Fálkinn


Fálkinn - 14.11.1962, Blaðsíða 10

Fálkinn - 14.11.1962, Blaðsíða 10
HVERNIG er stálið skráð í dag, Geir- þrúður, spurði Jean Monnier. Það lá við, að ritvélarnar þeirra glömruðu í takt, en gegnum gluggann sáust skýja- kljúfarnir í Manhattan, 30—40 hæðir. Símarnir hringdu í sífellu og langar ræmur með orðum og tölustöfum runnu stöðugt út úr símritunaráhöldunum. Geirþrúður Miller nam staðar sem snöggvast til þess að virða unga Frakk- ann fyrir sér, þarna sem hann sat í hnipri í hægindastólnum, með hend- urnar fyrir andlitinu. — Einu sinni enn — maður, sem hefur gert rangt, hugsaði hún með sér. — Hann um það ..og Fanny líka. Jean Monnier, sem var starfsmaður í New York-skrifstofunni hjá Holmanns- bankanum hafði nefnilega fyrir tveim- ur árum kvænst amerískum einkarit- ara sínum. Nú heyrðist kallað hátt fyrir utan dyrnar. Harry Cooper kom inn. — Þetta er meiri dagurinn, sagði hann. — Og svo eru til glópar, sem halda því fram, að kreppan sé ekki skollin á .. . — Víst er kreppan skollin á, sagði Jean Monnier og gekk út. — Skyldi hann ekki hafa fengið skell sjálfur, sagði Harry Cooper. — Jú, hann er rúinn inn að skyrt- unni, sagði Fanny mér. svaraði Geir- þrúður. — Hún ætlar að fara frá honum í kvöld. — Hann um það, tautaði Harry Cooper. Þetta er endirinn á leiknum. — Meðan Jean var að flýta sér niður göt- una til þess að ná í lestina sína, reyndi hann að gera sér grein fyrir hvernig framtíð hans yrði. Ætti hann að reyna að byrja á nýjan leik? Ef Fanny vildi hjálpa honum væri þetta ekki ógern- ingur. Hann minntist sinnar fyrstu bar- áttu, minntist daganna, þegar hann gætti nautahjarða á sléttunum, en hann minntist líka heppni sinnar síðar. Hann var ekki nema þrítugur... En hann fann að Fanny mundi verða óbilgjörn. Hún var harðbrjósta. . Þegar Jean Monnier vaknaði einn í svefnherberginu morguninn eftir, missti hann allan kjark. Honum hafði þótt vænt um Fanny, þrátt fyrir skapgerðar- galla hennar. Negrastúlkan sem kom inn með tnorgunverðinn til hans, bað hann um peninga. Hann fékk henni 15 dollara, og síðan taldi hann peningana sína. Það voru tæplega 600 dollarar. Nægilegt til að draga fram lífið í tvo mánuði, kannski þrjá . .. Og hvað tæki þá við? Hann leit út um gluggann. Síðustu dagana höfðu blöðin alltaf verið að flytja frétt- ir af sjálfsmorðum bankamanna. Spekú- lantarnir kusu fremur dauðann en annað. Hann andvarpaði, tók blaðið sitt og fór út á veitingastofu, og undraðist hversu vel honum smökkuðust pönnu- kökurnar þar. ★ 10 FALKINN Smásaga eftir franska höfundinn André Hiaurois a>v THANATOS PALACE HOTEL............. New Mexico.. . Hver getur verið að skrifa til mín þaðan? Hann las bréf- hausinn. Undir mynd af þremur trjám las hann: THANATOS PALACE HOTEL. Forstjóri Henry Boersteiner, og svo kom innihaldið: „Háttvirti herra! Það er engin tilviljun, að við snúum okkur til yðar einmitt í dag. Við höfum komizt yfir upplýsingar, sem gera lík- legt, að þér séuð þess umkominn að gera okkur greiða. Þér hafið eflaust komizt að raun um það á undangenginni ævi yðar, að jafn- vel duglegustu menn geta komizt í þær kringumstæður, að þeim finnist öll bar- átta vonlaus og manni finnst dauðinn einn geta bjargað út úr ógöngunum. Loka augunum og sofna og vakna aldrei aftur, heyra aldrei framar spurn- ingar og ásakanir ... Við erum margir, sem höfum dreymt þann draum og óskað að hann rættist. En það eru ekki nema fáir, sem þora að losa sig við raunirnar, enda er það ekki láandi, þegar þess er gætt, hve mörg sjálfsmorð mistakast. Sjálfsmorð er list, sem ekki má mis- takast, en sem samkvæmt eðli sínu verður ekki kennd. Ef þér hafið áhuga á þessu málefni, eins og við höldum, herra minn, viljum við bjóða yður að- stoð okkar. Sem eigendur gistihúss, sem stendur á landamærum Bandaríkjanna og Mexico, og eigi er háð neinu trufl- andi eftirliti, finnst okkur, að það sé skylda okkar að bjóða meðbræðrum okkar, sem af alvarlegum ástæðum óska að skilja við jarðvistina, tækifæri til að gera þetta þjáningalaust. í Thanatos Palace Hotel kemur dauð- inn til yðar á æskilegasta hátt meðan þér eruð í svefni. Kunnátta okkar er sprottin af 15 ára reynslu með góðum árangri (við tókum á móti 2000 gestum síðastliðið ár) tryggir yður að við getum séð yður fyrir óbrigðulum skammti, sem verkar samstundis. Við vitum vel, að flestir gestir okkar hafa ekki úr miklu að spila, því að sjálfsmorðin standa oft í beinu sam- bandi við hallann á viðskiptareikning- unum við bankann. — Þess vegna gerum við okkur far um að gera allt sem ódýrast, án þess að slá af þægind- unum. Ef þér getið greitt 300 dollara við komu yðar hingað, þá nægir það fyrir dvalarkostnaði yðar ásamt sóma- samlegri útför og viðhaldi á gröf yðar. Að endingu óskum við að taka fram, að Thanatos stendur á undurfögrum stað, og að gistihúsið hefur fjórar tennis- brautir, eina átján holu golfbraut og ágæta sundlaug. Gestir okkar teljast allir til betrafólks svo að yður þarf ekki að leiðast. Ferðamenn fara úr járn- brautinni á stöðinni Deming, en þar bíður bifreið hótelsíns. Þér eruð beðnir að tilkynna komu yðar bréflega eða með símskeyti, að minnsta kosti tveim dögum fyrirfram. Símnefnið er Thana- tos Coronato (New Mexico). Þetta var löng ferð. Lestin ók tím- unum saman um bómullarakra, þar sem negrar voru við vinnu. Þegar lestin nam staðar á einhverri smástöðinni, var krökkt af Mexikönum með barðastóra hatta og í útsaumuðum treyjum á braut- arhlaðinu. — Næsta stöð er Deming, kallaði negrinn í vagninum til ferðamannanna. Frakkinn var eiginlega hálf hissa á hversu lítil áhrif þessi síðasta ferð hans hafði á hann. Svo hægði lestin á sér og nam staðar. — Thanatos, sir? spurði burðarmað- urinn, Indíáni, sem kom inn í vagninn. Hann hafði þegar hlaðið farangri tveggja ungra stúlkna á hjólbörurnar sínar. — Er hugsanlegt að tvær ungar stúlkur og það svona fallegar séu komn- ar hingað til að deyja, spurði Jean sjálfan sig. Þær horfðu alvarlegar á hann og hvísluðust eitthvað á. Bifreiðin frá Thanatos líktist ekkert líkvagni. Hún var ljósblá á litinn og sætin sítrónugul og bar af öðrum öku- tækjum þarna eins og gull af eir. Gráklæddi bílstjórinn var feitur með útstæð augu. Jean Monnier settist var- lega við hliðina á honum, svo að ungu stúlkurnar gætu verið einar aftur í. Og meðan þeir voru að aka upp bratta brekku reyndi hann að fitja upp á sam- tali við bílstjórann. — Hafið þér verið lengi á Thanatos? — Þrjú ár, mulraði bílstjórinn. — Þetta hlýtur að vera merkilegur starfi? — Merkilegur? Að hvaða leyti? Ég ek bifreiðinni minni. Finnst yður nokk- uð merkilegt við það? — Fara þeir nokkurn tíma héðan aftur, sem koma hingað? — Ekki oft svaraði maðurinn og virt- ist fara hjá sér. Ekki mjög oft... En það kemur þó fyrir. Ég er sjálfur einn af þeim. — Þér? Hafið þér verið gestur á Thanatos. — Ég hef ráðið mig í þessa atvinnu til þess að þurfa ekki að tala. Þetta er hættuleg leið og yður langar víst ekkert til að ég hvolfi vagninum undir yður og ungu stúlkunum — á einhverri beygjunni? — Vitanlega ekki, sagði Jean. Svo fór hann að hugleiða hve skrítið bílstjóranum hlyti að þykja að heyra þetta og brosti. Tveim tímum síðar benti bílstjórinn sem ekki hafði mælt orð frá vörum lengi vel, framundan sér og Jean sá Thanatos á hæð beint framundan. GISTIHÚSIÐ var reist í spönskum stíl. Það var lágt hús með stöllóttu þaki, en veggirnir úr rauðlituðu sementi, sem átti að sýnast eins og brenndur múr- steinn. Öll herbergin vissu á móti suðri. Þegar dyravörðurinn tók á móti tösk- um Jeans, horfði hann forviða á mann- inn og spurði: Hvar í ósköpunum hef ég séð yður áður? — í Ritz Barcelona. Ég heiti Sarconi og flýði þegar borgarastyrjöldin hófst. — Frá Barcelona til New Mexico. Það er sannarlega tvennt ólíkt. — Ojæja. Viðbrigðin eru ekki svo mikil eiginlega. Dyravörður á gistihúsi hefur alls staðar það sama að gera ... Hérna eru bara skýrslurnar sem ég verð að biðja yður að útfylla flóknari og talsvert margbrotnari. Þér verðið að afsaka . .. Það kom á daginn, að eyðublöðin, sem rétt voru nýju gestunum þremur voru gríðarlega forvitin, því að þau spurðu um óskaplega margt. Sérstak- lega þótti Jean A- eyðublaðið skrítið. Það hljóðaði svo: „Ég undirritaður sem er með óskertri greind, lýsi hér með yfir því, að ég sleppi öllu tilkalli til lífsins af fúsum vilja, að bæði stjórn gistihússins og starfsfólk þess eru með öllu ábyrgðar- laus, ef svo kynni að fara að mér hlekktist eitthvað á“. Ungu stúlkurnar voru þegar farnar að fylla út eyðublöð, og virtust gera það með mestu vandvirkni. HENRY BOERSTEINER gistihússtjóri var hæglátur maður með gullspangar- gleraugu og mjög ánægður með stofn- un sína í alla staði. Framh. á bls. 30. FALKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.