Fálkinn


Fálkinn - 14.11.1962, Side 31

Fálkinn - 14.11.1962, Side 31
móðgaður. — Hvers vegna ættu þeir að gera það. Vandamönnum gestanna þykir vænna en svo um að sjá þá hverfa, án þess að hneykslismál verði út úr því. Onei, hér gengur allt rólega og réttilega fyrir sig, og við teljum gest- ina hérna vini okkar. — Viljið þér líta á herbergið yðar? Það verður númer 113 ... Þér eruð vonandi ekki hjátrúar- fullur? Sarconi, viljið þér fylgja þessum gesti á númer 113 .. . Þér gerið svo vel að greiða þessa 300 dollara hjá gjald- keranum. Skrifstofan hans er þarna. Jean Monnier leitaði að einhvers kon- ar manndrápsvél í herberginu þegar hann kom inn, en það var árangurs- laust. ÞEGAR hann kom niður í anddyrið á leið til miðdegisverðar, sá hann ekkert nema dömur í flegnum kjólum og herra á smoking. Gistihússtjórinn kom beint í flasið á honum. — Æ, herra Monnier. Ég var einmitt að gá að yður .. . Af því að þér eruð einn yðar liðs, datt mér í hug að þér hefðuð kannski gaman af að verða mötunautur eins gestsins hérna, frú Kerby Shaw. Monnier yppti öxlum. Hann varð eiginlega dálítið ergilegur. — Ég er ekki hingað kominn til að taka þátt í samkvæmislífinu ... en vitanlega er þetta undir því komið, að... Getið þér sýnt mér þessa dömu án þess að kynna mig fyrir henni? — Ekkert er auðveldara. Það er þessi unga dama í hreistraða kjólnum, sem situr við flygilinn og er að fletta nótnabók. Ég held að þér munuð ekki iðrast þess að hafa kynnzt henni. Öðru nær. Hún er sjálfstæð og greind dama, mjög listræn að eðlisfari. Frú Kerby Shaw var í sannleika sagt fögur kona, — augun blíð og glaðleg í senn. Hvernig stóð á því, að svona konu langaði til að deyja? — Er frú Kerby Shaw ... ég á við . .. er þessi gestur yðar hingað kominn í sama tilgangi... eins og ég er? — Vitanlega, svaraði Boersteiner og lagði áherzlu á orðið: Vitanlega. — Þá skuluð þér kynna mig. Þegar þau höfðu lokið við óbrotinn en einkar ljúffengan miðdegisverð, þekkti Jean ævi Kerby Shaw í stórum dráttum. Hún hafði verið gift ríkum og góðum manni, sem hún því miður hafði aldrei elskað, og fyrir misseri síðan hafði hún farið frá honum til þess að fara með ungum enskum rithöfundi til Evrópu. Hún hafði haldið að þessi mað- ur ætlaði að kvænast sér undir eins og hún hafði fengið lögskilnað hjá manni sínum. En þau voru ekki fyrr komin til Evrópu, en hann vísaði henni á bug með hrottalegu móti. Og þá var það einn daginn, að hún rakst á umburðar- bréf frá Thanatos í póstinum sínum og skildi þegar að þarna væri skjót og þægileg lausn allra rauna. — Eruð þér þá alls ekki hrædd við dauðann, spurði Jean. — Jú, auðvitað . . . en minna en við hitt, að þurfa að lifa . . . En segið mér Kæri Astró. Ég hef fylgzt með þáttum þínum og fundizt þeir bæði fróðlegir og skemmtilegir. Eins og margir aðrir langar mig til að fá að vita eitthvað um framtíðina. Ég er fædd um það bil 20. mín. fyrir kl. 10 að morgni. Því miður get ég ekki sagt nákvæmar um á hvaða mínútu það var. Ég er trúlofuð og unnusti minn er fæddur í (fæðingardegi og ári sleppt samkvæmt ósk) Mig langar til að vita hvort við eigum ekki vel saman. Og hvort við eignumst mörg börn. Á ég eftir að læra eitthvað sérstakt, og mig langar til að vita hvort ég á eftir að ferð- ast eitthvað erlendis. Ég er ekki vel skapi farin. Er frek- ar slæm á taugum. Á ég eftir að fá bót á því? Hvernig verður heilsufarið? Vinsam- lega sleppið fæðingarstöðum, fæðingardögum, ári og mán- uði. Þar sem þetta er orðið býsna langt hjá mér tek ég það fram að ekki er nauðsynlegt að birta þetta allt. Svo er eitt í viðbót. hvernig verður fjárhagurinn? Svo vonast ég eftir að fá svar sem fyrst. Með fyrirfram þakklæti. Unnusta sjómannsins. Svar til urnustu sjómanns- ins. Þú fæddist er sól var 3° í merki Steingeitarinnar. Mán- inn var 9°56’. Nautið og hið rísandi merki var 17° Boga- maður. Þar eð þú tókst til umræðu í bréfi þínu að þú kenndir nokkurs taugaóstyrks eða slæmsku á taugum, þá er það sakir stöðu Mars og Merkúr á hinni rísandi gráðu á fæðingarstund þinni. Mars hér gerir þig nokkuð fljót- færna og veldur því að þú framkvæmir mjög oft áður en þú hugsar, en slíkt hlýtur að virka illa inn á sálarástand- ið og þar með taugarnar þeg- ar til lengdar lætur, sakir þeirra vonbrigða, sem slíkt hlýtur að leiða af sér. Merki fiskanna í geisla annars húss bendir til að þrátt fyrir að þú verðir fyrir sveifl- um í sambandi við fjármálin, bæði að því' er varðar tekjur og gjöld þá verða velgengnis- tímabil og einnig nokkuð ör- yggi í fjármálunum. Hins vegar er skynsamlegt fyrir þig að taka hlutina ekki sem of sjálfsagða eða verða kæru- laus í meðferð fjármuna, þar eð gróða eða fjáraflaleiðir gætu lokast. Máninn í öðru húsi bendir til sveiflna í tekjum og gjöld- um, samt ekki alvarlegum þar eð hann er í merki Nautsins. Hins vegar munu fjölskyldumálefnin hafa rík áhrif á fjármál þín. Með tilliti til spurningar þinnar um sérgrein, þá kemur slíkt starf undir áhrif Sporð- drekamerkisins, sem fellur á geisla tíunda húss hjá þér. Það er mjög margt sem kem- ur undir áhrif þess, sérstak- lega allt er varðar styrjald- arrekstur. Hins vegar er ein hlið málsins hótelrekstur, framleiðsla léttra vína og drykkja, veitingastofur, ís- barar. og sem sagt fjölda margt sem viðkemur hótel- rekstri. Ég held að annað komi ekki til greina fyrir þig, af því sem fellur undir áhrif þessa merkis. Sólin í merki Steingeitarinnar gerir þig nokkuð metnaðargjarna og þú hefur sterka löngun til að skapa þér nafn og viðurkenn- ingu fyrir vel unnin störf. Tvíburamerkið á geisla sjötta húss bendir til sjúk- dóma af völdum ofþenslu tauganna. Einnig til sjúk- dóma í lungum og stundum handleggjum. Þetta er aðeins tilhneiging, sem ég get um. Hér er hins vegar ekkert sem bendir til þess að þú þurfir að hafa alvarleg áhrif af heilsufarinu. Ástamálin koma undir áhrif sjöunda húss, en þar sjáum við Satúrn og Plútó. Þessar plánetur eru ekki heppileg tákn, og þykja venjulega benda til giftingar fremur seint. Hins vegar er piltur sá sem þú gafst mér upp fæðingardag og ár á vel fallinn til þess að verða eigin- maður þinn miðað við þau ríkjandi áhrif, sem eru í korti þínu. Þú munt búa yfir nokkrum metnaði í sambandi við val maka og það mun tefja nokkuð fyrir því að þú finnir þann eina rétta. Hins vegar má búast við að þú verðir að minnsta kosti tví- gift þar eð Tvíburamerkið er á geisla hússins. Þér mundi falla bezt að giftast hæggerð- um manni, sem er þéttur á velli og þéttur í lund. Þegar gifting hefur átt sér stað mun talsverður efi sækja á þig um það hvort þú hefur farið rétt að vali, en þú ætt- ir fremur að reyna að una glöð við þitt, heldur en sækj- ast eftir nýjum maka. 'tr ★ ☆ FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.