Fálkinn - 11.04.1962, Síða 26
ÞAÐ VAR steinhljóð í herberginu.
Doris sat eins og þrumu lostin við hlið
Pedros. Pedro bjó sig undir að rísa á
fætur.
Julian vék sér beint að Doris:
— Þú kemur strax með mér heim!
Doris stóð skjálfandi á fætur og leit
tortryggin í áttina til Ceciliu.
Pedro reis á fætur.
— Afsakið, hóf hann máls, — en ég
hef kynnst dóttur yðar og vil gjarna ...
Julian greip fram í fyrir honum.
— Ef þér eigið erindi við dóttur mína
þá getið þér heimsótt hana í hús mitt,
sagði hann stuttaralega. — Þér eruð
velkominn heim til okkar hvenær sem
er, en mér geðjast ekki að því að þér
séuð að hitta Doris á laun.
— En kæri Julian, sagði Cecilia og
tók fram silkivasaklút og þurrkaði sér
um augun í ákafa. — Hvers vegna ertu
að gera slíkt veður út af þessu? Ég er
hrædd um, að þú vitir alls ekki hvernig
þetta er allt saman í pottinn búið.
— Ég veit allt um þetta, Cecilia. Og
framvegis vildi ég mega biðja þig að
skipta þér ekki af uppeldi dóttur
minnar. , i
Augu Ceciliu skutu gneistum. „Dóttur
minnar“ hafði hann sagt. Hún var að
því komin að móðga Julian, en þegar
hún leit framan í hann, ákvað hún að
þegja.
★
Þegar Julian fór frá Bursagasse, sátu
konurnar tvær einar eftir í forstofunni.
Bettina var mjög föl.
— Má ég bjóða yður eitthvað að
drekka? spurði Gabriela. Innst inni var
hún hrædd við fyrri konu Julians, en
á þessari stundu kenndi hún í brjósti
um hana.
Bettina svaraði játandi og Gabriela
varð fegin að fá eitthvað til þess að
sýsla við. Hún útbjó bakka með glasi
og karöflu með sherry og lét sig síðan
falla niður í stól sinn.
Bettina dreypti á glasinu. Smátt og
smátt færðist eðlilegur roði í kinnar
henni.
— Ég vona að þér séuð því ekki mót-
fallin, að ég skuli hafa sezt að í íbúð-
inni hérna, sagði hún loks. — Við þurf-
um ekki að hafa svo mikið saman að
sælda, þótt við búum í sama húsinu.
— Þetta var víst bezta lausnin, eins
og málum var háttað, sagði Gabriela
lágt. — Annars flytjum við bráðlega,
Julian og ég.
Bettina hrökk svo snöggt við, að
nokkrir víndropar féllu í kjólinn henn-
26 FÁLKINN
ar. Ætlaði Julian að flytjast á brott frá
Túbingen? Ákafur ótti óx innra með
henni.
•— Já, hélt Gabriela áfram og tók
sígarettu úr hylki, sem lá á borðinu. —
Julian hefur einmitt staðið í samninga-
viðræðum við fyrirtæki, sem vill hefja
framleiðslu á nýja hjartalyfinu hans.
Bettina dró andann djúpt að sér.
— En. . . en það er stórkostlegt
svaraði hún.
Gabriela hélt áfram:
— Ég vona, að hér eftir geti Julian
helgað allan tíma sinn vísindastörfum,
og þurfi ekki að eyða kröftum í niður-
drepandi brauðstrit eins og apótekara-
starfið er í hans augum.
— Dásamlegt sagði Bettina. — Ég
á við.. þetta verður dásamlegt hjá
ykkur.
Gabriela drap í hálfreyktri sígarett-
unni.
— Við höfum í hyggju að flytjast til
Stuttgart... Þá getið þér líka fengið
allt húsið til yðar umráða.
Bettina reis á fætur. Hendur hennar
skulfu eilítið. Hún horfði rannsakandi
á Gabrielu.
— Já, allt verður þetta víst gott að
lokum, sagði hún og fór.
★
Um tólfleytið næsta dag bankaði
Julian á dyrnar á íbúð Bettinu. Bettina
kom sjálf til dyra. Hún var mjög
áhyggjufull á svip. Hún vissi, að kvöldið
áður hafði Julian haft Doris heim með
sér, en hún hafði enn ekki séð hana.
Julian sagði henni alla söguna í stuttu
máli.
— Grunur þinn reyndist sem sagt
réttur, sagði hann í lok frásagnar sinnar
og brosti eilítið, og þegar hann sá
hversu óttaslegin hún var á svip, lagði
hann handlegginn um axlir hennar til
þess að róa hana. Fáein andartök voru
þau rétt eins og þau væru orðin hjón
aftur. Julian hafði'gert þetta ósjálfrátt,
en jafnvel þótt hann áttaði sig, lét
hann þetta gott heita.
— Áttu við að Cecilia. .. hrópaði
Bettina.
— Já, það er einmitt það sem ég
meina. Og satt að segja hafði þessi ungi
piltur mjög góð áhrif á mig, bætti hann
við og lét handlegginn síga.
Hann virti hana fyrir sér.
— Ég er ekki alveg viss um, að þú
hafir á réttu að standa í þessu máli,
Bettina, sagði hann eftir stundar þögn.
— Það er ómögulegt að sjá annað en
Doris og þessi Pedro elski hvort
annað, og... og það er ekki svo auð-
velt að ráða við ástina. Við höfum jú
sjálf verið ung einhvern tíma ...
Bettina roðnaði Minningarnar frá
æskudögum hennar birtust henni hver
af annarri, en allt í einu varpaði hún
þeim öllum frá sér og sagði kaldri og
ákveðinni röddu:
— Þú þekkir ekki Pedro, Julian.
Það er ekki einvörðung sagan um ensku
stúlkuna. Það er um margar fleiri að
ræða. Já, alltof margar, þótt þær hlytu
ekki jafn átakanlegan endi og hún.
Julian stóð á fætur.
— Það er einmitt þess vegna, sem
ég er kominn til þín. Sannleikurinn er
sá, að einmitt á þessari stundu situr
Pedro Gonzales niðri í skrifstofu minni.
Hann er kominn til þess að biðja um
hönd Dorisar. Það er ef til vill bezt, að
þú komir og talir við hann . . .
★
Pedro stóð við gluggann og sneri baki
í Julian og Bettinu, þegar þau gengu
inn í herbergið.
— Bettina, kallaði hann. — Ég er
kominn hingað til að . . . bætti hann
við ákafur, en Bettina greip fram í
fyrir honum.
— Já, já, ég veit það. Maðurinn minn
var einmitt að segja mér frá því.
Hún stanzaði og uppgötvaði allt í
einu, að hún hafði sagt „maðurinn
minn“. Hún hafði sagt þetta svo ósjálf-
rátt og eðlilega og hún sá á svipbrigð-
um Julians, að hann hafði einnig tekið
eftir þessu. Hann var mjög áhyggju-
fullur á svip.
— Ég efast ekki hið minnsta um, að
þú og Doris séuð ástfangin hvort af
öðru, hélt hún áfram. — En geturðu
sagt mér, af hverju þið ætlið að lífa?
Þú ert ekki einu sinni hálfnaður með
nám þitt, og Doris raunar ekki heldur.
Þú hlýtur að skilja, að við getum ekki
sagt já og amen við þessu að svo komnu
máli.
Pedro rétti úr sér:
— Ég er ekki eins bláfátækur og þú
heldur. Ég á peninga, sem ég hef erft
eftir móður mína. Það er að vísu ekki
mikið, en það ætti að nægja okkur fyrst
um sinn.
— Ég veit nákvæmlega hvað þú átt
mikið af peningum, sagði Bettina. —•
Það dugar kannski í eitt ár, í mesta lagi
tvö, ef þið eruð sparsöm, og það ert þú
að minnsta kosti ekki. En það er ekki
aðeins þetta atriði, sem er í veginum.
Það veizt þú eins vel og ég.
Pedro roðnaði og hvítnaði á víxl.