Fálkinn


Fálkinn - 02.12.1963, Qupperneq 19

Fálkinn - 02.12.1963, Qupperneq 19
það væri bezt að nota körfuna, af því að hún var svo stór og. „Hvað gerðist," stynur sá virðulegi upp með hásri röddu. „Ja, það er bezt að Stjáni lýsi því,“ segir Gvendur og brosir út í hægra munnvikið, en er alvarlegur í hinu. Stjána líður ekki rétt vel, honum finnst allt umhverfis sig þrengja að sér og örvæntingarsvitinn sprettur fram á enni hans. Hann herðir þó upp hug- ann og reynir eftir fremsta megni að að forðast hið rannsakandi augnaráð þess virðulega. Rödd hans hljómar líkt því að hann tali ofan úr þvottabala. „Ég var að ganga út að bílnum og hélt á henni eins varlega og ég gat, því að ég vissi að það var frekar lint í henni. Ég átti eftir örfá skref út að bílnum, þegar hún Ása labbaði fram- hjá með þessu líka dillandi göngulagi.“ Rödd Stjána er nú búin að fá á sig eðlilegan blæ og sem hann ftendur þarna keikur, speglast glampi sælla endurminninga í augum hans og hann heldur áfram líkt og í sæluvímu: „Þegar hún sá mig, hægði hún ögn á hinum ögrandi mjaðmahreyfingum sínum og brosti til mín tvíræðu brosi. Ég gleymdi bæði stund og stað, öllu, öllu, nema Ásu.“ „Og mér,“ hreytir sá virðulegi út úr Framh. á bls. 37 FÁLKINN 19

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.