Fálkinn - 14.11.1962, Page 32
nú hvers vegna þér eruð hérna ...
Hún vítti hann, þegar hún hafði heyrt
skýringuna.
— Mér finnst þetta ótrúlegt. Dettur
yður í hug að deyja vegna þess, að
hlutabréfin yðar hafa fallið í verði?
Sjáið þér ekki, að eftir eitt, tvö ... eða
kannski þrjú ár, hafið þér gleymt öllu
og líklega unnið upp tapið.
— Nei, ég skal segja yður, að eigin-
lega er tapið aðeins átylla. Og aðeins
önnur hlið málsins. Ef ég hefði bara
eitthvað til að lifa fyrir mundi ég hafa
byrjað að berjast fyrir lífinu á nýjan
leik. En ég sagði yður áðan að konan
mín hefði yfirgefið mig. Ég á heldur
engin ættmenni heima í Frakklandi.. .
engan vin. Ég verð að skrifta fyrir yður,
að ég yfirgaf land mitt mettur von-
brigða. Fyrir hvern ætti ég að fara að
berjast nú?
— Fyrir sjálfan yður, auðvitað, og fyr-
ir þá, sem einhvern tíma þykir vænt um
yður. Þér hittið áreiðanlega innan
skamms einhvern, sem þess er verður.
Þér hafið verið óheppinn hingað til, og
ekki fundið neina verðuga, en þér megið
ekki fordæma allar konur vegna unn-
ustunnar yðar í Frakklandi eða kon-
unnar yðar.
— Dettur yður í hug, að til séu kon-
ur, ég á við konur, sem líkjast yður,
sem gætu elskað mig og mundu játast
undir að lifa nokkur ár í fátækt og
baráttu fyrir lífinu?
— Ég er sannfærð um það, svaraði
hún með áherzlu. — Ýmsar konur velja
sér fátækt fremur en velsæld. Þeim
finnst eitthvað ævintýralegt í sameigin-
legu basli karls og konu. eins og til
dæmis ég ...
— Þér, spurði hann ákafur.
— Nei, ég átti bara við ...
Hún þagnaði, hikaði og hélt áfram:
— Ég held að við ættum að ganga
hérna fram fyrir. Við erum eftir ein í
borðsalnum og þjónana langar víst til
að losna við okkur.
Trúlofunarhríngar
Fljót afgreiðsla.
Guðm. Þorsteinsson
gullsmiður
Bankastræti 12
14007
Sendum gegn póstkröfu.
32 FÁLKINN
— Haldið þér ekki, sagði hann og
lagði kragann á axlir henni. — Haldið
þér ekki, að undir eins í nótt...
— Nei, áreiðanlega ekki. Þér eruð
nýkominn.
— Hvenær komuð þér?
— Fyrir tveimur dögum.
Þegar þau skildu höfðu þau afráðið
að fara í langa göngu upp í fjöll morg-
uninn eftir. Og morgunninn bjarmaði í
fegurð yfir gistihúsi dauðans, og Jean
Monnier, sem var að koma úr ísköldu
baði, hugsaði ósjálfrátt með sér: — En
hvað lífið er unaðslegt. En þá mundi
hann eftir því, að hann átti ekki nema
örfáa dollara eftir og ekki nema fáa
daga ólifaða. Og hann andvarpaði.
— Klukkan er orðin tíu. Klary er
farin að bíða eftir mér.
Hann flýtti sér að komast í hvítu
léreftsfötin sín og honum leið vel þegar
hann hitti frú Kerby Shaw við tennis-
brautirnar skömmu síðar. Hún var líka
hvítklædd og var að tala við ungu stúlk-
urnar, sem hann hafði orðið samferða
í lestinni og bifreiðinni daginn áður.
Þær flýttu sér burt, þegar þær sáu
Frakkann.
— Eru þær hræddar við mig?
— Nei, en þær eru dálítið feimnar.
Þær voru að segja mér af yður.
— Eitthvað spennandi? Hvað sögðu
þær? Segðu mér það? Gátuð Þér sofið
vel í nótt?
— Ég svaf ágætlega, en ég hef
þennan Boersteiner grunaðan um að
hann blandi einhverju í það sem við
drekkum.
— Ekki held ég að hann geri það,
tók ég fram í. Að vísu svaf ég eins og
steinn, en það hefur verið eðlilegur
svefn, því að ég hef ekki vott af höfuð-
verk.
Og eftir augnabliks þögn sagði hann:
— Ég er svo sæll.
Hún brosti til hans og sagði ekki
neitt.
— Við skulum ganga upp þennan
stíg, sagði hann, — og svo verðið þér
að segja mér eitthvað af þessum tveim-
ur ungu stúlkum. Þér getið leikið hlut-
verk Sheharzade í Þúsund og einni nótt.
— Þér gleymið því, að við eigum
ekki þúsund og eina nótt framundan.
— Því miður . . . Næturnar okkar . . .
Hún flýtti sér að þagga niður í
honum.
— Þessar systur eru tvíburar. Þær
ólust upp í Vín og síðan í Budapest.
þær hafa ætíð verið hvor annarri allt,
og aldrei átt neinar vinkonur aðrar en
hvor aðra. Þegar þær voru 18 ára hittu
þær ungan og forkunnarfagran Ung-
verja af góðum ættum, tónlistarmann
ágætan, og urðu báðar ástfangnar af
honum. Eftir nokkra mánuði bað hann
annarrar, en hin reyndi þá að fremja
sjálfsmorð, en það mistókst. Sú útvalda
ákvað þá að neita sér um hjónabandið
og systurnar báðar urðu sammála um
að deyja saman. Um þær mundir fengu
þær umburðarbréf frá gistihúsi dauðans.
eins og þér líklega skiljið bezt.
— Hreint brjálæði, hrópaði Jean
Monnier. — Þær eru ungar og fallegar.
Hvers vegna setjast þær ekki að hérna
í Ameríku. Hér er nóg af mönnum sem
þær gætu verið hamingjusamar með.
Ef þær sýna þolinmæði í nokkrar vik-
ur...
— Það er ávallt vöntun á þolinmæði,
sem veldur því, að fólk kemur hingað,
sagði hún. Og það var mæða í rödd
hennar.
Hinir gestirnir sáu þessi tvö Hvít-
klæddu ganga saman allan daginn,
ýmist í garðinum eða klettunum fyrir
ofan. Þau virtust tala saman í ákefð.
Þegar skyggja tók, sneru þau aftur
heim til gistihússins, og garyrkjumaður-
inn mexikanski snéri sér undan, þegar
hann sá þau kyssast.
EFTIR MIÐDEGISVERÐINN dró
Jean Klary á eftir sér inn í litla mann-
lausa stofu. Þau settust þar og hann
var alltaf að hvísla einhverju að henni
sem augsýnilega kom við hjartað í
henni. Áður en hann fór upp á herberg-
ið sitt náði hann í gistihússtjórann.
Hann hitti hann á skrifstofu hans þar
sem hann sat með stóra svarta bók opna
á borðinu. Hann var auðsjáanlega að líta
yfir reikningana og við og við setti
hann stórt rautt strik í bókina.
— Gott kvöld, herra Monnier. Var
það nokkuð?
— Já, ég vona að minnsta kosti að
.... yður finnst það ef til vill hlægi-
legt, sem ég hef á samvizkunni.......
Svona skyndileg umbreyting. En lífið
er svona. .... í stuttu máli: Ég er kom-
inn hingað til þess að segja yður, að
mér hefur snúizt hugur. Mig langar ekki
til þess að deyja.
Boersteiner spratt á fætur, forviða:
— Er yður alvara?
— Ég geng að því vísu, sagði Frakk-
inn, að yður þyki ég vera kviklyndur.
En finnst yður ekki eðlilegt að nýjar
aðstæður geti haft áhrif á hug manns?
Þegar ég fékk bréf yðar fyrir viku lið-
inni var ég í algerri örvæntingu og mér
fannst ég vera aleinn í heiminum. Þess
vegna réðist ég ekki í að berjast áfram.
En viðhorfið er gerbreytt í dag og það
er eiginlega yður að þakka.
— Mér að þakka?
— Já, vegna konunnar, sem þér létuð
sitja hjá mér við kvöldborðið í gær-
kvöldi. Hún á þátt í þessu kraftaverki.
Frú Kerby Shaw er töfrandi kona.
— Var það ekki það, sem ég sagði
yður?
— Töfrandi og hugrökk. Þegar hún
heyrði hversu illa mér hefði farnazt
vildi hún þegar berjast við fátæktina
með mér. Finnst yður það ekki ein-
kennilegt?
— Eiginlega ekki. .... Við erum svo
alvön að heyra þessháttar hérna, en
ég segi ekki annað en það, að mér þykir
vænt um þetta. Þér eruð ungur enn
þá, kornungur maður.
— Yður er þá ekki á móti skapi, að
við förum héðan á morgun?
Framh. á bls. 34