Fálkinn - 11.04.1962, Blaðsíða 35
fengið kvef í nös. Eiríkur vinnur langan
dag og vinnudagur hans við uppbygg-
ingu landsins og rafvæðingu er líka
orðinn sérlega langur og glæsilegur.
Sv. S.
Ég er ■ hættn
Frh. af bls. 18
sögurnar yðar .... og þá finnst manni,
að maður þekki persónuna. Er það ó-
svífið að biðja yður að fylgja mér
framhjá garðinum? Ég bý spölkorn frá
honum.
Ég anzaði þessu mjög óvarlega. Og
þegar við vorum komin út á götuna, þá
skildi ég, að ég hafði farið enn óvarleg-
ar að. Þessu hvarflaði að mér, þegar
ég tók að mæla herðarnar í huganum.
Þær voru að minnsta kosti meter á
breidd. Og það leiðinlega við þær, var
það, að þær sátu á þeim manni, sem
hafði verið að elta hina litlu, snotru G.
N. Torning. Maðurinn stóð í nokkurra
metra fjarlægð frá götudyrunum að
húsi sínu og beið. G. N. Torning stakk
handlegg sínum undir arm mér blíð-
lega og við lögðum saman af stað með-
fram grindverkinu.
Ég vil taka það fram, að í brjósti
mínu bærðust fleiri og sumpart öðru-
vísi tilfinningar en venjulega, þegar
ég geng við hliðina á stúlkubörnum.
Venjulega eru áform mín sóknaráform,
en nú átti ég í vök að verjast. Varnar-
áformin þurfa að vera virk, er maður
heyrir þungt og fast stigið til jarðar
rétt fyrir aftan sig og þegar myrkt,
mannlaust landsvæði er fyrir framan.
Við höfðum þegar farið fram hjá sex
skuggalegum trjám, er ég sagði: — Vina
mín .... hafið þér nokkurn tíma tekið
eftir hinu fíngerða laufi eikarinnar hér
fyrir ofan? Við skulum stanza og njóta
útsýnisins.
Um leið og ég sagði þetta, sá ég svo
um, að við snérumst alveg á hæli. Og
þá stóðum við augliti til auglitis við
hinn herðibreiða mann. Hann hafði líka
numið staðar og sagði hrjúfri röddu:
— Gott kvöld .... en það er ekki ætl-
un mín að eyðileggja rómantíkina. Ég
sá í sporvagninum, að stúlkan hafði
men úr gulli um hálsinn. Ef ég fæ
það, þá skal ég hverfa hljóðlaust ....
Hér er ég neyddur til þess að slíta
söguþráðinn til þess að segja frá því,
að ég þekkti á mínum manndómsárum
rauðhærða yngismey, sem þvoði og
þerrði glös á bar í Marseilles. Ég er
ekkert að raupa þótt ég segi, að hún
hafi verið yndisleg, því að yndisþokki
hennar var einfaldlega fyrstá hlekkur-
inn í þeirri orsakakeðju, sem leiddi ti.
þess, er gerðist á þessu vetrarkvöldi,
þegar ég komst í hann krappann.
Sumpart vegna þess að stúlkan í
Marseilles leit út eins og raun bar
vitni, urðu mér þau mistök á, að ég
gerðist allt of nærgöngull og kvöld
eitt eftir lokunartíma barsins, vissi ég
ekki fyrr en ég sat á gólfinu fyrir fram-
an hina vel sköpuðu ökla hennar, en
um hægri öklann hafði hún mjóa gull-
keðju til skrauts. Ég tók fastar um
ölkrúsina og var dálítið feiminn, af
því að ég hafði hrapað ískyggilega ....
— Hvernig fórstu eiginlega að þessu
Ninette? spurði ég hæversklega og
fullur aðdáunar. Hefirðu lært japanska
glímu?
Ég komst ekki að því þetta kvöld. En
þegar ég hafði dvalizt í Marseilles í
þrjár vikur og notið góðvildar Ninette
í tvær vikur, kenndi hún mér bragðið.
Það er aðeins fólgið í því að láta
handarhliðina lenda á ákveðnum stað á
hálsi þess, sem maður vildi sýna vin-
áttu sína í verki.
Ég hef oft notað þetta bragð síðan,
þegar hetjur mínar höfðu misst marks
með byssu, en vildi samt sem áður hafa
Kæri Astró.
Viltu gjöra svo vel og segja
mér afstöðu stjarnanna til
framtíðar minnar. Ég er
fædd 2. maí 1935 klukkan 11
f. h. Hef verið hrifin af pilt-
um, eins og gerist og gengur,
aldrei verið trúlofuð, né eign-
ast barn. Ég var með manni,
sem er fæddur 4. sept. 1925,
en snerist svo hugur og þyk-
ist ákaflega ástfangin í öðr-
um núna, sem er fæddur 19.
ágúst 1932. Nú langar mig til
að vita hvort eitthvert sam-
band verður milli okkar, ann-
að hvort mannsins sem fædd-
ur er 1925 eða 1932. sem sagt
að fá að vita allt varðandi
framtíð mína. Vonast eftir
svari sem allra fyrst. Með
fyrirfram þakklæti og kærri
kveðju.
Hansína.
Svar til Hansínu.
Þegar þú fæddist var Sól,
Máni, Merkúr og Úranus í ell-
efta húsi vina þinna, ef tími
sá sem þú gafst upp um fæð-
ingarstund er réttur. Þetta
bendir til þess að þú eignist
marga og sterka vini, sem
munu verða þér til mikils
stuðnings í lífinu. Merkúr
hér bendir til vina, sem sér-
staklega eru mikið gefnir fyrir
stutt ferðalög, bókmenntir o.
s. frv. Úranus bendir til ó-
venjulegra vina sem afsumum
mundu verða kallaðir þver-
hausar.
Venus í 12. húsi merkir
Tvíburana, þykir vera ör-
uggt tákn um tvo maka í líf-
inu. Hins vegar þykir staða
hans aldrei vera heppileg
þarna varðandi ástamálin og
bendir venjul. til öfundar og
illkvittni í þinn garð vegna
ástamála þinna. Þú ættir því
að standa á varðbergi gegn
slíku, því rógsraddir þarf að
þagga niður í tíma. Neptún
í þriðja sæti bendir til að þér
sé gjarnt að fara í smá ferða-
lög, en þú ættir að varast
ferðafélaga þína, sértsaklega
ef þú þekkir þá ekki áður og
forðast að gera ókunnuga að
trúnaðarvinum þínum, því
þeim hættir til að notfæra sér
trúnaðartraust þitt til að ota
eigin tota á þinn kostnað.
Einnig hættir þér til vand-
ræða í sambandi við bréfa-
viðskipti nágranna, ættingja
og skriftir. Mars í fjórða húsi
bendir til heimiliserja og oft
sérstaklega við foreldrana.
Þrátt fyrir þá spennu sem
oft vill ríkja á heimilinu und-
ir þessari afstöðu ertu
heimakær og þykir gott að
láta fara vel um þig og leita
þér hvíldar þar. Fólk með
þessa afstöðu ætti samt aldrei
að vera með aukavinnu heima
hjá sér, eða stunda vinnu í
heimahúsum, eins og t. d. að
vera með verkstæði í kjallara
eða eitthvað því um líkt.
Júpíter í fimmta húsi undir
erfiðum afstöðum bendir til
nokkurra erfiðleika í ástamál-
unum og spennu. Þú ættir
einnig að forðast að leggja út
í vafasamar áhættur með
peningana, sérstaklega þar
sem vinir þínir eru, því þú
getur hæglega tapað á óvitur-
legri breytni þeirra. Þessi af-
staða bendir einnig til þess að
ekki verði gott samkomulag
milli barna þinna og vina
þinna og að börn þín verði
mjög eindregið mótfallin
þeim vinahópi sem þú ert í.
Saturn í 9. húsi bendir til þess
að þú ættir ekki að leggja í
ferðalög til útlanda, því gæf-
an er þér ekki hliðholl á slík-
um ferðalögum.
Með tilliti til spurningar-
innar um hvor piltanna félli
betur við þig, sá sem fæddur
er 1932 eða 1925. Við saman-
burð kortanna og þíns kem-
ur í ljós að sá, sem fæddur er
1925, er mikið líkari þér að
eðlisfari heldur en piltur sá
er fæddur er 1932 þó minni
aldursmunur sé á ykkur. Þið
eruð mjög lík að eðlisfari og
ég mundi því ráðleggja þér
að snúa þér til hans, ef þú átt
ekki annarra kosta völ held-
ur en þessarra tveggja manna.
Hann mun reynast þér betur.
FÁLKIN N
35