Fálkinn - 11.04.1962, Page 22
cwi«-
réttir
Mörgum finnst egg og páskar eiga
samleið. Hér eru því nokkrar eggjaupp-
skriftir.
Sólauga.
4 hráar eggjarauður.
4 msk. saxaðar, sýrðar rauðrófur.
2 msk. saxaður laukur.
2 kryddsíldarflök.
4 msk. söxuð steinselja.
Sítrónusafi.
Rifin piparrót.
Allt saxað, en haldið aðskildu. Setjið
4 tómar eggjaskurnir á lítið fat, raðið
rauðrófum, lauk og síld utan með svo
myndist hringir í kringum þaer. Fjar-
lægið skurnina, setjið eggjarauðu í stað-
inn.
Steinseljan sett á fatið, pressið dá-
litlum sítrónusafa yfir hana.
Egg með ansjósu.
Harðsoðin egg.
Ansjósur eða kryddsíld.
Tómatar.
Majonnes.
Kapers.
Smjörsteikt brauð.
Harðsjóðið eggin, látið þau í kalt vatn.
Takið skurnina utan af. Skerið af gnn-
an endann, takið rauðuna varlega úr.
Merjið hana ásamt síldinni. Fyllið eggið
með kreminu á eftir. Hrærið það út
með majonnes og smyrjið því á kringl-
óttar steiktar brauðsneiðar. Leggið tó-
matsneið þar ofan á. Sprautið majonnes
í kring og stráið kapers yfir. Hvolfið
egginu, í miðjuna.
Ostfrauð.
100 g smjöi'líki.
40 g hveiti.
% 1. mjólk.
Salt, pipar, muskat.
4 egg.
100 g bragðsterkur ostur.
Bræðið 75 g af smjöri, hrærið hvéit-
inu saman við, þynnið út með heitri
mjólkinni. Soðið 5 mínútur. Kryddað.
Hrærið afganginum af smjörinu saman
við ásamt rauðunum, einni og einni í
senn.
Eggjahvíturnar stífþeyttar, blandað
varlega í deigið. Síðast er rifna ostin-
um blandað í. Hellt í smurt, eldfast mót
(með beinum kanti), sett strax inn í
meðalheitan ofn 200°. Bakað í 25—30
mínútur. Borðað undir eins.
Harðsoðin egg í skál.
Harðsoðin egg í skál.
160 g hveiti.
100 g smjörlíki.
1 egg.
Ögn af salti.
3 dl. soðin hrísgrjón.
1 dl. majonnes.
1 tesk. karry.
Harðsoðin egg.
Karsi eða steinselja.
Smjörlíkið mulið og hveitið, vætt í
með egginu. Hnoðað. Flatt út. Þekið
innan tertumót með deiginu, stingið það
með gaffli og bakið það við góðan hita.
Kælt.
Fyllt með hrísgrjónum, sem majonnes
og karry hefir verið hrært saman við.
Stingið heilum harðsoðnum eggjum
ofan í. Skreytt með karsa eða steinselju.
Kökunppskriftir
Frh. af bls. 19
fram, annars linast þær. Þeytið rjóma
og eggjahvítu, hvert fyrir sig. Blandið
eggjahvítunni varlega saman við rjóm-
ann. Sprautað inn í rúllurnar frá báð-
um endum.
Úr þessari uppskrift fást um 30 rúll-
ur, sem geymast vel svo fremi að köku-
kassinn sé vel loftþéttur.
22 FÁLKINN