Fálkinn


Fálkinn - 14.11.1962, Side 13

Fálkinn - 14.11.1962, Side 13
„Síðumúli. — Her findes, foruden mange nyere Ligstene, en særdeles gammel og forslidt af raat Arbejde; den ser omtrent saadan ud; Det er ikke let at sige, hvad et saa- dant Arbejde skal forestille; den siges ellers i sin Tid at være lagt over en anselig Mand, som blev formedelst Jalousi myrdet Brudenatten af hans Rival. Denne styrtede sig efter fuldendt Gerning i Síðumúlahver, en kogende Springkilde, som derved forsvandt og opkom paa den anden Side af Hvitaaen, ved Gaarden Hurðarbak. — Denne Legende er for saa vidt ikke uden Interesse som man endnu (kan) se tydelige Levninger af en udt0rret, varm Kilde paa det angivne Sted, og det nu ved senere Iagttagelser er godtgjort, at saadanne Kilder i Island meget hyppigt har forandret Sted, og flytter dem i Tidens Længde maaske alle sammen“. Af þessari minnisgrein Jónasar má sjá að þar í Hvítársíðunni hefur honum verið sögð munnmælasaga — áþekk ofanskráðri þjóðsögu sem færð var í letur síðar en þetta var. Eitthvað hefur hún samt verið frábrugðin sögunni um Jón murta í Þjóðsögunum, þar sem Jónas telur hverinn hafa flutt sig við það að morðinginn steyptist í hann, — þótt samkvæmt alþýðutrú séu viðbrögð hversins í báðum tilfellunum reyndar sama eðlis: fordæming á ódæðinu. En hverfum nú frá því að kanna vit- undarlíf og viðbrögð hvera, enda nóg af því sagt; það heyrir til þjóðtrúar- þokunni — og seint verður fyrir víst vitað hver hvílt hefur undir steininum í Síðumúla. Ekki er samt ómögulegt að steinninn hafi átt sinn þátt í að varð- veita minninguna um morðverk Jóns murta í Síðumúla, og sé þá ef til vill legsteinn hins myrta; því þess er að gæta að morðið er staðreynd, og skal nú drepið á það mál. 4 Einn mesti valdamaður á íslandi á 16. öld var Eggert lögmaður og hirð- stjóri Hannesson. Vegur ættar hans hér á landi hófst með Eggert Eggertssyni lögmanni í Víkinni í Noregi; árið 1488 sæmdi konúngur Eggert þennan riddara- nafnbót og gaf honum „fríheitabréf með svoddan atkvæði, að hann gefur honum og hans réttum ektabörnum og afkvæmi fríheit og frelsi, sem aðrir riddarar og sveinar hafa í Noregs ríki til ævinlegrar tíðar með skjöld og hjálm, og þar út í merktur og málaður hálfur hvítur ein- hyrningur í blátt feld ofan á hjálmin- um og annarr á skildinum“. Sonur Eggerts var Hannes, sem höfuðsmaður var á íslandi í nokkur ár, faðir Eggerts lögmanns, en ætt þessi hefur, geysifjöl- menn og dreifð orðið um land allt. Eggert Hannesson tók sýsluvöld um Vestfirði 1545, en það var nokkurs konar erfðaríki frá Birni í Ögri, móður- föður hans. Þótti Eggert hinn héraðs- ríkasti og hinn mesti málaseggur. Þar Framh. á bls. 34. FALKINN 13

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.