Fálkinn


Fálkinn - 14.11.1962, Side 39

Fálkinn - 14.11.1962, Side 39
heima höfðu verið stríðsárin og margir áttu um sárt að binda af völdum Þjóð- verjanna. Margir mánuðir liðu unz svo langt var komið að friða og hreinsa umhverfið að Njörður fékk orlof og gat farið og heimsótt fjölskyldu sína í Þrándheimi. Hver og einn getur ímynd- að sér að þar hafa orðið fagnaðarfundir. Þau höfðu ekki sézt í næstum sex ár og vissulega oft uggað um hvors annars hag, hún með soninn unga í hernumdu landi, hann í baráttunni. Sonurinn Har- ald, sem var aðeins nokkurra vikna gamall er Njörður hélt til íslands forð- um var orðinn sex ára. Ekki stanzaði Njörður lengi hjá fjöl- skyldu sinni í þetta sinn, því skyldu- störfin biðu. Hann fór aftur til Stav- anger og var þar þar til 1946. Hann hafði sótt um lausn úr hernum haustið áður, en var þá tilkynnt að hann gæti ekki losnað strax vegna þess að ekki væru til þjálfaðir menn í starfið. Var síðan nokkurn tíma yfirmaður lögreglunnar á Fornebu flugvellinum við Osló unz fjölskyldan sigldi heimleiðis frá Kaup- mannahöfn með Esjunni fyrihluta júlí- mánaðar 1946. Njörður tók strax til starfa í lögreglunni í Reykjavík, fyrst í umferðardeildinni en fluttist síðar í Rannsóknarlögregluna, en hafði áður lokið prófi í rannsókn fingrafara o. fl. Er Njörður kom heim til íslands 1946 höfðu foreldrar hans reist sér hús í Kópavogi. Njörður keyti þar skammt frá, og þar hefur fjölskyldan búið síðan, — Hvernig eigum við að veðja um, að ég geti étið eplið þitt í tveimur munnbitum. samhent fjölskylda og skemmtileg heim að sækja. Og þó Njörður yrði á sínum tíma að hætta við að gerast at- vinnuflugmaður þá hafa þau hjónin séð þann draum rætast í syni sínum Harald, sem nú er flugmaður hjá Loftleiðum. Sv. S. Sveítamaður Framhald af bls. 25 Þrjá daga barðist hún við tilfinning- ar sínar, reyndi að fá Etan til að læra að meta New York, og ákvað að taka honum ef hann vildi setjast þar að. En Ethan bar ekki upp spurningu sína aftur fyrr en kvöldið sem þau sátu saman á litlu kaffihúsi og Ethan sagði henni, að nú hefði hann hugsað sér að fara heim í morgun. — Á morgun? tók Freda upp eftir honum. Hann kinkaði kolli. — Ég verð að fara heim. Þú skilur það auðvitað ekki, vegna þess þú hefur átt heima í New York alla þína ævi, en ef þú værir með mér þá kannske.... — Elskan mín, ég skil, sagði Freda uppvæg. — Ég vil eiga þig og fara með þér til Vermont, jafnvel þó að ég þrái að komast hingað aftur. Ethan horfði á hana augnablik og stóð svo upp. Þegar þau komu út setti hann hana inn í leigubíl. — Hvað er að sjá hvernig þú situr. Maður sér í sokkaböndin þín. — Þér œttuð að fá yður hjól undir lappirnar á yður, frú. Freda mundi lítið af því, sem gerðist næsta klukkutímann. en svo mikið er víst að þegar hann var liðinn, voru þau orðin hjón. Einhvers staðar hafði Etan galdrað fram leyfisbréf og náð í prest og nú var hún orðin frú Ethan Chaine. Svo fóru þau inn í bílinn aftur og Ethan gaf bílstjóranum nýjan áfanga- stað. — En ég hélt að við ættum að fara til Vermont? Ethan hló. — Víst ekki, elskan mín. Ég á ekki heima í Vermont. Ég hef átt heima 1 New York alla mína ævi. En ég dvaldi í Vermont í sumar þegar ég skrifaði Vaughan útgefanda. Og hann gekk svo að því vísu að ég ætti heima þar. Og svo hefur hann líklega ályktað um mig eftir útliti mínu. — —- Ethan hló. — — Ég lét hann lifa í þeirri trú, vegna þess að ég varð undir eins ást- fanginn af þér. Ég taldi mér trú um, að ef þú vissir að ég ætti heima hérna, mundir þú aldrei vilja eiga mig, og ef ég hótaði að fara til Vermont mundi það verða til þess að flýta fyrir því að þú tækir ákvörðun. En meðal ann- ara orða: Ég hef undirskrifað samning. Þú skalt ekki hafa neinar áhyggjur af því. Freda var hálf rugluð, þegar hún kom í nýja heimilið sitt. Og hún lét Ethan lofa sér því, að næsta sumar skyldu þau verða í Vermont. — Alfreð, Alfreð, komdu fljótt inn og hlustaðu á veðurfréttirnar.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.