Fálkinn


Fálkinn - 11.04.1962, Page 27

Fálkinn - 11.04.1962, Page 27
Julian sá hvernig hann kreppti hnefana og reyndi af öllum mætti að hafa hemil á skapi sínu. — Ég er ekki lengur sá, sem ég var, sagði hann loks. — Ég veit hvað þú átt við, en ég hef breytzt. Ég elska Doris á annan hátt en ég hef elskað nokkra konu áður. Og ég er orðinn fullorðinn, mundu það. Með örvæntingarfullu augnaráði starði Pedro á Bettinu og hann varð að væta varirnar til þess að geta haldið áfram: —Hvað svo sem þú segir og hvað sem þú kannt að gera til þess að skilja okk- ur að, mun ég kvænast Doris. Ég kæri mig kollóttan um peningana og það gerir Doris líka. Við erum ekki hrædd við að þurfa að vinna fyrir okkur. — Þú hefur nú aldrei unnið ærlegt handtak allt þitt líf, sagði Bettina kuldalega. — Þú hefur ekki einusinni tekið nám þitt alvarlega. Og hvað Doris viðvíkur. . . Hún andvarpaði þungan . . . Ég skal tala við hana og þá skulum við sjá til hvað gerist. Hvað sem öllu líður vík ég ekki frá þeirri sannfæringu minni, að ykkur sé fyrir beztu að bíða í eitt ár. Andartak stóð Pedro og horfði á hana hatursfullum augum. Síðan hneigði hann sig og fór. ★ Hægt og hægt seig myrkrið yfir Túbingen. Andvari bærði þunnar þoku- slæðurnar, sem allan daginn höfðu legið yfir þessum litla bæ. Þegar myrkrið skall á, var orðið stjörnubjart og kalt í veðri. Það leyndi sér ekki, að vetur- inn var í nánd. Húsið í Bursagasse var með öllu hulið myrkri. íbúar þess höfðu gengið snemma til hvílu. í hverju herbergi hvíldi mannvera, sem hafði við sínar áhyggjur og vandamál að stríða. . . Bettina, Albert, Julian, Gabriela, Doris, Minna og Júrgen litli. . . Þessa hljóðu nótt fengu hugsanir þeirra ósýnilegar myndir. Hvað mundi gerast? Hvernig mundi enda þessi saga, sem á ytra borði var hreinasti gamanleikur, en fyllsta alvara og annað en gaman öllum þeim, sem höfðu með höndum hlutverk í honum. - Löngu eftir að Gabriela var sofnuð, lá Julian vakandi og starði út í myrkrið. Tölur og efnafræðilegar formúlur hring- snerust í höfðinu á honum. Hann var orðinn dauðþreyttur en spenntar taug- ar héldu fyrir honum vöku. Loks seig á hann eins konar mók. Þannig lá hann um stund og fann hvernig augnalok hans urðu stöðugt þyngri og þyngri. Þá heyrði hann hljóð. Einhver var að ganga um. Hann reis upp í rúminu og leit á sjálflýsandi vísa klukkunnar. Hálf eitt... Hljóðlega steig hann fram úr rúmi sínu, smeygði sér í slopp og skauzt út úr herberginu. Þegar hann kom fram í forstofuna opnuðust dyrnar á bað- Doris sat eins og þrumu lostin við hlið Petros FALKINN 27

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.