Fálkinn


Fálkinn - 11.04.1962, Side 28

Fálkinn - 11.04.1962, Side 28
herberginu, og Doris birtist. Julian kveikti ljós. Doris var grátbólgin og örvæntingin skein úr barnslegu andliti hennar. Þegar hún kom auga á Julian, virtist hún í fyrstu ætla að loka hurðinni á bað- herberginu aftur og læsa að sér. En hún stóð kyrr . . Julian reyndi að brosa til hennar, en fann, að það var misheppnuð tilraun. — Ert það þú sem læðist um eins og draugur um miðja nótt, sagði hann vin- gjarnlega. Og þegar hann sá, að hún var berfætt, bætti hann við: — Þér verður kalt, ef þú ert að striplast svona berfætt. — Hvaða máli skiptir það? Rödd hennar skalf. Julian gekk til hennar og lagði hand- leggina um axlir henni. — Er þetta svona erfitt, spurði hann og hún kinkaði kolli og átti fullt í fángi með að bæla grátinn niður. Allt í einu LITLA SAGAN: AFHJUPAÐUR Karlmaðurinn er af skaparans hálfu verr úr garði gerður en konan. í bæt- ur fyrir það er hann útbúinn með nokkru, sem konan hefur ekki. Ég er að hugsa um galla karlmannsins. Eins og kunnugt er hefur hann nóg af þeim. Ég er gæddur nokkrum. En ég ætla strax að taka það fram, að ég hef aldrei verið Maríönnu ótrúr, en ég hef .... já, ég veit ekki, hvers konar hugsun það var, sem skaut upp í huga mér hérna um kvöldið, þegar ég var einn heima, en Marianna var 322 km. í burtu hjá móður sinni í Holsterbro. í nálega viku hafði ég verið einn heima og ég hafði eytt kvöldunum annaðhvort hálfsofandi fyrir framan sjónvarpstjaldið eða glaðvakandi af spenningi yfir leynilögreglusögu. Það var komið fram að helgi og ekkert var lengur læsilegt til í húsinu. Hvað gat ég fundið til þess að drepa tímann? Ef ég hefði verið ógiftur, hefði ég hringt til strákanna og við hefðum safnazt saman og skemmt okkur í glöð- um hópi. En ég var ekki lengur laus og liðug- ur og þess vegna þekkti ég enga káta og fjöruga stráka, sem væru til í djammið og ég gat hringt til. Strák- arnir, sem ég hafði þekkt, voru allir giftir, og þess vegna allir bundnir í báða skó og ekki vitund fjörugir lengur. Ef ég hefði um frjálst höfuð strokið, verið ókvæntur, þá hefði ég getað farið út og náð mér í skvísu, en ég varð að 28 FÁLKINN greip hún báðum höndum í slopp hans og sagði: — Getur þú ekki hjálpað mér? Hvers . vegna megum við ekki gifta okkur? Við elskum hvort annað . . . — Þú ert of ung, Doris. Þú ert bara barn enn þá. Ég talaði við hana móður þína í gær. Við höfum ekkert á móti því, að Pedro komi hingað öðru hverju og heimsæki þig, en þú færð ekki leyfi til þess að hitta hann á laun án okkar vitneskju. Móðir þín þekkir Pedro og hún veit betur en ég ... Doris sleit sig lausa frá honum og gat nú ekki lengur tára bundist: — Móðir mín hefur ekki kært sig hið minnsta um mig í öll þessi ár. Hún lét okkur börnin afskiptalaus, rétt eins og við værum ekki til. En nú þegar hún vill aðskilja okkur Pedro, þá beitiy hún foreldrarétti sínum til hins ýtrasta. Og þú dansar eftir hennar höfði. Hún hikaði um stund, en síðan héldu sætta mig við þá tilhugsun að vera giftur. En bíðum nú við. Hve langt er annars til Holsterbro? 322 kílómetrar. Það var nú bara andskoti langt, ef maður fór að hugsa um það. Meira en tíu sinnum lengra en frá Kaupmanna- höfn til Hróarskeldu. Frá Holsterbro var ekki hægt að komast óvænt heim. Það þýddi, að ég gat strax dubbað mig upp í nýju, fallegu, bláu fötin mín, og farið í bæinn. Það mundi enginn kjafta frá því og engin Gróa í Holsterbro mundi nokkru sinni komast að því. Ég gæti farið á bar. Ég hafði ekki tyllt mér niður við bar í þau tólf ár, sem ég hafði verið giftur. Það gæti verið skemmtilegt að reyna það aftur, fá sér einn lítinn og blikka svolítið stelpurnar, auðvitað í mesta sakleysi, og aðeins til þess að finna Framh. á bls. 34. orðin áfram að streyma af vörum hennar: — Ef til vill væri þetta allt öðru vísi, ef þú værir hinn rétti faðir minn, hróp- aði hún, og hljóp til herbergis síns. Julian stóð sem steini lostinn. Hann heyrði hvernig Doris hljóp niður stig- ann, opnaði dyrnar á herbergi sínu og skellti þeim aftur á eftir sér. Hann stóð enn hreyfingarlaus, þegar hann heyrði hana snúa lyklinum í skráargatinu . . . ★ Morguninn eftir var Julian með kveljandi höfuðverk. Hann tók inn höfuðverkjatöflu og hugaði betur að fötum sínum en hann var vanur að gera. í dag átti hann að fara til Stuttgart til þess að undirskrifa samninginn við Zynthia-verksmiðjuna. — Ég vona að ég hafi góðar fréttir að færa þér, þegar ég kem aftur, sagði hann við morgunverðarborðið. Gabriela var þögul. Samtal Julian og Doris um nóttina hafði vakið hana, en hún hafði ekki látið á því bera. Það hryggði hana, að hann skyldi ofan á allt annað þurfa að hafa svona miklar áhyggjur af stelpunni. Innst inni óttaðist hún einnig, að vandræðin með Doris mundu skapa tengsl milli Julians og fyrri konu hans. Því var nú einu sinni þann veg farið með sameiginlegar áhyggjur — þær bundu manneskjurnar traustum böndum. Gabriela hafði einnig heyrt slúðrið um að Doris væri ekki barn Julians, — að hún væri dóttir þessa viðbjóðslega manns, Hohenperch prins. En það virtist engu breyta til- finningum Julians í hennar garð. Hann elskaði Doris eins og hún væri hold af hans holdi og blóð af hans blóði. Gabriela stundi. Bara að hann gæti borið í brjósti sams konar tilfinningar í garð Júrgens litla. En það var engu líkara en litli drengurinn færi í taug- arnar á honum. Var það af því, að Julian var ekki ungur lengur? Eða var það af því að barn hennar minnti hann stöðugt á það, sem hann vildi framar öllu gleyma? — O, hvað það væri dásamlegt, ef allt gengi nú vel með samninginn og Zynthia-verksmiðjuna, sagði hún. — Þá mundum við verða frjáls og ekki upp á neinn komin nema okkur sjálf. Ef ég tryði ekki á bjartari og glæsilegri fram- tíð okkur til handa, þá mundi ég ekki geta verið einum degi lengur í þessu húsi. Julian reyndi að hughreysta hana. Hann var aftur rólegur og fullur af sjálfstrausti og skömmu síðar gekk hann traustum og ákveðnum skrefum inn í bílskúrinn til þess að setja bifreið sína í gang. Hann flautaði ánægjulega um leið og hann lagði af stað til Stuttgart. Málið var svo til leyst. Tími erfiðleikanna mundi brátt heyra fortíðinni til. En nokkrum klukkustundum síðar var hann ekki jafn bjartsýnn. Það var Framh. á bls. 32.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.