Fálkinn - 02.12.1963, Side 17
sýnast með líkamana klemmda
saman og fingurna fléttaða
saman. Fyrsta sunnudaginn,
sem gott var veður hafði
skemmtiferðafólk sprottið upp
eins og sveppir eftir rigning-
Una. Fólk, sem þekkti Mörtu,
þorði ekki að tala við hana, en
hún, sem tók ekki eftir neinu,
kallaði kæruleysislega góðan
daginn til þess um leið og hún
mætti því.
Það hlýtur að hafa litið svo
á, að hún væri að láta á sér
bera.
Hún vildi vita, hvernig ég
hefði komizt að heiman.
Hún hló og svo þakkaði hún
mér fyrir að hafa tekið á mig
svo mikla áhættm hennar vegna
og kreisti fingur mína af öll-
um kröftum. Við fórum fram
hjá hennar húsi til að geyma
körfuna þar. Satt bezt að segja
sá ég fyrir örlög þessarar körfu,
sem væru þessum ævintýrum
samboðin. Það væri hægt að
senda hana sem matvælagjöf
til vígstöðvanna, en það virtist
svo klúrt að ég lét það ekki
uppi.
Marta vildi fylgja Marne alla
leið til La Varenne. Við mynd-
um borða kvöldverð á móti
Ile d’Amour. Ég lofaði að sýna
henni Ecu de France safnið,
fyrsta safnið sem ég hafði séð
sem barn, og sem mér hafði
virzt stórkostlegt. Ég talaði um
það við Mörtu eins og það væri
eitthvað mjög athyglisvert. En
þegar við komumst að því, að
þetta safn var spaug, vildi ég
ekki játa, að ég hefði haft á
röngu að standa.Skæri Fulberts.
Allt. Ég hafði fallið fyrir því
öllu. Ég lét svo sem ég hefði
verið að stríða Mörtu í sakleysi.
Hún átti erfitt með að trúa
þessu, því að ég lagði það ekki
í vana minn að gera að gamni
mínu. f sannleika sagt, hryggði
þetta atvik mig. Ég sagði við
sjálfan mig: „Kannski að ég,
sem trúi svo staðfastlega á ást
Mörtu, muni einhvern tíma
komast að því, að hún er tál-
beita líkt og safnið Ecu de
France.
Ég efaðist oft um ást hennar.
Stundum velti ég því fyrir mér,
hvort ég væri ekki aðeins
dægradvöl fyrir hana, duttl-
ungar, sem hún myndi verða
leið á á einni nóttu, þegar frið-
urinn kæmi og kallaði hana
aftur til skyldu sinnar. En ég
sagði við sjálfan mig, að vissu-
lega kæmu þau augnablik, þeg-
ar munnur og augu gætu ekki
logið. Áreiðanlega. En þegar
hann er orðinn ölvaður, verður
hinn nízkasti maður reiður, ef
maður neitar að taka við úri
hans eða veski. Þeir tímar, sem
maður getur ekki skrökvað á,
eru einmitt þeir tímar þegar
maður skrökvar mest, og fram-
ar öllu að sjálfum sér. Að trúa
konu „á því augnabliki, sem
hún getur ekki skrökvað," er
að trúa á falskt örlæti nirfils-
ins.
Glöggskyggni mín var aðeins
hættulegra form fyrir barna-
skap minn. Ég áleit sjálfan mig
ekki eins barnalegan, en ég var
barnalegur á annan hátt, því
enginn aldur er ónæmur. Ellin
ekki fremur en annar aldur.
Þessi svokallaða glöggskyggni
kastaði dökkum skugga yfir
allt og lét mig jafnvel efast um
Mörtu. Eða öllu fremur, ég ef-
aðist um sjálfan mig, og fannst
ég ekki vera hennar verður.
Þótt ég hefði haft þúsund sann-
anir um ást hennar, hefði ég
ekki síður verið óhamingju-
samur.
Ég vissi of vel, hve dýrmætt
það er, sem maður segir aldrei
við þá sem maður elskar af
ótta við að virðast barna-
legur. Og ég þjáðist, aí því að
ég gat ekki kannað sálardjúp
Mörtu.
Ég kom heim um hálf tíu
þetta kvöld. Foreldrar mínir
spurðu mig um gönguferð
mína.
Ég lýsti ákafur fyrir þeim
Sénartskóginum og burkna,
sem var helmingi hærri en ég.
Ég talaði líka um Brúnoy, hið
föfrandi þorp, þar sem við höfð-
um borðað. Skyndilega greip
móðir mín fram í fyrir mér í
spaugi.
„Meðal annarra orða, René
kom hér í dag klukkan fjögur
og var mjög undrandi að frétta,
að hann hefði farið í langa
gönguferð með þér.“
Ég roðnaði af gremju. Þetta
atvik og mörg önnur hafa kennt
mér, þrátt fyrir vissa tilhneig-
ingar, að ég væri ekki fallinn
til blekkinga. Ég er alltaf af-
hjúpaður. Foreldrar mínir
sögðu ekkert meira. Þau unnu
hógværan sigur.
Faðir minn var ómeðvitandi
vitorösmaður í fyrstu ást minni.
Hann ýtti frekar undir hana og
var glaður, að bráðþroski minn
skyldi koma í ljós á einn eða
annan hátt. Auk þess hafði
hann alltat' verið hræddur um,
að ég myndi lenda í klónum á
slæmri konu. Hann var glaður
vita, að góð stúlka elskaði mig.
Aðeins þegar hann hafði sönn-
un fyrir því, að Marta vildi fá
skilnað, gerði hann uppreisn.
Mamma leit ekki svona mild-
um augum á samband okkar.
Hún var afbrýðisöm. Hún leit
á Mörtu sem keppinaut. Hún
fór að fá ímugust á henni og
gerði sér ekki grein fyrir, að
hvaða kona sem var hefði virzt
eins vegná þess einfaldlega, að
ég elskaði hána. Hún lét sig það
einnig meiru skipta en pabbi,
hvað fólk sagði. Hún var undr-
andi að Marta skyldi leggja
lag sitt við krakka á mínum
aldri. Og hún hafði líka alizt
upp í F......
Framh. í næsta blaði.