Fálkinn - 14.11.1962, Side 9
eftirlitsflugi meðfram ströndinni. Flug-
vélinni var rennt á fullri ferð niður að
kafbátnum og djúpsprengjurnar látnar
detta í ca. 30 metra hæð; flugvélin
„rifin“ upp aftur og vegsummerki at-
huguð. Stundum voru loftbólur og olíu-
brák það eina sem sást, en í önnur
skipti laskaðist báturinn ekki meira
en svo að hann kom upp á yfirborðið
og hóf skothríð á flugvélina. Þá komu
vélbyssurnar í góðar þarfir og á ný
renndi flugvélin sér niður að kafbátnum
gegn kúlnahríð hans og í vissri hæð
sendu sex vélbyssur eldgusur niður í
hinn gráa búk bátsins. Og þessi leikur
endaði stundum með sigri annars hvors
stríðsaðilans, en stundum með ósigri
beggja.
Heima í Corbett Camp var herbúða-
lífið komið í fastar skorður, ef hægt
er að taka svo til orða um hermenn í
stríði. Hinsvegar ágerðist drykkjuskap-
ur og óregla og slagsmál voru tíð. Þá
lentu nokkrir úr herdeildinni fljótlega
í því að vera teknir höndum af íslenzku
lögreglunni og skýrslur um afbrotin
voru send yfirmönnum í Carbett Camp.
Það kom í hlut Njarðar, sem eina
mannsins í herdeildinni sem skildi ís-
lenzku, að þýða þessar skýrslur úr ís-
lenzku á norsku, á nóttunni, því á dag-
inn biðu önnur störf. En þótt árekstrar
við íslendinga yrðu alltíðar er leið á
sumarið. voru þó slagsmál hermannanna
innbyrðis tíðari og í ágúst var Njörður
Snæhólm skipaður lögreglustjóri í liði
hans hátignar Hákonar Noregskonungs
á íslandi og fékk sér til fulltingis átján
hrausta Norðmenn.
Ástæður fyrir drykkjuskap og slags-
málum hermannanna voru aðallega
tvenns konar. í fyrsta lagi lélegur að-
búnaður, vondur matur og næringar-
rýr svo og lélegt húsnæði og í öðru lagi
sú sálarlega kreppa sem skapast hjá
þeim mönnum, sem glaðir vilja leggja
líf sitt í sölurnar til þess að frelsa land
sitt en eru settir til ýmissa starfa, sem
eru nauðsynleg, en ekki að sama skapi
hermannleg eða hrein barátta. f flug-
deild er það aðeins lítill hluti hópsins
sem flýgur og kemst í snertingu við
óvininn. Margfalt fleiri vinna á jörðu
niðri við viðgerðir á flugvélum og
önnur störf. Leiðindi sækja að, óvissa
um ættingja og vini. AUt virðist tapað
og tilgangslaust, því þá ekki að láta
hverri stund nægja sína þjáning? Það
sem gerði ástandið enn verra, var að
sumir yfirmanna gengu oftar og
rækilegar á vit Bakkusar konungs, en
hinir, sem lægra voru settir. Við slíkar
aðstæður tóku Njörður og hans menn
til starfa, en urðu að sinna sínum venju-
legu störfum að auki. Lítill fangaklefi
var útbúinn og fáar nætur var þar gesta-
laust eftir að lögreglan tók til starfa.
Ef taka þyrfti mann höndum. sem ekki
var gert fyrr en í síðustu lög, kostaði
það ávallt átök, því hermenn láta ekki
taka sig höndum án bardaga. Menn
voru teknir og dæmdir og settir inn, en
drykkj uskapur, slagsmál og þjófnað-
ir héldu áfram, unz nýr yfirmaður kom
í herbúðirnar og hann féllst á tillögu
Njarðar að sýna enga linkind við
handtökur og meðhöndlun. Og það
sýndi sig að þetta var það eina sem
dugði. Fyrstu vikuna eftir þetta voru
margar tennur slegnar úr og margir
vöknuðu með glóðarauga til viðbótar
við timburmennina eftir svallnótt og
smátt og smátt dró úr ólátunum. Norska
lögreglan hafði í'mörgu að snúast og
auk varðstöðu í herbúðunum í Naut-
hólsvík annaðist hún eftirlit í Reykja-
vík og jafnvel í Hafnarfirði, þar sem
Hótel Björninn hafði hið mesta aðdrátt-
arafl fyrir hermennina. Var þá unnið
með íslenzku lögreglunni og þeirri
brezku, en norska lögreglan hafði þá
sérstöðu umfram þá brezku, að geta
tekið yfirmenn fasta ef þeir gáfu til-
efni til. Eflaust hefur sumum norsku
flugliðunum þótt hart í ári að þeirra
eigin landsmenn og lögregla skyldi taka
svo ómjúkum tökum á þeim og þegar
komið var fram á vorið 1942 var lög-
reglusveit Njarðar aldrei kölluð annað
en „Gestapó" meðal Norðmanna. Ekki
varð þetta þó til að spilla vinfengi
manna, enda sáu allir að sér er af þeim
rann. Eftir að Njörður var gerður að
yfirmanni lögreglunnar, fór hann færri
flugferðir en áður en flaug þó alltaf
öðru hvoru.
Dag nokkurn um haustið var Njörð-
ur kallaður á fund yfirmanns flugdeild-
arinnar og sagt að hann yrði sendur á
lögregluskóla í Kanada þá fyrr en
seinna.
Við þessu var ekkert að segja, skipun
er skipun og í stríði þýðir ekki að malda
Framh. á bls. 28.
FALKINM
9