar ættu að leyfa strákunum að grúska eins mikið í
vélum og þá lystir. Ef til vill læknast þeir þá alveg af bíla-
dellunni eða þeir halda áfram og verða, er stundir líða fram
16
FÁLKINN