Fálkinn


Fálkinn - 14.11.1962, Síða 36

Fálkinn - 14.11.1962, Síða 36
PANDA □□ SAFNARINN MIKLI Árás þeirra kínversku kom þeim félögum gjörsam- lega á óvart. Eggert safnari var fljótlega yfirbugaður af Mo, en Goggi og Panda stóðu einir eftir til þess að mæta árásinni. „Bittu Judó-hnút á þjófinn sem stal vasanum hans afa sáluga“, skipaði Ho Hum þjóni sínum meðan hann hélt Panda í heljargreipum. Eftir fáar sekúndur var Goggi kominn í mjög óþægilega stöðu, fætur hans voru bundnir aftur fyrir háls á honum. Panda var bundinn í gardínurnar, og nú voru kínverjarnir alls ráðandi á orrustusvæðinu. ,,Jæja“, sagði Ho Hum, „þá skulum við leita að vasanum". Mo rannsakaði hús Eggerts safnara ásamt húsbónda sínum. Allt í einu rak hann upp öskur: „Heiðraði húsbóndi, ég hef fundið vasann... ég sé tvöfalt“. Hann hristi höfuðið. Ho Hum sneri sér við og horfði undrandi á vasana tvo. „Hvaða vasi er svo vasinn hans afa?“ „Ó,“ vældi Eggert safnari, „hvað eru þessir tveir menn að gera?“ „Þeir eru komnir til að ná í vasann, sem Goggi stal frá þeim“, svaraði Panda. „Safnari stelur aldrei“, sagði Eggert reiður. „Þeir eru ... ég meina að safna vösunum", bætti Panda við. satt að segja voru þeir kínversku ekki vissir um, hvorn vasann þeir áttu, svo að þeir tóku þá báða. „Stanzið, þjófar“, hrópaði Eggert safnari. „Þið eruð ekki safnarar. Ræningjar“. „Þessir Austurlenzku fjötrar eru dálítið þreytandi", sagði Goggi kveinandi, en fætur hans voru enn bundn- ir aftur fyrir háls á honum. „Það er sjálfum þér að kenna“, sagði Panda, „ef þú hefðir ekki sto. . . ég meina safnað þeirra vasa, hefðu þeir ekki safnað, ó ég meina stolið okkar vösum.“ „Ég vil bara fá minn vasa aftur“, sagði Eggert safnari. „Leystu mig, vinur, „og svo skulum við ræða málið“. Þeir hvísluðust á. „Veiztu, hvar þeir eiga heima?“ spurði Eggert. „Gæti fundið staðinn í kolniðamyrkri“, svaraði Goggi. Og Þegar skyggja tók lögðu þeir Goggi og Eggert af stað, vopnaðir klaufjárnum og reipum. Panda læddist í humátt á eftir þeim. Honum var órótt innanbrjósts. FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.