Fálkinn


Fálkinn - 11.04.1962, Qupperneq 17

Fálkinn - 11.04.1962, Qupperneq 17
hinir ágætustu vélfræðingar eða bif- véfavirkjar. Um daginn áttum við leið fram hjá Nesti við Suðurlandsbraut. Eins og venjulega var mikil umferð um braut- ina, en það lá við algerri stöðvun, þegar tveir kerrubílar renndu upp að benzín- stöðinni og báðu um benzín. Kerrubíl- um þessum óku tveir ungir piltar. Voru þeir alveg eins og venjulegir kassabílar, sem smástrákar smíða sér til dundurs, en að því leyti frábrugðnir, að þeir voru með vél. Vélin var að vísu ekki margbrotin, gömul vél úr skelli- nöðru, sem knúði bílinn áfram. Var komið fyrir tannhjóli á öxlinum og á því var keðja, sem tengd var við vél- ina. Þetta voru nokkuð hraðskreið farar- tæki, eða fóru svona á 35 km. hraða. Okkur langaði að forvitnast nánar um þessa pilta og eltum þá uppi en þeir hurfu sjónum okkar einhvers staðar upp í Blésugróf. Var okkur sagt, að þeir ættu heima að Hnjóti og á Læk og væru sjö ára að aldri og ættu kerrubíla með vél. Við lögðum leið okkar heim að Hnjóti. Þar hittum við í skúr einum, sem áður hafði augsýnilega verið hænsnakofi, tvo unga pilta, sem voru á kafi í vélum. Þetta voru bræður, Þorkell Þorkelsson og Þorleifur Þorkelsson. Reyndar kvaðst Þorleifur ekki hafa komið nálægt þess- um galdraverkfærum, en hann hefði bara gaman af því að horfa á. Þeir voru tveir, sem byrjuðu á þessu, Þorkell Þorkelsson og Heimir Svansson. Þeim datt þetta í hug fyrir nokkrum dögum. Þeir voru orðnir leiðir á skelli- nöðrunum og vildu finna upp eitthvað nýtt. Það væri ómögulegt að flækjast á skellinöðrum um allt. Að vísu hefði lögreglan komið heim til þeirra og bannað þeim að vera á kassabílunum í aðalumferðinni. En þeir mættu skrölt- ast á þessum farartækjum á stígunum þarna inn frá, þar trufluðu þeir ekki umferðina. — Þeir Þorkell og Heimir eru 16 og 17 ára gamlir. Heimir er að læra pípulagningar, en hinn er í skóla. Þeir hafa áður fengist við fjölda margt, í sambandi við vélar. Móðir Þorkels sagði okkur meðal annars, að einhverju sinni hefðu þeir fengið gamlan mjalta- vélamótor og sett aftan í bát. Hefðu þeir síðan siglt um vatn, sem þar var nærri, eins og á fullkomnum vélbát væri. Þorkell tók bílinn út og sýndi okkur furðuverkið. Hann ók af stað, og hann var ekki laus við að vera hreykinn af þessu farartæki sínu. — Maður notar bara fæturnar fyrir bremsu, sagði hann, um leið og hann stanzaði fyrir framan okkur. — Og nú er líka þriðji strákur- inn byrjaður að smíða svona bíl. Kannski verður hér stofnuð herdeild með eintómum kassabílum, sem skelli- nöðruvélar eru í. Já, ef til vill er þarna í Blésugróf- inni fyrsti vísirinn að sjálfstæðum ís- lenzkum bifreiðaiðnaði. -- -x- £ m i ip

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.