Fálkinn - 14.11.1962, Side 7
upp á marga fiska, þegar sjálf
húsmóðirin leggist svo lágt
að lesa leynilögreglusögur. Ég
var nú ekki aldeilis á því að
samþykkja þetta kjaftæði og
maðurinn minn ekki heldur
og vorum við sammála um,
að leynilögreglusögur væri
hollur lestur. Hvað finnst
ykkur?
Svar:
Okkur liefur verið sagt, aö ef
leynilögreglusaga er vel upp
byggö, þá eigi hún aö skerpa
hugsunina. Snjall liöfundur kann
oft aö spinna svo lopann, aJÖ
ógjörningur viröist í fyrstu aö
greina sökudólginn, en svo
greiöir hann smátt og smátt úr
flœkjunum, liö fyrir liö, og í
sögulok er sökudólgurinn fund-
inn á mjög óvenjulegan hátt.
Fyrir þeirri lausn færir hann
svo gild rök, sem vekja lesand••
ann til umhugsunar á því sem
á undan er gengiö. ViÖ mœlum
því meö leynilögreglusögum sem
lestrarefni í tómstundunum.
Atf lesa í rúminu.
Það virðist almennt vera
kominn sá tími, sem fólk eyð-
ir mest í lestur því að hér er
annað bréf um sama efni:
Kæri Fálki. — Mikið skelf-
ing langaði mig til þess að
vita, hvort það væri hættu-
legt að lesa í rúminu á kvöld-
in. Ég gét aldrei sofnað, nema
ég hafi eitthvað til að glugga
í áður. Vinur minn einn,
mikill sérvizkupúki, tjáði
mér, að þetta væri stórhættu-
legt. Hvað segið þið úm málið,
er það hættulegt eða ekki?
Svar:
Varla ef þér hafiö gott Ijós.
Kabyssan og Adamson.
-----— Mér finnst Adam-
son núna helmingi betri en
áður. Hann minnir mig á þá
gömlu góðu daga, þegar
maður gat hlegið af hjartans
lyst yfir bókstaflega engu.
Þessir kabyssubrandarar
minna mann ósjálfrátt á þá
gömlu góðu daga ...
Svar:
Já, þaö er gott aö geta lilegiö
aö engu.
Símalyfseðlar.
Kæri Fálki.
Fyrir nokkru var allmikið
rætt um hin svokölluðu deyfi-
lyf í dagblöðum borgarinnar
og voru þeir er rituðu ekki
á eitt sáttir um hvernig mætti
stemma stigu við óhófsnautn
þessara lyfja. Hvað um það,
skömmu síðar fyllast þing-
menn vorir eldmóði og spyrja
heilbrigðismálaráðherra, hvað
sé hæft í skrifunum. Og síðan
lét framtakssemin ekki á sér
standa. Borin er upp tillaga
þess efnis, að banna skuli
símalyfseðla með öllu —
Þetta hygg ég vera vanhugs-
aða tillögu, því að það er
ákaflega hentugt fyrirkomu-
lag að fá lyfseðla í gegnum
síma. Bæði er það, að margir
þeir, sem á lyfjum þurfa að
halda, hafa ekki urmul af
sendisveinum í kringum sig
og svo kannski eiga þeir erfitt
með að komast sjálfir.
Reseptus.
Svar:
Því skrifar bréfritari ekki
þeim háttvirta alþingismanni,
sem bar fram tillöguna og sýnir
honum fram á meö rökum, aö
tillaga lians sé vanhugsuöf
Framhaldssaga fyrir börn.
Kæri Fálki. — Um leið og
ég þakka þér þína góðu fram-
haldssögu, Rauðu festina,
ásamt öðru góðu efni, geri ég
að tillögu minni að höfð verði,
framhaldssaga fyrir börn
líka eða eitthvað skemmtilegt
fyrir þau meira en aðeins
„Panda og safnarinn mikli“,
svo að hægt sé að segja með
sanni, að Fálkinn sé fyrir alla
fjölskylduna.
Móðir.
Svar:
Viö viljum benda bréfritara á,
aö Ottó, myndasagan, er líka
œtluö börnum og unglingum.
Annars höfum viö tekiö þessa
uppástungu til atliugunar.
Predikarinn og púkinn.
Kæri Fálki. — Ykkur að
segja, finnst mér bara blaðið
hafa verið gott, (þetta á ekki
að birtast), en mér finnst, ef
predikarinn á að líkjast að
einhverju leyti meistara Jóni
Vídalín, þá Þyrfti hann að
vera ögn tannhvassari. Við
skulum láta púkagreyið eiga
sig. Hann verður aldrei annað
en púki.
X-db.
Svar:
Þaö var alls ekki ætlunin aö
láta predikarann líkjast meist-
ara Jóni, enda félli þaö áreiöan-
lega ekki í góöan jaröveg hjá
lesendum, ef þeir yröu varir viö,
aö predikarinn væri aö boöa
þeim ógnir helvítis.
Söluumboð: Pétur 0. Nikulásson, Vesturgötu 39, Sími 20110.
FALKINN
7