Fálkinn


Fálkinn - 14.11.1962, Blaðsíða 27

Fálkinn - 14.11.1962, Blaðsíða 27
'Jíétttá aí- iientukrawA úr baMi Efni: Tré- eða pappahringUr með göt- um á til að festa bastfléttuna í og svo þarf auðvitað bast, helzt óbleyjað. í tómstundabúðum fást oft svona tré- hringir. en sé maður dálítið handlaginn, ætti að vera hægðarleikur að útbúa þá sjálfur, annaðhvort úr krossvið eða þykkum, stífum pappa. Teiknið hring- inn eftir tveim diskum — öðrum stærri. Hringurinn þarf að vera 2—3 cm. breiður. Aðferð: Bleytið bastið og fléttið slétta og jafna fléttu, nál.l cm. breiða. Festið fléttuna í krók eða annað hald, þá er auðveldara að flétta hana jafna. Athugið að bæta bastþráðum í, ef flétt- an mjókkar, en hún þarf að vera jöfn. Endar sem kunna að stingast út klippt- ir af á eftir. Með því að bæta nýjum þráðum inn, getur íléttan orðið eins löng og vill. Gangið ekki frá endanum fyrr en þér hafið fullvissað yður um að hún sé orðin nógu löng. Leggið fléttu við innri gataröð hringsins, jafnið úr byrjuninni, svo að hún fylli ekki of mikið. Saumið svo í gegnum fléttuna og götin á hringnum með grófri nál og fínum bastþræði. Látið fléttuna snúast upp og saumið fléttu- raðirnar saman þar til hringurinn er nál. 4 cm. hár. Þynnið fléttuna út, þegar hætt er. Varpið yfir samskeytin. Saumið hliðstæða flétturöð á ytri brún hringsins. Festið að lokum þunna fléttu utan á hringbrúnina til að hylja hana. Fyllið kransinn með rökum leir og skreytið hann með greni smáum könglum og t. d. þurrkuðum eilífðar- blómum, að ógleymdum kertunum fjórum, sem eru tendruð, hvert á fætur öðru, aðventusunnudagana. KJÖTDEIG8VEFJUR MED FYLLINGUM 300 g. saxað nautakjöt. 100 g. saxað svínakjöt. 3 msk. brauðmylsna. 1 soðin, rifin kartafla. 1 dl. rjómabland. 1 egg. Salt, pipar. Öllu hrært saman í skál. bætið rjóma- blandinu varlega saman við því deigið má ekki verða of lint. Breitt út á blautt bretti, skipt í jafna ferhyrninga, sem ýmist er hægt að fylla með: kryddsíld og kapers — ost- bita, sem á er stráð salvie — smátt söxuð steinselja — steinlausri sveskju og eplabitum — blöndu af söxuðum lauk og steiktu fleski — eða piparrótar- smjörbita. Kjötið vafið saman, vefjurnar lokaðar vel, steiktar við góðan hita fyrst, síðan gegnsteiktar við hægan hita. Bornar fram með sósu, sem búin er til á þann hátt að pannan er soðin út með rjóma, soði og söxuðum tómötum eða tómat- krafti. FALKINN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.