Fálkinn


Fálkinn - 11.04.1962, Qupperneq 33

Fálkinn - 11.04.1962, Qupperneq 33
Bjóðið JViwtdolene velkownið9 of/ keeðjið eninsfötunn 1 Húsmæður, sem fylgjast með tíman- um, eru löngu hættar að nota vatns- fötu og kúst við gluggaþvottinn. Þær nota hið vinsæla Windolene. Rúðan verður hrein og fín með Wín dolene Sutton Roll On, svitalögurinn, rekur hina hvimleiðu svitalykt á flótta, en skapar í staðinn yndislega blóma angan og vellíðan. * Einkaumboð á íslandi. SUNNUFELL H.F. Höfðatúni 10. — Sími 13649. HrútsmerkiS (21. marz—20. apríl). Látið ekki peningaáhyggjur spilla gleðinni í þessari viku. Reynið að taka hlutunum með ró, enda þótt. eitthvað ami að. Gætið þess enn fremur að sýna alúð og hjálpsemi heima fyrir, því að það kemur í ljós að þér hafið sinnt heimilinu of lítið. Nautsmerkið (21. apríl—20. maí). Ef heilsa yðar hefur valdið yður áhyggjum, þá er allt útlit fyrir að þér munuð öðlast skjótan og góðan bata. Gætið þess aðeins að fara vel með yður. Bréf eða upphringing getur annaðhvort valdið gleði eða vonbrigðum. Tvíburamerkið (21. maí—21. júní). 1 þessari viku getið þér loksins hvílzt algerlega með fjölskyldu yðar. En vissulega er ýmilegra óvæntra atvika að vænta og bæði giftir og ógiftir munu varla komast hjá því að lenda í einhverju óvenjulega skemmtilegu. Krabbamerkið (22. júní—22. júlí). Um nokkra hríð hefur starfið átt allan huga yðar. Reynið að gefa fjölskyldu yðar meiri gaum og hlynna henni eftir beztu getu, því að satt að segja hafið þér vanrækt hana alltof mikið upp á síðkastið. Ljónsmerkið (23. júlí—22. ágúst). Þér munið fá mörg góð tækifæri og það er um að gera að grípa þau og færa sér þau í nyt. En þér skuluð ekki gera ráð fyrir neinu fyrirfram, þá mun allt ganga vel. Stjörnurnar segja, að ástamálin munu leika í lyndi um helgina. Jómfrúarmerkið (23. ágúst—22. sept.). Þessi vika mun verða mjög hagstæð, bæði með til- liti til vinnu og einkalífs og þér fáið got.t tækifæri til þess að auka tekjur yðar. Takið samt ekki að yður meiri vinnu en þér eruð fær um að leysa, því að þér þurfið áreiðanlega að hvíla yður svolítið. VogarskdlarmerkiS (23. sept.—22. okt.). Einhver vandræði munu koma upp í lok vikunnar, en þér munuð auðveldlega komast í gegnum þau, ef þér sýnið heiðarleika í hvívetna. Yður til mikillar undrunar mun persóna nokkur, sem þér hafið hingað til álitið vera yður óvinveitta, reynast vinur í raun. Sporðdrekamerkið (23. okt.—21. nóv.). I þessari viku er um að gera að lofa ekki meiru en þér getið efnt með góðu móti. í lok vikunnar er allt útlit fyrir að yður muni berast fréttir af vini, sem þér hafið ekki lengi haft tækifæri til að hitta. Bogamannsmerkið (22. nóv.—22. des.). Stjörnurnar segja, að þessi vika verði mjög góð á öllum sviðum, f jölskylduvandamál munu leysast á mjög skemmtilegan máta. Þér ættuð að reyna að vera ögn samvinnuliprari við samstarfsmenn yðar. Enginn vafi leikur á því, að þér mun verða vel launað. Steingeitarmerkið (22. des.—20. jan.). Undanfarna daga hafið þér verið niðursokkinn í eigin hagsmunamál og þess vegna ekki sinnt vinnu yðar sem skyldi. Þetta eigið þér auðvelt með að laga. Sú snurða, sem hljóp á þráðinn, í ástamálunum mun enda með því að sætt verður gerð. Vatnsberamerkið (21. jan.—19. febr.). í þessari viku munu þér fá tækifæri til nokkurs, sem yöur hefur lengi dreymt um; sem sé að losna við ys og þys hversdagsleikans, en upplifa eitthvað nýtt og spennandi. Það getur verið að um sé að ræða ferðalag. Fiskamerkið (20. febr.—20. marz). Það verður æði mikið að starfa í þessari viku. Þér þurfið að skipuleggja allt að nýju. Það er á skipu- Íaginu, sem kerfið hefur strandað, ef hægt er að kalla það kerfi. Varið yður á lítilli dökkhærðri konu. Hún get.ur orðið hættuleg. FÁLKINN 33

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.