Fálkinn - 02.12.1963, Page 12
Þegar ég hugsa um hlýjan vordag og blóma angan
dettur mér alltaf Sally í hug. Sally, sem elskaði
liljur.
Við höfðum verið gift í fjóra mánuði þegar hún
byrjaði að vinna hjá blómasalanum á horninu. Við
áttum enga peninga því ég var að lesa undir próf
við háskólann. Okkar daglega fæða var baunir og
flesk. Við kviðum alltaf fyrir morgundeginum, því
þá áttum við alltaf von á nýjum reikningum með
póstinum.
— Ég ætla að fá mér eitthvað að vinna, sagði
Sally.
Hún leit áhyggjufull á mig og settist svo upp í
íangið á mér og nuggaði nefinu við mitt. Hún var
hávaxin með stutt brúnt hár og dökkgrá augu, sem
sé svokallað ,,Liz Taylor útlit.“
Ég benti henni á að hún hefði vinnu.
— Noi, sagði hún, ég kalla það ekki vinnu þó
að ég stoppi í sokka fyrir þig og lagi svolítið til í
þessari kytru. Nei, elskan mín, ég meina að ég vil
fá eitthvað raunverulegt starf. Svo er líka orðið
svo gamaldags að vera bara húsfrú.
— Ég get ekki einu sinni séð fyrir heimilinu,
saaði ég þreyttur.
Láttu ekki svona, sagði hún, þegar þú verður bú-
inn að taka prófið getur þú fengið hvaðá vinnu sem
þú vilt, og getur veitt mér allt þá.
Já, Sally var áköf og sterk í þá daga.
— Benodet vantar aðstoðarmanneskju, og ég vil
gjarnan vinna innan um blóm.
— Við hefðum aldrei átt að gifta okkur, sagði ég
dapur.
— Segðu þetta aftur! Hún leit hneyksluð á mig.
— Þú ert meiri asni en ég hefði nokkurn tíma getað
látið mér detta í hug að þú værir, David Kent. Ég
er ekki neitt jólatréskraut sem verður að pakka inn
í bómull, til þess, að það brotni ekki. Eða heldurðu
kannski að ég hafi aðeins giftzt þér mér til skemmt-
unar?
— Til hvers þá? spurði ég.
Ég vonaði að hún myndi segja af því að hún elsk-
aði mig en hún vildi ekki gera mér það til þægðar.
Stakk tungubroddinum út í annað rnunnvikið og
svaraðj alvarlega: — Sökum peninganna, væni minn.
Hún byrjaði að hlæjá'. Já, það gat verið gaman að
lifá, þegar við vorutn í þessu skapi.
Hún byrjaði að vinna, hjá Benodet klukkan hálf-
níu á morgnana og vann til klukkan fimm á daginn,
þá kom hún heim til að laga til í herberginu og út-
búa eitthvað áð borða, þegar eitthvað var til í kotinu.
En ég sat inni í stofu með útsýn yfir bakgarðinn og
hugsaði um, þegar ég væri búinn í skólanum og farinn
að græða penihga og gæti keypt allt fyrir Sally sem
hún/girntíst. V,
Hún var hrifirTaf 'vinnuhniJííjá Benodet, og þó
sérstaklega á laugardpgum, því þá 'fékk starfsfólkið
gefins öll blómin sem ekki höfðu selzt. Ég man eftir
nokkrum skiptum, þegar hún kom heim og sagði:
— Ég fékk liljurnar í dag. Eru þær ekki dásam-
legar?
Ég skildi ekki áhuga hennar fyrir liljunum. Þetta
voru Harissi liljur. bleikar og kaldar — næstum
fráhrindandi i allri sínni fullkómnu fegurð. Mér flaug
í hug brúðkaup og jarðarför, þegar ég sá þær. Þegar
við Sally giftum okkur hafði hún haft brúðarvöndinn
sinn úr rauðum rósum, sem haér fannst persónulega
fara henni miklu betur.
Sally lét alltaf liljurnar vera í dökkbláum vasa
sem ég hafði gefið henni að gjöf, þegar við opin-
beruðum trúlofun okkar. Þetta var langur og mjór
vasi með löngum og mjóum hálsi — all.t of fallegur
og passaði alls ekki inn í herbergið hjá okkur. En
Sally sá alltaf um að sólin gæti fengið að skína á
hann, svo að hann glitraði eins og safír steinn.
12 FÁLKINN
CELÍA VAR LÍFLEG OG HRÍFANDI STOLKA. HON GIFT-
IST MÉR VEGNA ÞESS AÐ HÚN VAR ÁSTFANGIN AF
MÉR. EN FYRIR MIG VAR HÚN BARA ARFTAKI SAL-
LÝAR. — ÞAR TIL ÞAÐ VAR NÆSTUM ORBIÐ OF SEINT.
Smásaga eftir Audrí M. Tucker
LILJUR SA
— Liljurnar fá mig alltaf til að finnast ég rík, sagði hún. — En
þær eru bara svo dýrar.
Vinnuveitandi Sallyar hét Marie Benodet. Hún hafði einhverja
sérstaka ást á Sally. Hún var kraftaleg kona á fimmtugsaldri með
heilbrigða skoðun á lífinu. Hún horfði rannsakandi á mig í fyrsta
skipti sem ég kom að sækja Sally.
— Þér eruð heppnir, sagði hún stutt.
Ég vissi mjög vel hvað hún átti við með því.
Árið eftir tók ég prófið og byrjaði að starfa í félagi með Jim
Kerston. Og tveim árum seinna fékk ég fyrst mitt stóra tækifæri.
Að teikna hús fyrir milljónamæring — ekki svo slæmt fyrir ungan
arkitekt. Við Sally fengum okkur litla íbúð. Brátt hafði ég hagnazt
svo mikið að við gátum keypt okkur hús. Við fundum stórt hús með
stórum garði, og Sally sagði:
— Ég er viss um að ég á eftir að sakna vinnunnar hjá Marie
Benodet. v|:f
— Ég var þar eftir þótt allar hinar hættu. — Nola, Maggie, Jill ,
og Sandy, af því að þær þurftu að eiga börn. Jill er þegar búin að i:
eiga sitt, en Sandy á von á tvíburum.
—• Og nú er komin röðin að þér sagði ég.
Hún var á leið til sjúkrahússins í sínar vanalegu rannsóknir þegar ;
hún lenti í bílslysinu. Hún var komin fjóra mánuði á leið, — þegar , .
hún varð fyrir áætlunarbíl.
Þeir leyfðu mér að sjá hana á-sjúkrahúsinu. Hún brosti og tók
fast í hönd mína. — Dan, hvíslaði hún mjúkt. — Ég elska þig.
Þetta var allt sem hún sagði. Húri lokaði augunum, en fingur
hennar héldu áfram að halda fast utan uni hendina á mér nokkra
stund á eftir. Auðvitað lagast þetta allt hughreýsti ég sjálfan mig.
Það var allt annað með annað fólk, heldur en með Sally og mig.
Við höfðum svo mörg framtíðaárfprm, drauma sem við ætluðum
okkur svo sannarlega að láta rætast... næsta ár ætluðum við til
• Parísar, og ég ætlaði að kaupa einhvern bjánalegan hatt handa henni ,
— ef við ættum nokkra peninga eftir. En ef við gætum ekki komizt •
i þetta ár þá kæmumst við áreiðarilega næsta ár á, eftir. Og svo var
I það gardínusettið sem ég hafði lofað að kaupa handa henni — rautt,
svart og hvítt. Hún hafði sýnt mér það í sýningarglugganum hjá
: Funnison. Ég hafði lofað að gróðursetja eplatré fyrir hana í garðinn
og grafa fyrir tjörn. Og nú, nei, — það gat ekki verið að hún myndi
deyja frá mér. Ég gat ekki misst hana, ég var tengdur henni of sterk-
um böndum til að geta misst hana.
Hún dó snemma næsta morgun. Ég óð friðlaus um allan næsta
dag. Ekki full fjögur ár, hugsaði ég. Það er ekki nóg, þetta var ekki
réttlátt. Loksins þegar ég var farins að græða peninga og við gátum
farið að njóta lífsins ...
Þegar ég kom heim hafði mamma tilbúinn mat handa mér, en
það fyrsta sem ég rak augun í var blár vasi sem glampaði á í kvöld-
sólinni. Langa stilka með liljum hangandi á. Ég sá að krónublöðin