Fálkinn - 11.04.1962, Side 19
GEYMIÐ ÞESSAR SIDUR
kvenþjóðin
rHstjóri
KRISTJANA
STEIIMGRÍMSDÓTTIR
Blúndurúllurnar. Á neðri
myndinni sést hvernig
deigið er sett með góðu
millibili á smurða plötu
og einnig hvernig kök-
unum er lokað af.
Hchuf til páAkaHHa
Brauðkaka, ensk.
4 stórar hveitbrauðssneiðar án
skorpu.
Smjör.
% b. rúsínur.
3 egg.
V\ bolli sykur.
V\ bolli salt.
V2 tesk. muskat.
1 tesk kanell.
V2 tesk vanilla.
1 tesk. rifinn sítrónubörkur.
2V2 1. mjólk.
Skerið skorpurnar af brauðinu og
smyrjið sneiðarnar með smjöri. Skorið
í litla bita, sem látnir eru í velsmurt
aflangt kökumót. Dreifið rúsínunum á
milli brauðbitanna. Þeytið eggin,
blandið, sykri, kryddi og mjólk saman
við þau. Hellt yfir brauðið og rúsín-
urnar.
Kakan bökuð við nálega 225° í
40—45 mínútur.
Eplakaka.
200 g smjörlíki.
200 g sykur.
3 egg.
1 tsk. vanilla.
200 g hveiti.
• 1 tesk lyftiduft.
3 epli.
Kanell eða hnetur.
Linið smjörlíkið, hrærið það létt
og Ijóst með sykrinum. Eggjunum
Brauðkaka, ensk.
hrært saman við. Vanillu hrært í.
Hveiti og lyftidufti sáldrað út í.
Deigið látið í smurt ferkantað tertu-
mót. Eplin þvegin, skorin í báta, raðað
þétt í fallegar raðir ofan á deigið.
Stráið dálitum sykri með kanel eða
hnetum saman við ofan á eplin.
Bakað við góðan hita í nál. 25 mín-
útur.
Blúndurúllur.
115 g smjör.
4 msk. síróp.
1 msk. rifinn sítrónubörkur.
85 g sykur.
2 tsk. engifer.
85 g hveiti.
Fylling: IV2 dl. rjómi.
1 eggjavíta.
Blandið smjöri, sírópi, sítrónuberki
og sykri saman í pott, bræðið það við
vægan hita. Slökkvið undir pottinum,
sáldrið hveiti og engifer saman við.
Deigið hrært vel. Sett með tsk. á vel
smurða plötu. Hafið langt bil á milli,
því að kökurnar renna mikið út. Bakið
í 8—10 mínútur við 275°.
Kökurnar losaðar með hröðum hand-
tökum af plötunni og vafðar strax um
sleifarskaft. Kólni kökurnar of mikið,
svo ekki sé hægt að vefja þeim, eru
þær látnar augnablik inn í ofninn á
ný, þá linast þær aftur. Kældar á köku-
grind, geymdar vel í luktu íláti.
Fylltar rétt áður en þær eru bornar
Framh. á bls. 22.