Fálkinn - 11.04.1962, Page 25
■i
mmMsm
g.
inn að uppruna og líklega stæði hann
í einhverju sambandi við frjósemis-
dýrkun og trúna á eggið sem frjósemis-
tákn: Páskaeggin voru vanaleg skreytt
með litskrúðugum myndum og eru
Suður-Evrópubúar snillingar í að mála
páskaegg. Páskaegg úr súkkulaði eða
marsipani eru hins vegar uppfinningar
hugvitssamra sælgætisframleiðenda, er
hafa séð, að í þessum sið var talsverð
fjárvon, ef unnt var að koma því á,
að menn keyptu egg úr súkkulaði eða
einhverju öðru sælgæti, í stað þess að
kaupa fuglaegg.
Rétt fyrir heimsstyrjöldina síðari
mun framleiðsla á páskaeggjum úr
súkkulaði hafa byrjað hér á landi. í
fyrstu var smátt farið af stað og aðeins
nokkur hundruð hafa verið framleidd;
enda voru peningaráð manna ekki eins
mikil þá og þau eru nú. En á stríðsár-
unum jókst þessi neyzla mjög og tóku
æ fleiri sælgætisverksmiðjur að fram-
leiða þessi egg, en það mun hafa verið
sælgætisgerðin Freyja, sem hóf fram-
leiðsluna hér á landi.
Okkur langaði mjög til að kynnast
framleiðslunni á þessum vinsælu eggj-
um, sem venjulega eru afgreind frá
öðrum eggjum með því að kalla þau
páskaegg. Við brugðum okkur því upp
í sælgætisgerðina Nóa og lituðumst þar
um.
Súkkulaðið, sem notað er í páska-
eggin, er unnið þarna á staðnum. í það
eru notuð m. a. kakóbaunir og sykur,
ásamt mjólk og ýmsum bragðefnum.
Kakóbaunirnar eru unnar þarna á staðn-
um. Eftir að búið er að laga súkkulaði-
blönduna, þá er hún hrærð saman í
geysistórum potti, en þaðan er hún
leidd í pípum að miklu færibandi, þar
sem á eru mótin, sem súkkulaðisteng-
urnar eru steyptar, en að þessu sinni
er súkkulaðið látið renna í páskaeggja-
mót. Mótin renna svo á færibandi í
gegnum kæliklefa, þar sem súkkulaðið
storknar og við enda færibandsins taka
tvær stúlkur við mótunum og slá
,,skeljarnar“ úr, en tvær ,,skeljar“
Frh. á bls. 34.
■
' ' .v
iiii
■